Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Áslaug segir ESB verða að líta í eigin barm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, fullyrðir að fyrst nú sé Evrópusambandið að viðurkenna að Bretar séu á útleið úr sambandinu. Hún gagnrýnir forseta framkvæmdastjórnar ESB á Twitter.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, gagnrýnir stefnuræðu Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem hann hélt á Evrópuþinginu í morgun. Telur Áslaug að Evrópusambandið þurfi að líta í eigin barm og endurskoða það fyrirkomulag sem nú er við lýði. „Loksins viðurkennt að UK sé að fara en ekki viðurkennt að þurfi að líta í eigin barm,“ skrifar Áslaug á Twitter. Þá útskýrir hún mál sitt með eftirfarandi hætti:

„Ég meina hvort þau teldu sig þurfa að endurskoða ESB að einhverju leyti eftir að niðurstaða Breta varð Brexit. Afhverju, er ESB td orðið of stórt, of viðamikið, tekur það of margar ákvarðanir fyrir þjóðþingin, eða hvort þetta hvetji þau í að verða enn stærra samband með enn fleira sameiginlegt. Ég td velti stundum fyrir mér eins og með lagasetningu ESB um rafrettur - lítið og ómerkilegt dæmi, en áhugavert að svona litlar ákvarðanir um hertari boð og bönn séu tekin á Evrópustigi en ekki ákvarðanir einstaka þjóða eða jafnvel sveitarfélaga.“ 

Juncker hefur oft tjáð sig um þá staðreynd að Bretar ætli að segja sig úr Evrópusambandinu og meðal annars tekið skýrt fram að Bretlandi verði ekki refsað fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra. Í stefnuræðu sinni í morgun gerði Juncker sérstaklega að umtalsefni að Evrópusambandið ætti ekki að skipta sér af daglegu lífi borgaranna, setja reglugerðir um allt og alla eða taka fram fyrir hendurnar á þjóðþingum með mörgum og stórum ákvörðunum. Þannig var málflutningur Junckers í anda svokallaðrar nálægðar- eða dreifræðisreglu Evrópusambandsins sem felur í sér vörn gegn miðstýringu og er ætlað að tryggja valddreifingu milli aðildarríkja.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina