Viðtal

„Áfallið situr í líkamanum“

Alvarlegar andlegar, félagslegar og líkamlegar afleiðingar hljótast af kynferðisofbeldi í æsku. Konur beina sársaukanum inn á við og verða líkamlega veikar, jafnvel öryrkjar, á meðan karlar beina honum út sem brýst út með andfélagslegri hegðun og jafnvel afbrotum. Dr. Sigrún Sigurðardóttir kallar á eftir þverfaglegu þjóðarátaki gegn kynferðislegu ofbeldi.

„Þetta eru verstu brotin,“ segir dr. Sigrún Sigurðardóttir, lektor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, um kynferðisofbeldi gegn börnum, en hún hefur síðastliðin þrettán ár rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku. Hún segir erfitt að sjá menn í valdastöðum, líkt og Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, gera lítið úr kynferðisbrotum gegn börnum og segja að til séu verri brot. Því fá brot hafi jafn alvarlegar félagslegar, andlegar og líkamlegar afleiðingar á brotaþola og að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn eða unglingur.

Berskjölduð fyrir fleiri áföllum

Sigrún starfaði áður sem lögreglukona. Í störfum sínum varð hún vitni að öllum tegundum ofbeldis, en hún sá það ekki sem heilbrigðisvandamál fyrr en hún skipti um vettvang og fór að læra hjúkrun og síðar heilbrigðisvísindi. „Í náminu fór ég á fyrirlestur á Ólafsfirði þar sem þolandi, kona sem hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi, sagði frá því hvernig heilsan hrundi í kjölfar áfallsins. Við heyrum oft ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið