Fréttir

Lífeyrissjóðirnir seldu hlut sinn í Klíníkinni

Lífeyrissjóðirnir högnuðust á fjárfestingunni í fyrirtæki, Evu Consortium, sem sérhæfir sig í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Viðskipti með fasteignina í Ármúla 9 bjuggu til 150 milljóna arð fyrir sjóðina.

Fjárfest í einkavæðingu Kjölfesta fjárfesti í Evu Consortium árið 2014 og hagnaðist um rúmlega 60 milljónir á fjárfestingunni. Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir sjást hér með fyrrverandi framkvæmdastjóra Kjölfestu, Kolbrúnu Jónsdóttur.

Fjárfestingarfélagið Kjölfesta, sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, hefur selt hlutabréf sín í fyrirtækinu Eva Consortium sem er móðurfélag einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar. Þetta kemur fram í ársreikningum Kjölfestu og Evu fyrir síðasta ár.  Kjölfesta, stærstu hluthafar hvers eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Stapi, fjárfesti í Evu Consortium árið 2014, fyrir opnun Klíníkurinnar en Eva rak þá heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum meðal annars.

Framkvæmdastjóri Kjölfestu, Valdimar Svavarsson, segir að hlutabréfin sem Kjölfesta átti í Evu – um 20 prósenta hlutur – hafi verið seld til hinna eigenda félagsins. Aðrir hluthafar eru eignarhaldsfélög í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. „Kjölfesta keypti á sínum tíma hlut í Evu og var þarna í einhver tvö ár. Þessi sjóður er með skamman líftíma og verður leystur upp 2019. Sjóðurinn fjárfestir aðallega í óskráðum félögum. Í október í fyrra seldi félagið hlut sinn í félaginu og það er ekkert annað á bak ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið