Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mathöll rís á Hlemmi

Ný mat­höll hef­ur opn­að á Hlemmi, en þar er að finna tíu mat­sölustaði sem bjóða upp á allt frá smur­brauði til græn­met­is­fæðu.

Í byrjun september voru opnaðir síðustu tveir matsölustaðirnir í Hlemmi Mathöll, en þeir eru núna tíu samtals. Lengi vel hafa matgæðingar látið sig dreyma um að fá mathöll í evrópskum stíl til landsins, eins og Torvehallerne í Kaupmannahöfn, en það var ekki fyrr en Reykjavíkurborg auglýsti eftir tillögum að nýtingu Hlemm-reitsins sem að sá draumur varð að veruleika. Rekstraraðilar Mathallarinnar leigja húsnæðið og torgið af Reykjavíkurborg.

Opnun Mathallarinnar hefur ítrekað tafist og segir framkvæmdastjóri hennar, Ragnar Egilsson, að fólk hafi of oft verið of yfirlýsingarglatt og talið sig vera komna á síðustu metrana þegar enn var langt í land, en á endanum hafi þetta tekist.

Hann segir forsprakka hallarinnar hafa sífellt rekist á úreltar reglugerðir og þurft að sækja um fjöldann allan af leyfum. „Þetta er algjörlega nýtt á íslenskum markaði, og það þurfti að breyta ýmsum reglum og viðmiðum að okkar þörfum áður en við gátum opnað, en þetta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu