Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi

Þver­póli­tísk nefnd um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi á að skila af sér til­lög­um í vet­ur. Við­reisn vill byggja á samn­ing­um milli rík­is­ins og út­gerð­ar­inn­ar á einka­rétt­ar­leg­um grunni og taka mið af frum­varps­drög­um Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar frá síð­asta kjör­tíma­bili og vinnu starfs­hóps Guð­bjarts Hann­es­son­ar

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi
Gjaldtaka í sjávarútvegi til skoðunar Þverpólitísk nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi á að skila frumvarpsdrögum fyrir jól. Mynd: Pressphotos

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, vonar að nefndin geti komið sér saman um fyrirkomulag þar sem gerðir verði langtímasamningar milli útgerðarinnar og ríkisins á einkaréttarlegum grunni en jafnframt tryggt að gjaldtaka fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar endurspegli arðsemi greinarinnar á hverjum tíma. 

 

Vill málamiðlunHanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur lagt fram tillögu að umræðugrundvelli sem byggir á vinnu fyrri ríkisstjórnar og markaðssjónarmiðum Viðreisnar.

„Ég hef lagt fram á fundi nefndarinnar minnisblað með hugmynd að umræðugrundvelli,“ segir Hanna Katrín í samtali við Stundina og bætir því við að hugmyndin byggi að hluta til á sjónarmiðum sem Viðreisn hefur haldið á lofti en taki jafnframt mið af vinnu starfshóps Guðbjarts Hannessonar úr tíð vinstristjórnarinnar og frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar frá síðasta kjörtímabili. „Hugmyndin er á þessu stigi ekki nákvæmlega útfærð, en einfaldlega hugsuð sem framlag til málamiðlunar, meðal annars með hliðsjón af því sem unnið hefur verið að í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna,“ segir Hanna Katrín. 

Frumvarpsdrög Sigurðar Inga um fiskveiðistjórnun vöktu hörð viðbrögð árin 2014 og 2015, en þar var lagt til að gerðir yrðu nýtingarsamningar til 23 ára við núverandi handhafa aflaheimilda. Niðurstaða starfshóps Guðbjarts Hannessonar, sem einnig fól í sér samningaleið í sjávarútvegi, var einnig umdeild. Raunar vék vinstristjórnin í veigamiklum atriðum frá niðurstöðum þeirrar nefndar þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða árið 2012. Þar var byggt á úthlutun nýtingarleyfa fremur en að gerðir yrðu einkaréttarlegir samningar milli ríkisins og útgerðarinnar. Þótti ráðstöfun nýtingarleyfa til afmarkaðs tíma betur til þess fallin en samningar að tryggja eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.

Augljóst að auðlindin sé þjóðareign

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í nefndinni um gjaldtöku í sjávarútvegi, skrifaði nýlega pistil í Kjarnann þar sem hún gagnrýndi að í tillögu Viðreisnar innan nefndarinnar væri ekki fjallað um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni heldur byggt á þeirri nálgun að gerðir yrðu samn­ingar milli útgerð­ar­innar og rík­is­ins á einka­rétt­ar­legum grunni. 

Hanna Katrín segist ekki hafa lagt fram formlega tillögu heldur minnisblað. „Að sjálfsögðu er gengið út frá því að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar! Það er svo augljóst að það þarf ekki að tiltaka það sérstaklega í vinnuskjali sem þessu,“ segir hún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Þær tillögur sem hugmyndin byggir á eiga það sameiginlegt að endurgjald komi fyrir tímabundin veiðiréttindi. Tilgangurinn með afmörkun veiðiréttinda til ákveðins tíma er fyrst og fremst að ná efnislegri, og í verki, viðurkenningu á þjóðareigninni. Ég áttaði mig hreinlega ekki á því að einhverjir nefndarmanna gætu misskilið þetta.“

Þá tekur hún fram að í minnisblaði sínu sé orðrétt fjallað um „sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar“. 

Betra að byggja á leyfum en samningum

Svandís Svavarsdóttir segir í samtali við Stundina að sér finnist lykilatriði að nefndin nái samstöðu um að innleiða auðlindaákvæði í stjórnarskrá og festa þannig varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni. Þetta sé í raun frumforsenda þess að hægt sé að ná sátt um skynsamlega útfærslu á gjaldtöku í sjávarútvegi til frambúðar. 

 

Þjóðareignarákvæði grundvallaratriðiSvandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að festa varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni.

Hún bendir líka á að í tíð vinstristjórnarinnar hafi á endanum verið lagt upp með að koma á fyrirkomulagi einhliða „leyfa“ eða úthlutunar til afmarkaðs tíma með afmörkuðum skilyrðum, frekar en tvíhliða „samningum“. Sterk rök hefðu hnigið að því að þetta væri betri aðferð til að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni heldur en samningar á einkaréttarlegum grunni.

Starfsmaður nefndarinnar segir veiðigjöld aldrei verða meiriháttar tekjustofn

Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og ráðgjafi nefndarinnar um gjaldtöku í sjávarútvegi, sagði nýlega í viðtali við Fiskifréttir að veiðigjöld yrðu „aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkið“ og að fólk hefði gert sér grillur um umfang rentunnar í íslenskum sjávarútvegi. Daði var einn af stjórnarmönnum Viðreisnar við stofnun flokksins í fyrra og er nú varamaður í stjórninni. Fyrir síðustu þingkosningar kynnti Viðreisn kosningaloforð um stórfellda aukningu innviðafjárfestinga sem fjármögnuð yrði með því að afla ríkissjóði árlega 15 til 20 milljarða tekna úr sjávarútvegi með uppboði aflaheimilda. 

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók til starfa í byrjun árs 2017 varð ljóst að ekki yrði látið reyna á uppboðsleiðina. Hins vegar skipaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, þingmannanefnd sem falið var að leita leiða til sanngjarnrar gjald­­töku fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson, en

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár