Mest lesið

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
4

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
5

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
6

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Vinatengsl Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Benedikts Sveinssonar vöktu undrun yfirmanna hjá Kynnisferðum. Sama dag og þeir sögðu Hjalta Sigurjóni upp störfum, vegna þess að hann hafði verið dæmdur barnaníðingur, kom fyrirskipun um að endurráða hann.

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“
Eigandi og starfsmaður Yfirmönnum hjá Kynnisferðum var vel kunnugt um mikil vinatengsl Hjalta Sigurjóns og Benedikts Sveinssonar. 
jontrausti@stundin.is

„Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin,“ segir Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi verkefnisstjóri hjá Kynnisferðum, um aðdraganda þess að honum var fyrirskipað að afturkalla uppsögn á Hjalta Sigurjóni Haukssyni, rútubílsstjóra og dæmdum barnaníðingi. 

Tengslin sem Sveinn undraðist lágu milli Hjalta Sigurjóns og Benedikts Sveinssonar, eins helstu eigenda Kynnisferða. 

Sveinn segir að skilaboð hafi borist að ofan úr eigendahópi Kynnisferða um að afturkalla ætti uppsögn Hjalta, sem var sagt upp vegna mótmæla við störf hans á grundvelli þess að hann hefði verið dæmdur fyrir að misnota stjúpdóttur sína „nær daglega“ í tólf ár.

Sveinn, sem er einn af þeim meðmælendum sem dómsmálaráðuneytið byggði á þegar Hjalta Sigurjóni var veitt óflekkað mannorð í fyrra - að Sveini forspurðum - segir söguna alla af því hvernig þrýstingi var beitt til að halda manninum í vinnu.

Eigendur vildu afturköllun uppsagnar

„Þegar við ákváðum að reka hann, þegar þetta kom upp, það kom grein í DV eða eitthvað um þetta, þá komu skilaboð daginn eftir um að hann ætti að vera áfram í vinnu. Og við bara sögðum nei, og framkvæmdastjórinn var með okkur í því. Hann vildi ekki hafa hann í vinnu. Þetta mál gekk í einhverjar tvær vikur, og við notuðum hann ekkert. Hann var bara að bíða, hvort hann fengi að halda áfram eða ekki,“ segir Sveinn.

„Við vissum af þessum vinatengslum Hjalta og Benedikts [Sveinssonar]. Hjalti talaði um það við okkur mjög oft, að þeir væru bestu vinir og svo framvegis,“ útskýrir Sveinn. „Þetta er það sem við ræddum okkar á milli, ég, rekstrarsstjóri og framkvæmdastjóri. Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin. Sérstaklega eftir að upp komst um þetta mál, á þeim tíma. Dæmdur barnaníðingur, af hverju það var svona mikilvægt að hafa hann í vinnu.“

Hann segir að þrýstingurinn hafi borist að ofan, í gegnum æðstu stjórnendur fyrirtækisins. „Hann fór samt alltaf þessa leið. Hann fór í gegnum stjórnarformanninn, sem hluti af stjórninni, niður til framkvæmdastjóra og frá framkvæmdastjóra til mín og rekstrarstjóra.“ 

Hættu þrýstingi eftir umfjöllun

Hann segir að eftir fjölmiðlaumfjöllun um mótmælin við að Hjalti væri við störf hefði síðan leitt af sér að látið var af þrýstingi að ofan.

„Og þá komu þessi skilaboð til okkar að við réðum þessu, hvað við gerðum. Þá voru þeir búnir að sjá að þetta þýddi ekkert. Þetta var þá komið í blöðin og yrði aldrei friður.“

Þær lyktir urðu að uppsögn Hjalta Sigurjóns stóð. Síðar tók hins vegar við tilraun Hjalta til að fá störf annars staðar, en það var meðal annars á grundvelli meðmælabréfs frá Sveini Eyjólfi sem Hjalti náði að fá uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu og forseta Íslands. Sveinn hafði ekki grun um að hann væri að mæla með því að Hjalti fengi uppreist æru og óflekkað mannorð, enda hafði hann engar forsendur til að meta iðrun hans eða hegðun utan vinnu.

„Ég skrifaði aldrei undir bréfið eins og það leit út þarna, sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu. Hann var að fara að vinna hjá Olíudreifingu, minnir mig, frekar en Skeljungi. “

Þannig að hann er að misnota þetta meðmælabréf sem þú veitir honum vegna vinnu?

„Alveg klárlega.“

Fjölskylda Benedikts átti Kynnisferðir

Á þeim tíma sem eigendur kröfðust þess að uppsögn Hjalta Sigurjóns yrði afturkölluð voru Benedikt Sveinsson og fjölskylda hans yfirgnæfandi í eigendahópi Alfa hf, sem fór með 100% hlut í Kynnisferðum. 

Ráðandi hlutur í Kynnisferðum var þannig í höndum Benedikts Sveinssonar, bróður hans, Einars Sveinssonar, og svo eiginkonu Benedikts og afkomenda þeirra. Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra en þá fjármálaráðherra, er hins vegar ekki í eigendahópnum, enda sagði hann sig frá trúnaðarstörfum í viðskiptum á vegum fjölskyldunnar eftir efnahagshrunið. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og ættingi eigendahópsins, var hins vegar í eigendahópnum þar til í fyrravor, en hann hafði ekki verið í eigendahópnum 2013.

Nú hefur hins vegar komið fram að Bjarni vissi þegar í júlí síðastliðnum að faðir hans, Benedikts Sveinsson, væri einn af meðmælendum Hjalta Sigurjóns. Hinir tveir meðmælendurnir hafa hafnað því að fyrirætlun þeirra hefði verið að mæla með því að Hjalti fengi uppreist æru.

Annað tækifæri - leynd yfir meðmælendum

Nú eru fyrirhugaðar Alþingiskosningar 28. október næstkomandi í kjölfar þess að stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna trúnaðarbrests í tengslum við málefni tengd veitingu uppreistar æru. Björt framtíð taldi það trúnaðarbrest að Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefðu haft hag að því að leyna upplýsingunum, sem þau og gerðu.

Bjarni var spurður út í málefnin í Ríkisútvarpinu 16. júní síðastliðinn. Þá tók hann afstöðu með því að brotamenn fengju „annað tækifæri“. Í spurningum RÚV var fjallað um mál Róberts Downey, og sagði Bjarni að það hefði fengið sína „hefðbundnu meðferð“, en síðar kom í ljós að Róbert fékk undanþágu með því að hann fékk uppreist æru áður en fimm ár voru liðin frá fullnustu refsingar. Hins vegar hefur komið fram að fjölmargir aðrir hafi fengið sömu undanþágu.

„Ég myndi frekar hallast að því að í okkar samfélagi viljum við gefa fólki tækifæri aftur í lífinu, sem hefur tekið út sína refsingu. Við getum ekki látið tilfinningar kannski ráða of miklu í þeim efnum. Með þessu er ég ekki að gera neinn mun á einstökum brotum eða einstaklingum,“ sagði Bjarni í júní.

Á þeim tíma hafði verið talið að Bjarni hefði sem starfandi dómsmálaráðherra verið pólitískt ábyrgur fyrir ákvörðuninni, en hann leiðrétti það ekki fyrr en einum og hálfum mánuði síðar. 

Bjarni greindi ekki frá því að faðir hans væri meðmælandi í málinu og fyrirspurnum Stundarinnar um málið var ekki svarað af dómsmálaráðuneytinu, jafnvel þótt úrskurðarnefnd upplýsingamála hefði þá þegar komist að þeirri niðurstöðu að það gengi gegn upplýsingalögum að leyna upplýsingunum. Hins vegar kom fram í máli Bjarna á blaðamannafundi í Valhöll um slit ríkisstjórnarsamstarfsins að hann hefði fengið upplýsingar um að fjölmiðlar væru að spyrja út í málið. Þá hafi hann ákveðið að upplýsa Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um tengsl sín við málið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
4

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
5

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
6

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
6

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Nýtt á Stundinni

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Glæpur og samviska

Glæpur og samviska

Vandi Rússlands

Þorvaldur Gylfason

Vandi Rússlands

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri