Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
7

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
8

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·

Hallgrímur Helgason

Karlmaður í kventíma

Hallgrímur Helgason segir söguna af því hvernig þrettán ára stúlka, í krafti sinnar verstu stundar, náði að fella heila ríkisstjórn.

Hallgrímur Helgason

Hallgrímur Helgason segir söguna af því hvernig þrettán ára stúlka, í krafti sinnar verstu stundar, náði að fella heila ríkisstjórn.

Framtíðin er lúmskur fjandi. Hún læðist um í leyningum og kemur aftan að þér, er síðan runnin framhjá fyrr en varir. Allt í einu stendur þú eftir í fortíðinni, hrópandi.

Því tíminn líður allstaðar, ekki bara í kringum þig. Atburðir fjær og nær fara um í flóknu ferli. Ömurlegur glæpur drýgður seint að kvöldi, fyrir fjórtán árum síðan, fær skyndilegt vægi þegar glæpamaðurinn fær hann afskrifaðan hjá ráðuneyti réttlætis, svo hart sem það hljómar. En afglæpun eins er annarra böl. Og tíminn skilur betur sár en svindl, því eðli hans er að leiða hluti í ljós.

Glæsilegur maður með glæsilegan feril á erfitt með að hugsa annað en glæsilega um sjálfan sig þar sem hann stendur íklæddur sérsniðnum fötum úr teflon-efni, umkringdur aðdáendum og aðstoðarmönnum, beinn í baki, örlítið gleiður, í sigurhólma augnabliksins. Slíkur maður fær ei séð út úr þeirri glæsilegu mynd. Honum hefur gengið allt í haginn, hann hefur aldrei rekið sig á. Skandalar hafa sprottið og sprungið í kringum hann, líkt og eldblossar umhverfis kvikmyndahetju, og stundum hafa eldglærur læst sig í teflon-jakkann en efnið hefur haldið hingað til. Engir brunablettir sýnilegir.

Slíkur maður á erfitt með að skilja vendingar tímans, allt þetta sem gerist utan glæsileikans. Því ólíkt öðrum fljótum breytir tíminn stöðugt líðan sinni þar sem hann líður fram. Þú lítur af honum augnablik og eðli hans er gjörbreytt. Það sem þú ætlar að þegja af þér fær málið og fer að tala, ferðast um í ytri lækjum tímans og stækkar í hverjum hyl. Fyrr en varir stendur glæsilegur maður frammi fyrir óglæsilegum hlut. Orðlaus gagnvart því sem gargar á hann og gjörvallt þjóðfélagið.

Þegar hann loksins rankar við sér er tíminn kominn framfyrir hann, hann horfir í bakið á framtíðinni. Og þá byrjar hann að öskra.

Þannig var Bjarni Ben á blaðamannafundi í Valhöll (sem var þó varla blaðamannafundur því meirihluti áheyrenda voru hans eigin þingflokksmenn), hann var maður sem horfði í bakið á framtíðinni. Hún hafði skilið hann eftir. Hann stóð of lengi í sigurhólma augnabliksins. Hann hafði ætlað að þegja en þá fór tíminn að tala. Hann misreiknaði stöðu sína. Hann sá ekki út úr glæsileikanum. Og nú þegar framtíðin hafði skilið hann eftir fór hann að hrópa. Aðrir voru aumingjar sem lyppuðust niður eins og strá í vindi, aðrir ráðherrar en hann yrðu að segja af sér og hér þyrfti sterka flokka til að stjórna. Þessi orð lét hann falla í höll sinni, hafandi hálfum sólarhring áður fullkomnað háðulega þrennu: Sjálfstæðisflokkurinn hafði klúðrað þremur ríkisstjórnum í röð.

Engin auðmýkt, engin afsökun, engin eftirsjá, engin meðlíðan, enginn skilningur á eðli málsins. Og heldur engin orð til þjóðarinnar, hvað þá kvenþjóðarinnar. Engu tali beint til brotaþolanna.

Hér talaði toppmaðurinn sem stendur svo hátt að hann fær ei séð til botns, fær ei séð þá kvöl og pínu sem þar þrífst. Hér talaði sigurvegarinn sem sér ekki í gegnum verðlaun sín, sem sér ekki þá sem undir verða. Hér talaði karlmaður sem hafði engan skilning á þeim kventíma sem runninn er upp. Hér talaði karlmaður sem aðeins þekkir tvenns konar konur: Þær sem fá í hnén og svo hinar, þessar sem hann hefur hvort sem er engan áhuga á. Hvernig í ósköpunum átti slíkur maður að skilja eðli og afleiðingar kynferðisafbrota, eða snerist ekki kynlíf um að konan falli fyrir glæsileikanum, fyrst á hnén, síðan á bakið?

Hér stóð maðurinn sem stundaði framhjáhaldssíður og fékk aðdáun fyrir skyndilega frammi fyrir skuggahlið þess sama kynlífs. Leðurhatturinn í flokksmenginu hafði lengi rótast um á náttmyrkum stöðum, því hann náði honum ekki upp nema í níunda bekk og geymdi 300 nemendur í símanum, og ein þeirra hafði allt í einu ákveðið að birta sársauka sinn, átti sér að baki sterka fjölskyldu og saman ákváðu þau að hafa hátt. Önnur stúlka hafði svo þolað daglega kvöl af hendi stjúpföður, manni sem kom svo vel fyrir og var góðvinur aðal. Allt í einu voru þær stúlkukvalir komnar á borð hins glæsilega manns. IceHot1 þurfti allt í einu að horfa á Lilja 4-ever. Og auðvitað gat hann ekki skilið myndina. Þar sem allir aðrir sá kvöl og pínu sá hann bara flotta stelpu.

Það skipti engu þótt umræðan gengi dag og nótt, þótt myllumerkið „höfum hátt“ poppaði upp í símanum hans allar stundir og þriðji hver fréttatími  innihéldi brot úr gömlu afbroti og uppreist allra þeirra særinda, hann kaus að þegja, gera ekkert. En eftir að hafa þagað í tvo mánuði var hann svo skyndilega færður á ögurreit. Nú var að duga eða drepast. Samt sem áður ákvað hann að bæta sólarhring við sína löngu þögn. Sá var jafn langur og kjörtímabil. Því á ögurstundum fer tíminn á tíföldum hraða. Þegar hann loks trommaði upp í höll sinni var það orðið of seint, kjörtímabilið var farið. Og ferillinn með. Mánuðirnir á toppnum urðu aðeins níu. Það er svo stutt á milli manns og styttu.

Og nú hverfur sú stytta inn í söguna, inn í síðustu kafla feðraveldisins. Því hér urðu vatnaskil, femínisminn felldi ríkisstjórn, nýi opni tíminn felldi þann gamla lokaða. En Bjarni Ben virðist enn ekki skilja þau skil. Hann skilur ekki að þögn hans var varðstaða fyrir feðraveldið. Hann skildi ekki að sem forsætisráðherra átti hann frekari skyldur við þolendur barnaníðings en níðinginn sjálfan og kerfið sem þeim manni þjónaði. Hann fór ekki að dæmi forsetans og hafði sjálfur samband við stjúpdóttur hins sjúka manns, að eigin frumkvæði. Hann hljóp í baklás, fékk allt í einu barnaníðing í fangið og hélt að hann gæti falið hann þar. Hann tók þannig níðinginn fram yfir börnin af því hann sá ekki aðra hagsmuni en sína eigin. Hann skildi ekki einu sinni að sjálfur var hann eitt af fórnarlömbum feðraveldisins, sonurinn sem burðaðist um með gerðir og örlög föður síns, örlög sem gátu lagt hann eða lyft honum hvenær sem var. Eins og hver annar Hamlet reikaði þessi prins um sína Valhöll tautandi fyrir munni sér spurninguna stóru, í tvo heila mánuði:

„To BB or not to BB?“

Og nú þegar við erum komin inn í fimmta þátt er stutt í endalokin, brátt liggur þessi Hamlet í sínum pólitíska val, líkt og hinn, og inn kemur hinn eilífi Guðlaugur Þór í hlutverki Fortinbras…

Þetta er sagan um það hvernig breyttir tímar leika þá sem ekki vilja breytast.

Þetta er sagan um það hvernig stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar varð barnaníðingum að bráð.

Þetta er sagan um það hvernig þrettán ára stúlka, í krafti sinnar verstu stundar, náði að fella heila ríkisstjórn.

Þetta er sagan um það hvernig stærsti sigurinn er í sárustu neyðinni falinn.

Eins og allir sannkristnir vita.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·
Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

·