Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um það í morgun að Brynjar Níelsson yrði settur af sem formaður. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, stýrir opnum fundi með dómsmálaráðherra.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um þetta í morgun og var tilkynnt um málið í upphafi opins fundar með dómsmálaráðherra sem nú stendur yfir. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er nýkjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er varaformaður. 

Brynjar hefur, sem formaður nefndarinnar, lagt mikla áherslu á að upplýsingar um uppreist æru dæmdra manna fari leynt og tjáð sig opinskátt um málin í fjölmiðlum. Eins og Stundin hefur fjallað um er einn af meðmælendum kynferðisbrotamannsins Roberts Downey vinur Brynjars til margra ára. Þá átti Brynjar, sem lögmaður, fund með barnaníðingnum Hjalta Sigurjóni Haukssyni eftir að hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á sínum tíma. Brynjar var verjandi barnaníðings sem fékk uppreist æru árið 2010 og vísaði því ranglega á bug í byrjun ágúst að hafa starfað fyrir sama nektardansstað og Robert Downey. Hann hefur lagst eindregið gegn því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki embættisfærslur ráðherra í þeim málum sem leiddu til þess að ríkisstjórnin féll. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina