Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Hjalti Sigurjón Hauksson ráðfærði sig við Bjarna Benediktsson og Brynjar Níelsson þegar þeir störfuðu við lögmennsku eftir að stjúpdóttir hans kærði hann fyrir kynferðisbrot.

Hjalti Sigurjón Hauksson, maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en fékk uppreist æru í fyrra, kannast ekki við að Brynjar Níelsson, núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hafi verið verjandi sinn. Hins vegar hafi hann átt fund með Brynjari þegar málið var til meðferðar hjá dómstólum.

Brynjar sagði í viðtali í Kastljósi á fimmtudag að hugsanlega hefði hann einhvern tímann varið Hjalta þegar hann starfaði við lögmennsku. „Ef ég man rétt þá held ég að ég hafi meira að segja varið þennan Hjalta einhvern tímann, svo það sé bara upplýst,“ sagði Brynjar.

Hjalti Sigurjón segir í samtali við Stundina að hann hafi ráðfært sig við Brynjar og átt tvo fundi með honum þegar mál hans voru fyrir dómstólum á sínum tíma. Aldrei hafi komið til þess að Brynjar yrði verjandi hans, þótt eftir á að hyggja hefði hann gjarnan viljað það enda sé Brynjar snjall lögmaður. 

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar á fimmtudag var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra einn þeirra sem Hjalti leitaði til eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2002. Þá var Bjarni lögmaður á Lex lögmannsstofu.

Hjalti kannaðist lítillega við Bjarna í gegnum Benedikt Sveinsson föður hans, en nú liggur fyrir að Benedikt var einn þeirra sem veittu Hjalta Sigurjóni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru í fyrra. 

Hjalti er stuðningsmaður Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Þegar Stundin ræddi við Hjalta í lok ágúst sagðist hann hafa íhugað að leita ráða hjá forsætisráðherra vegna fjölmiðlaumfjöllunar.

Þá hafði Stundin greint frá því að Hjalti hefði verið sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenskum stjórnvöldum.

Auk föður forsætisráðherra skrifaði fyrrverandi yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, Sveinn Eyjólfur Matthíasson, upp á meðmæli fyrir hann

Kynnisferðir eru í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. 

Umdeild framganga Brynjars 

Sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur Brynjar Níelsson haft verklag og málsmeðferð við veitingu uppreistar æru til umfjöllunar undanfarna mánuði. RÚV greindi frá því þann 8. ágúst að dómsmálaráðuneytið hefði afhent Brynjari gögn um slík mál aftur í tímann, meðal annars nöfn manna sem fengið hafa uppreist æru og meðmælendabréf þeirra. 

Framganga Brynjars í fjölmiðlum hefur vakið athygli, til að mynda þegar hann sagði í viðtali við Mbl.is að til væru verri brot gegn börnum en þau sem kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey framdi. Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af brotaþolum Roberts, sagði á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í byrjun mánaðar að það hefði verið skelfilegt fyrir þolendur að horfa upp á menn í áhrifastöðum „smætta brotin“.

Brynjar kom fram í viðtali við Mbl.is daginn sem Stundin greindi frá því að Hjalti Sigurjón Hauksson hefði fengið uppreist æru. Brynjar lagði áherslu á að „brotið [væri] ekki stóra málið ef afplánun er lokið“, eins og það var orðað í fyrirsögn, og hafnaði því að mál Hjalta ætti eftir að ýta á eftir einhverjum breytingum hvað varðar veitingu uppreistar æru. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“

Fréttir

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Pistill

„Svolítið erfið“ af því þau fylgja samviskunni

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Fréttir

Hjónin bæði í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnunum

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

Forsætisráðherra mætti á samkomu hjá stuðningskonu Assad-stjórnarinnar

Pistill

Efling Eflingar