Fréttir

Leiðbeiningar um hvernig minnka má spillingu á Íslandi

Samtökin Gagnsæi, sem berjast gegn spillingu, leggja fram lista yfir umbætur sem þarf að gera á Íslandi. Eitt atriðið er að minnka leynd.

Ísland úr lofti Leynd yfir upplýsingum og tilheyrandi eftirlitsleysi ýtir undir spillingu. Mynd: NASA

Samtökin Gagnsæi, sem berjast gegn spillingu á Íslandi, vara við því að „meiriháttar endurskoðun á íslenskri stjórnsýslu [sé] óhjákvæmileg“, sama hvaða flokkar fari með sigur af hólmi eftir komandi alþingiskosningar.

„Stjórnarslitin sýna að venjur kerfisins – ógagnsæ stjórnsýsluferli og þar með venjubundnar ákvarðanir sem í raun þola ekki dagsins ljós – geta ekki gengið lengur,“ segir í ályktun stjórnar Gagnsæis eftir stjórnarslit sem urðu í kjölfar trúnaðarbrests vegna leyndar og hagsmunatengsla í upplýsingum um veitingu uppreistar æru til handa dæmdum brotamönnum.

Samtökin segja að það sem í ljós hafi komið eftir að leynd var aflétt, að sakamenn gátu fengið uppreist æru og „óflekkað mannorð“, án eftirlits, yfirsýnar eða aðkomu dómstóla, „sýni veikleika kerfis okkar í hnotskurn“. 

„Það sem nú hefur loksins komið upp á yfirborðið er aðeins eitt dæmi um kerfislæga spillingu. Það verður vart augljósara þegar spurt er hvaða rök geti staðið til þess að einstaklingar sem gerst hafa sekir um jafnvel margra ára kynferðisofbeldi geti fengið staðreyndir um fortíð sína þurrkaðar út úr kerfinu og hagað sér eins og það sem þeir voru dæmdir fyrir hafi aldrei gerst.“ 

Gagnsæi leggur til leiðbeiningar í fimm liðum sem þurfi að fylgja eftir á Íslandi, meðal annars að vernda gagnrýnendur og uppljóstrara, að auka skilning á hættum hagsmunaárekstra stjórnmálamanna og svo minnka leynd.

Svona minnkum við spillingu*

1. Tryggja þarf að þeir sem benda á starfsemi eða venjur sem standast ekki lög eða siðferðilega mælikvarða njóti þeirrar verndar sem lög geta veitt gegn ofsóknum.

2. Nauðsynlegt er að vinna með alþjóðastofnunum á borð við OECD, GRECO og Sameinuðu þjóðirnar til að auka gagnsæi í stjórnsýslu og draga úr spillingarhættum.

3. Efla þarf vitund um mikilvægi þess að ekki sé reynt að leyna hagsmunum og hagsmunatengslum. Alltof algengt er að stjórnmála- og embættismenn sinni ekki þessari grundvallarskyldu. 

4. Stjórnvöld eiga að kosta kapps um að veita almenningi upplýsingar sem leyfilegt er að veita, frekar en að halda því leyndu sem lög krefjast ekki að upplýst sé um.

5. Tryggja að enginn hluti stjórnsýslunnar sé eftirlitslaus.

 

* Listinn kemur frá Gagnsæi, fyrirsögn er fjölmiðilsins.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins