Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Flækjusagan

Fögr loptsjón og vígahnöttr

Illugi Jökulsson fann „vígahnött“ í Þjóðólfi fyrir 151 ári

Vígahnöttur var á ferðinni yfir landinu síðastliðna nótt og sást víða að. Mörgum þótti greinilega orðið „vígahnöttur“ vera nokkuð framandlegt yfir það sem yfirleitt er einfaldlega kallaður loftsteinn, en sannleikurinn er sá að þetta orð er gamalkunnugt.

Af handahófi birti ég hér frétt úr Þjóðólfi 27. nóvember 1866, þar sem Páll Melsteð segir frá einu miklu loftsteinaregni sem þá hafði greinilega átt sér stað tveim vikum fyrr.

„Að kvöldi 13. þessa mánaðar sást hér fögr loptsjón og vil ég með nokkrum orðum geta hennar hér og síðan leiða athygli manna lítið eitt að því efni.

Þetta sama kveld var veðr bjart í lopti, en ský eða þokubakkar niðr við fjöll og sjóndeilrdarhring, frost nokkurt og föl á jörðu. Nætrverðir bæarins komu á strætin kl. 10 um kveldið og tóku þegar eptir því, að stjörnvhröp í frekara lagi sáust um austrloptið; aðrir menn sátu inni og vissu svo eigi hvað úti gjörðist.

Þessi stjörnuhröp fóru alltaf vaxaudi, og þegar kom fram um 11. stund voru þau mörg á lopti í einu, ofar og neðar í lopti og til beggja hliða; þá urðu nokkrir aðrir menn hér í bænum þessa varir, og horfðu á um stund; hér um bil kl. 12 stóð þetta sem hæzt, en síðan fór það heldr mínkandi, og kl. 1 fór veðr að þykkna; þó sáu nætrverðir Ijósglampana við og við fram til kl. 4 um nóttina.

Öll þessi loptljós komu úr norðaustri (landnorðri) og flugu upp á loptið til suðvestrs (útsuðrs), komust sum eigi nema nokkra leið upp á loptið, en sum upp á háhvolfið og eyddust þar. Öll voru þau smá, eins og venjuleg stjörnuhröp, nema eitt, það var allmikill eldhnöttr (vígahnöttr?), og lýsti mjög af, er hann þaut upp á loptið, en þar hvarf hann; eigi heyrðu þeir þyt eða bresti til þessara loptsjóna, en mjög hafði sjón þessi verið fögr, og líkast til að sjá einsog ótal flugeldum (Raketter) væri skotið upp af litlu svæði á norð-austrloptinu.

Nóttina þar á undan höfðu nokkur af þessum flugljósum sézt eins og að undanförnu í vetr, en aldrei þykjast þeir, sem á horfðu, hafa séð neitt þessu líkt.

Það eru mikil líkindi til að þessi sjón hafi víðar sézt hér á landi, og væri æskilegt, að þeir, sem hafa verið svo heppnir að sjá hana, vildu senda til blaðanna skýrslu um það, og sömuleiðis ef þeir hefðu séð slíkt að undanförnu.

En hvað vita menn nú um þesskyns loptsjónir, sem hér er um að ræða? ... Vér köllum þetta stjörnuhrap, þegar það er eigi stærra til að sjá en stjarna, en eldhnetti eða vígahnetti og vígabranda, þegar það er stærra ...

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina