Fréttir

Áslaug Karen tilnefnd til verðlauna fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir verðlaun á degi íslenskrar nátturu. Blaðakona Stundarinnar er tilnefnd fyrir að hafa „fjallað á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum“.

Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðakona Stundarinnar, er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir fréttaskýringar sínar um loftslagsmál sem birtust í blaðinu í vor og snemma sumars.

Verðlaunin verða veitt þann 15. september í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, en dómnefnd tilnefndi fjóra til verðlaunanna á föstudag.

Auk Áslaugar eru tilnefnd þau Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamenn á RÚV, Ævar Þór Benediktsson, oftast kallaður Ævar vísindamaður, og Birgir Þór Harðarson, blaðamaður á Kjarnanum. 

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Áslaug Karen hafi fjallað á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum.

„Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.“

Rökstuðning dómnefndar í heild má lesa hér að neðan:

Áslaug Karen Jóhannsdóttir er tilnefnd fyrir fréttaskýringar um loftslagsmál í Stundinni, apríl – júní 2017. Áslaug Karen fjallaði á vandaðan og eftirtektarverðan hátt um stöðu Íslendinga í loftslagsmálum. Í greinunum rýnir Áslaug m.a. í pólitíska stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda í málaflokknum og fjallar ítarlega um helstu mengunarvalda og leiðir til að draga úr vægi þeirra.

Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir eru tilnefndar fyrir fréttaskýringar fréttastofu RÚV um loftslagsmál, janúar – febrúar 2017. Fréttastofa RÚV hélt á lofti markvissri umfjöllun með vönduðum fréttum og fréttaskýringum í umsjón þeirra Bergljótar, Sunnu og Arnhildar um viðhorf, breytingar og afleiðingar loftslagsbreytinga með aðgengilegri framsetningu fyrir áhorfendur.

Birgir Þór Harðarson er tilnefndur fyrir umfjöllun um loftslagsmál í Kjarnanum, veturinn 2016 - 2017. Birgir hefur fjallað ötullega um loftslagsmál með umfjöllun um innlenda sem erlenda þróun loftslagsmála á síðum Kjarnans.

Ævar Þór Benediktsson er tilnefndur fyrir fjölbreytta umfjöllun um náttúru og umhverfismál í þáttunum Ævar vísindamaður á RÚV, janúar – mars 2017. Ævar fjallaði á skemmtilegan, fjölbreyttan og frumlegan hátt um málefni umhverfis og náttúru fyrir yngri kynslóðina.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Mest lesið í vikunni

Pistill

Enn meiri spilling af völdum Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Víðir bóndi í stríði gegn laxeldinu: „Hrafninn eyðilagði hér 80 rúllur“

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“