Fréttir

Lífeyrissjóðirnir seldu hlut sinn í Klíníkinni

Lífeyrissjóðirnir högnuðust á fjárfestingunni í fyrirtæki, Evu Consortium, sem sérhæfir sig í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Viðskipti með fasteignina í Ármúla 9 bjuggu til 150 milljóna arð fyrir sjóðina.

Fjárfest í einkavæðingu Kjölfesta fjárfesti í Evu Consortium árið 2014 og hagnaðist um rúmlega 60 milljónir á fjárfestingunni. Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir sjást hér með fyrrverandi framkvæmdastjóra Kjölfestu, Kolbrúnu Jónsdóttur.

Fjárfestingarfélagið Kjölfesta, sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, hefur selt hlutabréf sín í fyrirtækinu Eva Consortium sem er móðurfélag einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar. Þetta kemur fram í ársreikningum Kjölfestu og Evu fyrir síðasta ár.  Kjölfesta, stærstu hluthafar hvers eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Stapi, fjárfesti í Evu Consortium árið 2014, fyrir opnun Klíníkurinnar en Eva rak þá heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum meðal annars.

Framkvæmdastjóri Kjölfestu, Valdimar Svavarsson, segir að hlutabréfin sem Kjölfesta átti í Evu – um 20 prósenta hlutur – hafi verið seld til hinna eigenda félagsins. Aðrir hluthafar eru eignarhaldsfélög í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. „Kjölfesta keypti á sínum tíma hlut í Evu og var þarna í einhver tvö ár. Þessi sjóður er með skamman líftíma og verður leystur upp 2019. Sjóðurinn fjárfestir aðallega í óskráðum félögum. Í október í fyrra seldi félagið hlut sinn í félaginu og það er ekkert annað á bak ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Mest lesið í vikunni

Pistill

Enn meiri spilling af völdum Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Víðir bóndi í stríði gegn laxeldinu: „Hrafninn eyðilagði hér 80 rúllur“

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“