Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um það í morgun að Brynjar Níelsson yrði settur af sem formaður. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, stýrir opnum fundi með dómsmálaráðherra.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um þetta í morgun og var tilkynnt um málið í upphafi opins fundar með dómsmálaráðherra sem nú stendur yfir. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er nýkjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er varaformaður. 

Brynjar hefur, sem formaður nefndarinnar, lagt mikla áherslu á að upplýsingar um uppreist æru dæmdra manna fari leynt og tjáð sig opinskátt um málin í fjölmiðlum. Eins og Stundin hefur fjallað um er einn af meðmælendum kynferðisbrotamannsins Roberts Downey vinur Brynjars til margra ára. Þá átti Brynjar, sem lögmaður, fund með barnaníðingnum Hjalta Sigurjóni Haukssyni eftir að hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á sínum tíma. Brynjar var verjandi barnaníðings sem fékk uppreist æru árið 2010 og vísaði því ranglega á bug í byrjun ágúst að hafa starfað fyrir sama nektardansstað og Robert Downey. Hann hefur lagst eindregið gegn því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki embættisfærslur ráðherra í þeim málum sem leiddu til þess að ríkisstjórnin féll. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pistill

Þar var einu sinni svo gott að djamma og djúsa

Fréttir

Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt

Mest lesið í vikunni

Pistill

Lærði að lifa af

Afhjúpun

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Úttekt

Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin

Reynsla

Í lífshættu í hlíðum Marokkó