Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um það í morgun að Brynjar Níelsson yrði settur af sem formaður. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, stýrir opnum fundi með dómsmálaráðherra.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um þetta í morgun og var tilkynnt um málið í upphafi opins fundar með dómsmálaráðherra sem nú stendur yfir. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er nýkjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er varaformaður. 

Brynjar hefur, sem formaður nefndarinnar, lagt mikla áherslu á að upplýsingar um uppreist æru dæmdra manna fari leynt og tjáð sig opinskátt um málin í fjölmiðlum. Eins og Stundin hefur fjallað um er einn af meðmælendum kynferðisbrotamannsins Roberts Downey vinur Brynjars til margra ára. Þá átti Brynjar, sem lögmaður, fund með barnaníðingnum Hjalta Sigurjóni Haukssyni eftir að hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á sínum tíma. Brynjar var verjandi barnaníðings sem fékk uppreist æru árið 2010 og vísaði því ranglega á bug í byrjun ágúst að hafa starfað fyrir sama nektardansstað og Robert Downey. Hann hefur lagst eindregið gegn því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki embættisfærslur ráðherra í þeim málum sem leiddu til þess að ríkisstjórnin féll. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins