Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Yfirmaður hjá Kynnisferðum vildi að sem flestir tækju sér Hjalta til fyrirmyndar

Auk föður forsætisráðherra skrifaði fyrrverandi yfirmaður Hjalta Haukssonar hjá Kynnisferðum upp á meðmæli fyrir hann. Kynnisferðir eru í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Hjalti Sigurjón Hauksson Fékk meðmælabréf frá föður forsætisráðherra og yfirmanni sínum innan fyrirtækis í eigu fjölskyldu ráðherrans. Mynd: Skjáskot af Facebook

„Hér með staðfesti ég undirritaður að um tíma hafði ég með höndum stjórn deildar innan Kynnisferða sem Hjalti Sigurjón Hauksson (...) vann hjá. Ég get af heilum hug staðfest að Hjalti er mjög samviskusamur, vandvirkur, góður bílstjóri.“

Þannig hefst meðmælabréf Sveins Eyjólfs Matthíassonar, eins af þremur umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna umsóknar hans um uppreist æru.

Sveinn Eyjólfur var yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, en Hjalta var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2013. Kynnisferðir eru meðal annars í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Eins og greint var frá í gær undirritaði Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, meðmæli fyrir Hjalta þegar hann sótti um uppreist æru.

Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en var sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenska ríkinu í fyrra. 

Hann fékk meðmæli frá föður forsætisráðherra en jafnframt frá Haraldi Þór Teitssyni, framkvæmdastjóra rútufyrirtækisins Teits Jónassonar, og áðurnefndum Sveini Eyjólfi.

Í umsögn sinni lýsir Sveinn Hjalta með eftirfarandi hætti: „Hann er í hópi bestu fagmanna á sínu sérsviði og væri óskandi að sem flestir gætu tekið hann sér til fyrirmyndar. Honum er að auki umhugað um heill og farsæld vinnuveitenda sinna og hag verkkaupa.“

Þá kemur fram að Hjalti sé þekktur fyrir ljúflyndi og sé þægilegur og umgengnisgóður í hvívetna. „Með glaðværð sem smitar út frá sér og skapar gott og hlýtt andrúmsloft.“

Eins og Stundin greindi frá í gær hafa Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra og einn af eigendum Kynnisferða, og Hjalti Sigurjón Hauksson þekkst í mörg ár. Hjalti hefur sagst þakklátur Benedikt fyrir að hafa staðið með sér í gegnum súrt og sætt og útvegað sér vinnu hjá Kynnisferðum. 

Erla Hlynsdóttir, fjölmiðlakona sem starfar nú sem framkvæmdastjóri þingflokks Pírata, rifjar upp á Facebook að árið 2013 hafi hún skrifað frétt um það þegar Hjalta Sigurjóni var sagt upp hjá Kynnisferðum.

„Hann hringdi í mig eftir að fréttin birtist, sagði ósanngjarnt að honum hefði verið sagt upp, sér í lagi í ljósi þess að yfirmenn Kynnisferða hefðu vitað að hann væri dæmdur barnaníðingur, og hefði hann starfað þar í nokkur ár, en hefði viljað gefa honum tækifæri,“ skrifar Erla. 

Þegar Stundin ræddi við brotaþola Hjalta Sigurjóns Haukssonar, stjúpdótturina sem hann var dæmdur fyrir að hafa misnotað kynferðislega nær daglega í tólf ár, sagðist hún spyrja sig hvort það væri tilviljun að Hjalti hefði viljað vinna við að keyra bíla hjá Kynnisferðum einmitt þegar hún sjálf var í vinnu sem krafðist þess að hún fengi reglulega far með rútum fyrirtækisins. Sagði hún það hafa valdið sér óþægindum að Hjalti starfaði hjá Kynnisferðum, en hún gætt þess að sneiða hjá því að hitta hann.

Uppfært 18. september:

Sveinn Eyjólfur Matthíasson segir að bréfið hann sem undirritaði hafi verið ætlað til stuðnings umsóknar Hjalta um starf hjá olíudreifingarfyrirtæki. Hjalti hafi lofað því að bréfið yrði ekki notað til umsóknar um önnur störf. „Afrit af meðmælabréfinu sem Hjalti Sigurjón skilaði inn vegna umsóknar sinnar um uppreist æru barst mér ekki fyrr en laugardaginn 16. september s.l. frá ráðuneytsistjóra dómsmálaráðuneytsins. Ég ritaði ekki undir það meðmælabréf og kannast ekki við þá umsögn sem mér er ætluð,“ segir í yfirlýsingu frá Sveini Eyjólfi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Deilan um útboð Isavia: 230 milljóna gróði af verslun 66° Norður í Leifsstöð

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Launahækkanir forstjóra „ógeðslegt misrétti“

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið

Pistill

Þar var einu sinni svo gott að djamma og djúsa

Fréttir

Ráðuneytið segir kosningaloforð Eyþórs óheimilt

Mest lesið í vikunni

Pistill

Lærði að lifa af

Afhjúpun

Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Úttekt

Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin

Reynsla

Í lífshættu í hlíðum Marokkó