Pistill

Á Austurvöll við þingsetningu klukkan 13.30 á morgun

Illugi Jökulsson ætlar að mæta til þingsetningar á morgun

Vonandi verður sem fyrst skipulagður útifundur á Austurvelli á morgun - klukkan 13.30 þegar þing verður sett.

Ég mun alla vega mæta.

Því nú hefur afgönsku feðginunum Abrahim og Haniye verið tjáð að þau verði flutt úr landi á fimmtudaginn.

Og jafnframt að þau kunni að verða handtekin fyrir þann tíma, væntanlega ef þau sýna á einhvern hátt merki þess að reyna að fara í felur.

Auðvitað er þetta blaut tuska ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Benedikts Jóhannessonar, Óttars Proppé, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Sigríðar Andersen, Bjartrar Ólafsdóttur, Þórdísar K. R. Gylfadóttur, Þorsteins Víglundssonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Jóns Gunnarssonar fram í allt fólk í þessu landi sem hafði vonað að hægt yrði að fá þau til að sýna mannúð.

Þetta fólk á greinilega enga mannúð. Ekkert þeirra - því þau geta hæglega stoppað þetta, hvert og eitt þeirra.

En þetta er samt annað og meira en blaut tuska framan í okkur.

Þetta er kjaftshögg, rothögg framan í ellefu ára gamla stúlku og föður hennar.

Og þetta má ekki gerast.

Mætum á Austurvöll og mótmælum á morgun þegar þing verður sett.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Mest lesið í vikunni

Pistill

Enn meiri spilling af völdum Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Víðir bóndi í stríði gegn laxeldinu: „Hrafninn eyðilagði hér 80 rúllur“

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“