Mest lesið

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
1

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
3

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
4

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
6

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar
7

Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar

·
Stundin #89
Mars 2019
#89 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 22. mars.

Jón Trausti Reynisson

Blokkeraður af Jóni Gnarr

Þegar einn áhrifamesti íslenski stjórnmálamaður síðari tíma blokkerar mann vakna spurningar.

Jón Trausti Reynisson

Þegar einn áhrifamesti íslenski stjórnmálamaður síðari tíma blokkerar mann vakna spurningar.

Blokkeraður af Jóni Gnarr
Útilokun Greinarhöfundur var blokkeraður.  Mynd: Twitter

Ég hafði aldrei verið blokkeraður áður. Eða í það minnsta ekki þannig að ég tæki eftir því. 

Um daginn tók ég eftir því að fyrrverandi stjórnmálamaður hafði blokkerað mig á Twitter. Ég sá það fyrir tilviljun.

Fyrsta tilfinningin sem ég fékk var undrun. Því næst leið mér ósjálfkrafa eins og það væri verið að útiloka mig. Ég upplifði skömm. Það rifjaðist upp gömul, sár minning úr bernsku þegar krakkarnir skilja mann útundan. En svo skildi ég að þetta snerist ekki um mína bresti.

Útilokunin

Skömmu áður en ég varð áskynja þessara örlaga minna höfðu birst fréttir af því að varaþingmaður Pírata hefði verið blokkeraður af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mér fannst ólýðræðislegt af forsætisráðherra að blokkera hann. En Trump Bandaríkjaforseti gerir þetta líka. Hann blokkeraði fyrirsætu í sumar af því að hún sagði að engum líkaði við hann. En ég hef aldrei sagt neitt slíkt um þann sem blokkeraði mig.

Sá sem blokkeraði mig er málsmetandi maður og þótti hafa bylt íslenskum stjórnmálum. Hann var nýi tíminn, ekki þetta gamla. Um daginn var hann í viðtali við DV þar sem hann talaði um arfleifð sína. Hann sagði að sem maður í valdastöðu hafi hann viljað leyfa öllum að segja sína skoðun og hlusta á ólíkar raddir. Hann hafi sýnt að „venjulegt fólk megi skipta sér af stjórnmálum“.

Ástæðan

Ég veit ekki af hverju ég var blokkeraður. Eina skýringin sem mér hugkvæmist er Facebook-status hans fyrir nokkru síðan, þar sem hann kvartaði undan umfjöllun Stundarinnar, en ég er annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, sem báðir hafa verið blokkeraðir af honum. Stundin fjallaði í fyrra um viðbrögð fólks við ásökunum í nýrri bók mannsins og í viðtali við hann í blaði þar sem hann varð yfirmaður eftir að hann hætti í stjórnmálum. Hann var sem sagt yfirmaður hjá útgáfufyrirtækinu og fór í viðtal hjá dagblaði þess, í raun hjá undirmanni sínum. Það er erfitt að ætlast til þess að blaðamaður taki gagnrýnið viðtal við yfirmann útgáfufyrirtækisins.

Margar jákvæðar greinar hafa verið birtar um hann. Þegar hann ákvað að bjóða sig ekki fram til forseta birtum við á Stundinni viðtal við hann þar sem hann útskýrði ástæður sínar og aðrar fyrirætlanir. Hann sagðist frekar vilja breyta sjónvarpsdagskránni en heiminum. Og nú er hann búinn að breyta heiminum sínum. Útrýma mér og fleirum úr honum fyrir tengsl við einhverja gagnrýni á verk hans. Þetta gerist oft með tímanum hjá áhrifafólki, að það safnar í kringum sig já-röddum og útilokar gagnrýnendur.

Freki kallinn

Einn af þeim sem hafa kennt mér að hafa ekki áhyggjur af þessu er hann sjálfur. Hann sagði einu sinni sögu af áhrifamikilli manntegund á Íslandi sem þolir ekki gagnrýni, sem reynir að jaðarsetja fólk eða útilokar það: „Í hans augum eru allir, sem eru ekki sammála honum fífl og fávitar,“ skrifaði maðurinn sem blokkeraði mig og kynnti týpuna til sögunnar. „… Freki kallinn. Hann hefur mikil völd. Það eru fáir sem þora að andmæla honum, hvað þá að standa upp í hárinu á honum“.

Það er einmitt vandamálið með freka kallinn. Hvað ef allir gerðu þetta? Allir stjórnmála- og áhrifamenn sem yrðu óánægðir með umfjöllun fjölmiðla myndu bara blokkera starfsmenn fjölmiðlanna? 

Þakklæti

Í eina skiptið sem ég hef minnst á manninn á Twitter sagði ég að hann hefði verið besti borgarstjóri frá upphafi. Eftir það hef ég aldrei sagt nokkuð honum til hnjóðs. Ekki heldur fleira samstarfsfólk mitt sem hann hefur blokkerað frá því að sjá hann á samfélagsmiðlum.

Ég man að hugsaði að hann gæti orðið góður forseti, með engan valdhroka og þroskað og nútímalegt viðhorf til samfélags og lýðræðis. Hann myndi vera þetta Nýja-Ísland sem við höfum mörg verið að bíða eftir. 

En núna er ég feginn og þakklátur honum. Feginn að hann varð ekki forseti Íslands. Feginn að hann upplýsti mig svona. Feginn að hann sá sjálfur að hann ætti að hætta í stjórnmálum, áður en hann byrjaði að blokkera fólk og fjölmiðla, eins og Trump og Bjarni Ben. Áður en hann varð freki kallinn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
1

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
3

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
4

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
6

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar
7

Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
5

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
6

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
5

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
6

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Nýtt á Stundinni

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·
Villimennirnir

Hans Hansen

Villimennirnir

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Fátækt fólk

Illugi Jökulsson

Fátækt fólk

·
Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·