Fréttir

Kostnaður vanáætlaður um milljarða

Fjárlög ársins 2017 voru samþykkt í miklum flýti, en kostnaður vegna almannatrygginga og heilbrigðis- og hælismála virðist hafa verið vanáætlaður um á annan tug milljarða.

Fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram og samþykkt, en Haraldur Benediktsson var formaður fjárlaganefndar. Mynd: Alþingi

Kostnaður vegna útlendingamála var rúmum milljarði meiri á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Samkvæmt afkomugreinargerð ríkissjóðs sem fjármálaráðuneytið birti á dögunum voru fjárheimildir verulega „vanáætlaðar í fjárlagagerð í ljósi fordæmalausrar fjölgunar hælisumsókna á síðustu mánuðum ársins 2016“.

Útlendingastofnun birtir nákvæma tölfræði um fjölda hælisumsókna í hverjum mánuði. Þá fékk fjárlaganefnd Alþingis ítarlega kynningu frá fulltrúum innanríkisráðuneytisins á fjárþörf vegna hælisumsókna og þjónustu við hælisleitendur þann 12. desember síðastliðinn.

Dregnar voru upp þrjár sviðsmyndir. Í einni þeirra var áætlað að fjárvöntunin, miðað við frumvarpið sem þá lá fyrir, næmi meira en 2 milljörðum á árinu. Bjartsýnni spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljarða og 892 milljóna fjárvöntun. Nú er ljóst að framúrkeyrslan aðeins á fyrri hluta ársins er 1200 milljónir.

Kostnaður vegna almennrar sjúkrahússþjónustu, lyfjakaupa, innleiðingar nýs greiðsluþátttökukerfis sjúklinga og bóta til öryrkja og ellilífeyrisþega var einnig vanáætlaður um samtals 6 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2017 samkvæmt rekstraryfirliti Fjársýslu ríkisins. Út frá þeim upplýsingum sem gefnar eru má ætla að kostnaður hins opinbera vegna málaflokkanna hafi verið vanáætlaður um vel á annan tug milljarða á fjárlagaárinu í heild. 

Fjárlögin afgreidd í flýti

Eins og Stundin hefur áður bent á voru fjárlög ársins afgreidd í miklum flýti. Allar þrjár umræðurnar um fjárlagafrumvarp ársins 2017 tóku aðeins um 12 klukkustundir en rætt var um fjárlög síðasta árs í um það bil 100 klukkustundir. Venjulega er fjárlagafrumvarpi útbýtt annan þriðjudag í september en fjárlagafrumvarp ársins 2017 var ekki lagt fram fyrr en 6. desember vegna óvenjulegra aðstæðna í kjölfar þingkosninga. Þrátt fyrir þetta var ekki talin þörf á að þingið starfaði milli jóla og nýárs og ákvað fjárlaganefnd að takmarka mjög fundarhöld með fulltrúum stofnana.

 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var gríðarlegt kapp lagt á að rumpa þingstörfum og fjárlagavinnunni af svo þingmenn kæmust í langt frí og þyrftu ekki að mæta til vinnu milli jóla og nýárs. Fjárlögin voru samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins 22. desember en aðrir þingflokkar sátu hjá. 

Nú liggur fyrir að útgjöld ríkisins voru 12,6 milljörðum meiri á fyrri hluta ársins en gert var ráð fyrir þegar Alþingi lögfesti fjárheimildir í desember. Skatttekjur og tryggingagjöld voru 4,7 milljörðum undir áætlun, einkum vegna neikvæðs fráviks í tekjuskatti einstaklinga upp á 8,7 milljörðum sem skýrist af endurgreiðslum vegna uppgjörs á tekjuskatti ársins 2016 sem voru í júní en ekki júlí eins og áætlun hafði gert ráð fyrir. Á móti kemur jákvætt frávik í virðisaukaskatti upp á 5,5 milljarða sem skýrist af miklum vexti einkaneyslu auk þess sem fjármagnstekjur hins opinbera voru 4,4 milljörðum yfir áætlun, aðallega vegna arðgreiðslna frá Landsbankanum og Íslandsbanka.

Gerðu ekki ráð fyrir stjórnarskiptum

Ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna ríkisstjórnarskipta þegar fjárlögin voru samþykkt þrátt fyrir að stjórnarmyndunarviðræður væru í gangi um það leyti sem frumvarpið var lagt fram og fyrir lægi að ný ríkisstjórn yrði mynduð hvað og hverju.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Úttekt

Ótrúlegur ráðherraferill Sigríðar Andersen: Lögbrot, leyndarhyggja og harka gagnvart hælisleitendum

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Mest lesið í vikunni

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins