Fréttir

Forstjóri Salmar: Laxeldið á Íslandi er líka sjálfbært

Forstjóri stærsta hagsmunaaðilans í íslensku laxeldi, Salmar AS, segir að aflandseldi á laxi sé bara viðbót við strandeldi eins og Salmar stundar á Íslandi.

Strandeldi áfram í aðalhlutverki Trond Williksen segir að strandeldi á eldislaxi muni verða aðalframleiðsluaðferðin á eldislaxi í komandi framtíð og að aflandseldi sé bara viðbót við þá framleiðslu. Mynd: Laxeldi

Notkun á úthafseldiskvíum í laxeldi er bara viðbót við laxeldi í fjörðunum í Noregi og Íslandi, segir Trond Williksen, forstjóri Salmar AS, stærsta hagsmunaaðilans í íslensku laxeldi í viðtali við Stundina.  „Framleiðsla á laxi við strendur landa er einhver umhverfisvænasta aðferð sem til er til að framleiða dýraprótein. […] Að okkar mati er laxeldi við strendur landa og í fjörðum sjálfbært svo lengi sem það er innan þess ramma sem það er í dag. Hins vegar er möguleikinn á vexti nálægt ströndinni takmarkaður og við viljum hefja úthafseldi til að þróa laxeldið lengra,“ segir Trond, sem svaraði spurningum blaðsins skriflega í tölvupósti.

Salmar á 34 prósenta hlut í Arnarlaxi á Bíldudal í gegnum norska hlutafélagið Arnarlax AS. Arnarlax er langstærsta laxeldisfyrirtæki Íslands eftir sameiningu við Fjarðalax í fyrra.

Úthafseldi sjálfbærara

Eins og Stundin hefur greint frá tekur Salmar AS í notkun ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið