Mest lesið

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
3

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
4

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·
„Ég vil að þetta sé erfitt“
5

„Ég vil að þetta sé erfitt“

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
6

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Hundrað grindhvalir drepnir í dag
7

Hundrað grindhvalir drepnir í dag

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins
8

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·

Jón Trausti Reynisson

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Þau misnotuðu ríkið til að vernda föður formanns flokksins.

Jón Trausti Reynisson

Þau misnotuðu ríkið til að vernda föður formanns flokksins.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins Undir flokksforystu Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt óheiðarleika í veigarmiklum málum til að ná fram markmiðum sínum.  Mynd: Pressphotos

Fólk í efstu röðum Sjálfstæðisflokksins undir flokksforystu Bjarna Benediktssonar hefur ítrekað sýnt af sér mikinn óheiðarleika.

Tilfellin þar sem þau beita okkur óheiðarleika í eigin þágu blasa við okkur.

Í fyrsta lagi lofuðu ráðherrar flokksins því fyrir kosningarnar 2013 að þeir myndu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið, ef við kysum þá. Þeir sviku það blákalt.

Kjósendur leyndir mikilvægum upplýsingum

Eftir næstu þingkosningar, síðasta haust, kom í ljós að Bjarni Benediktsson hafði ákveðið að sleppa því að birta skýrslu sem var áfellisdómur yfir stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum skattaskjólsviðskipta, þar sem fjallað var um hvernig einstök aflandsvæðing hafði orðið á Íslandi  undir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan var tilbúin í september, en kosningarnar voru í lok október. Efni skýrslunnar skipti máli fyrir kjósendur, enda hafði kosningunum verið flýtt vegna óánægju með aflandsviðskipti stjórnmálamanna.

Í sömu kosningum var því sleppt að birta skýrslu um áhrif „leiðréttingarinnar“ svokölluðu, þar sem kom í ljós að helsta aðgerð sitjandi ríkisstjórnar hafði haft verulega misskiptingu í för með sér. Hún var líka tilbúin fyrir kosningar.

Á sjálfan kosningadag tóku síðan fulltrúar í kjararáði, sem skipaðir voru að meirihluta af meðlimum ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi, ákvörðun um að hækka mánaðarlaun ráðherra um hálfa milljón og þingmanna um 340 þúsund krónur, án þess að kjósendur fengju að vita af því fyrr en eftir kosningar. Formaður ráðsins er til dæmis miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, og Bjarni Benediktsson handvaldi annan ráðsmann. Þannig var meðvitað komið í veg fyrir að kjósendur gætu tekið afstöðu til þess hvort þeir væru sáttir við 44 prósent hækkun á þingfararkaupi, á meðan þeir sjálfir væru beðnir um að gæta hófs í launakröfum sínum.

Þetta er ekki bara siðferðislegt spursmál, heldur praktískt. Í faglegu og siðlegu samfélagi er þess gætt að fólk fái viðeigandi upplýsingar þegar það tekur ákvarðanir.

Leynd í þágu föður formannsins 

Í dag hefur síðan komið í ljós hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér út fyrir lög til að koma í veg fyrir að upplýsingar komi fram sem eru óþægilegar og vandræðalegar fyrir flokkinn.

Dómsmálaráðherrann Sigríður Andersen ákvað að neita að veita upplýsingar um hverjir hafa fengið uppreist æru, og hverjir þeirra „valinkunnu“ meðmælendur eru. 

Bjarni Benediktsson hefur fært rök með því að veita uppreist æru, sagt að farið hafi verið að öllum lögum og sagt að allir ættu rétt á öðru tækifæri. Hann sagði ranglega að barnaníðingur sem fékk uppreist æru hefði fengið hefðbundna meðferð, þegar hann fékk í reynd undanþágu. 

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengu síðan af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar nefndarmenn fengu þær upplýsingar sem Sigríður Andersen neitaði að veita almenningi. 

Allar þeirra aðgerðir í málinu sjást nú í öðru ljósi, þar sem þær voru á endanum til þess fallnar að koma í veg fyrir óþægilega umræðu fyrir föður formannsins og flokkinn allan.

Þau bara komust ekki upp með það

Þau reyndu hvað þau gátu til að halda þessu leyndu.

Ef Stundin hefði ekki náð upplýsingum um að Hjalti Sigurjón Hauksson hefði hlotið uppreist æru, hefði málið ekki komist inn í umræðuna.

Ef ekki væri fyrir ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kvað á um að birta ætti upplýsingarnar, og ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ákvarðanir nefndarinnar eru endanlegar og geta ekki verið hindraðar af ráðherrum, hefðu upplýsingarnar aldrei komið fram. Við hefðum aldrei vitað að þau væru að vernda föður forsætisráðherrans og leyna sínu eigin vanhæfi í málinu.

Stundin hefur undanfarið sent fyrirspurnir á dómsmálaráðuneytið, sem er undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, um aðila tengdan forsætisráðherra sem er á meðal meðmælenda. Ráðuneytið svaraði ekki fyrirspurninni, þrátt fyrir ítrekanir. Í dag fengust engin svör frá upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði skyldað ráðuneytið til að veita slíkar upplýsingar. 

Þau notuðu ríksvaldið, sem þeim var treyst fyrir, til þess að vernda eigin hagsmuni á kostnað heilbrigðs lýðræðissamfélags.

Þau misnotuðu ríkið. 

Hver eru mörk óheiðarleikans?

Gjörðir Sjálfstæðisflokksins skapa vantraust í samfélaginu. Því fólk hlýtur að spyrja sig: Hvar annars staðar eru þau óheiðarleg? Hvað fleira fáum við ekki að vita?

Það eru mörg grunsamleg dæmi: Hvernig dómsmálaráðherrann handvelur dómara í Landsrétt, hvernig formaðurinn og ættingjar hans hafa haft vit á að selja verðbréf stuttu fyrir hrun þegar aðrir höfðu það ekki, hvernig ráðherra hefur skipt sér af lögreglurannsókn á eigin gjörðum, hvernig annar ráðherra ruglaði saman reytum við hagsmunaaðila í Kínaferð, hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur eru hundsaðar eða loforð um þær svikin, hvernig maki annars ráðherra var með hátt í milljarð í kúlulán frá banka, hvernig þau sóttu stórfellda styrki til banka skömmu fyrir gildistöku laga sem kváðu á um gagnsæi og svo framvegis - og svara ekki hvort þau hafi endurgreitt þá eins og þau lofuðu. Svo ekki sé minnst á ábyrgðarleysið, að taka ekki ábyrgð nema þá sjaldan að fullreynt er að leyna, grafa og afneita.

Þegar flokksforysta býr yfir slíkum óheiðarleika er ekki skrítið að hún láti fjölmiðla veikjast þannig að þeir eru yfirteknir af leppum og/eða hagsmunaaðilum og/eða stýrt af fyrrverandi formanni flokksins eða að hún láti hjá líða að uppfæra innleiða þegar tilbúna uppfærslu á hegningarlögum, sem kveða núna á um harðar refsingar fyrir tjáningu orð. 

Við eigum betra skilið en þennan óheiðarleika, en sagan sýnir að við verðum að sækja það sjálf. Fyrsta skrefið er að láta af meðvirkni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
3

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
4

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·
„Ég vil að þetta sé erfitt“
5

„Ég vil að þetta sé erfitt“

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
6

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·

Mest deilt

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
3

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
4

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins
5

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
6

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·

Mest deilt

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
2

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
3

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
4

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins
5

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“
6

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
2

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
3

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
5

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen
6

Móðir og forsjárforeldri

Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
2

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
3

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans
5

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen
6

Móðir og forsjárforeldri

Opið bréf til Sigríðar Á. Andersen

·

Nýtt á Stundinni

Ekki bara strákar sem skeita

Ekki bara strákar sem skeita

·
Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

Úrvinda í minnst metna starfi samfélagsins

·
„Ég vil að þetta sé erfitt“

„Ég vil að þetta sé erfitt“

·
Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

Eigandi Hótel Adam við Júlíus Vífil: „Þú ert lagður í einelti“

·
Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

·
Björn Leví segir breikkun Suðurlandsvegar sýna hversu stóran þátt kjördæmapólitík leiki

Björn Leví segir breikkun Suðurlandsvegar sýna hversu stóran þátt kjördæmapólitík leiki

·
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

·
Hundrað grindhvalir drepnir í dag

Hundrað grindhvalir drepnir í dag

·
Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·