Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
7

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
8

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·

Sigurjón Kjartansson

„Kommakvikindin“

Til að einfalda heimsmyndina fórstu að notast við vinsælustu aðferðina sem notuð er til slíks: Þú fórst að alhæfa.

Sigurjón Kjartansson

Til að einfalda heimsmyndina fórstu að notast við vinsælustu aðferðina sem notuð er til slíks: Þú fórst að alhæfa.

Heimurinn sem þú fæðist inn í er mjög lítill og einfaldur. Eða þannig upplifir þú hann. Þú ert nefnilega nýfæddur og veist ekki betur. Hann er eiginlega bara brjóstin á mömmu þinni og einhver voða hugguleg vagga. Þú pissar. Þú kúkar. Þú drekkur mjólk úr brjóstum móður þinnar. Það er ekki flóknara en svo. Þú hefur engar forsendur aðrar en að vera ánægður með það sem að þér er rétt. Ef þú sýnir óánægju er það vegna þess að þú ert annaðhvort svangur eða þér er of heitt. Þú sérð fólk. Þetta er allt saman gott fólk. Þú veist ekki betur.

Svo ferðu að skilja ýmislegt og læra hvernig hlutirnir virka. Þú tekur fikt-tímabil þar sem þú káfar á öllu. Þarft að snerta allt og alla. Eftir því sem þú stækkar – stækkar heimurinn. En það er því miður ekki alltaf í jöfnum hlutföllum. Til að einfalda þennan flókna heim byrjarðu að koma þér upp skoðunum sem byggja kannski að litlu leyti á þinni eigin reynslu.

„Með þessa skoðun eldist þið vinirnir – en þroskist lítið – og verðið loks miðaldra karlrembur.“

Segjum að ellefu ára verðir þú skotinn í stelpu. Hún er kannski ekki skotin í þér, eða skotin í þér og kemur því einkennilega á framfæri að þínu mati. Hún spyr kannski spurninga sem þér finnst erfitt að svara. Þá byrjarðu að fá þá hugmynd að hún sé rugluð. Og kannski séu allar stelpur ruglaðar. Þessi hugmynd þín verður svo kannski að skoðun eftir því sem þú eldist. Það þarf alltaf að vera eitthvert vesen á stelpum. Af hverju eru þær ekki nákvæmlega eins og þú vilt að þær séu? Og þar sem strákavinir þínir eru stundum að hugsa það sama myndið þið ykkur sameiginlega skoðun á konum. Þær eru ruglaðar. Með þessa skoðun eldist þið vinirnir – en þroskist lítið – og verðið loks miðaldra karlrembur. Jafnvel þótt þið eignist konur og jafnvel dætur þá getið þið ekki hrist af ykkur þessa grunnskoðun á konum sem þið komuð ykkur upp þegar þið voruð ellefu ára.

Og þetta er vegna þess að ellefu ára var heimurinn of flókinn fyrir þig og til að einfalda heimsmyndina fórstu að notast við vinsælustu aðferðina sem notuð er til slíks: Þú fórst að alhæfa. Þú skildir ekki stelpuna og hún skildi þig ekki. Þess vegna skilurðu ekki konur.

Og eftir því sem þú eldist kemurðu þér upp alls konar skoðunum á hinu og þessu, byggðar á alhæfingum sem þessum. Við getum líka skipt stelpum út fyrir blökkumenn og gert þig að rasista. Þú skilur ekki samkynhneigð og kemur þér því upp hómófóbíu. Þú skilur ekki útlendinga almennt og verður xenófóbískur – kannski bara nasisti.

Ég á einn mjög sérstakan Facebook-vin. Ég man eftir honum frá því þegar ég var lítill. Hann er aðeins eldri en ég og ég var hálfhræddur við hann – því hann var talinn vera „villingur“. Hann lét kennarana heyra það og var ávallt til vandræða. Góður með sig og naut þess að hrella yngri krakka.

Nú er hann orðinn miðaldra maður og á það til að pósta upphrópanir um vinstri menn sem hann kallar „kommakvikindin“. Í kringum gleðigönguna póstaði hann eitthvað um „kynvillinga“ og annað miður smekklegt. Það er hins vegar svo sérlega skemmtilegt við lestur þessara pósta að viðbrögðin sem hann fær eru flest á einn veg. Fólki sem þykir vænt um hann kommentar í umvöndunartón og lýsir yfir áhyggjum af honum: „Þú ert alltof góður maður til að láta svona útúr þér“, „haltu þig í ljósinu“ og svo framvegis. En hann er í einhverjum ham. Hann langar að rífast og svarar bara þeim sem eru dónalegir á móti. Þetta er pínu sætt, en lýsir um leið manni sem hefur greinilega átt í basli með að ná utan um heiminn. Einhvers staðar á lífsleiðinni varð honum uppsigað við hina ýmsu hópa, mjög líklega samkynhneigða en þó aðallega vinstri menn að því er virðist. Hann hefur kannski séð í heimsfréttunum hvernig ríki sem kenndu sig við kommúnisma urðu að skelfilegum einræðisríkjum. Hann trúir á einstaklingsframtakið. Honum finnst kannski menn með kringlótt gleraugu asnalegir. Ég veit það ekki en eitthvað af þessu hefur fengið hann til að alhæfa um að allir vinstri menn séu „kvikindi“, „kommakvikindi“.

Einhvers staðar las ég reyndar að vísindamenn hefðu fundið út að hægri menn væru vitlausari en vinstri menn. Og það einmitt út af þessari ástæðu sem ég hef verið að benda á: hægri menn vilja einfalda heimsmynd sína. Vinstri menn hafa hins vegar tilhneigingu til að flækja hana með stöðugum bóklestri, ofhugsunum og endalausum umræðufundum. Svo eru þeir líka oft með asnalega trefla og gleraugu.

Og svo ég haldi áfram að alhæfa aðeins um vinstri menn, þá alhæfa þeir reyndar líka. Þeirra alhæfingar snúast gjarnan um að allt sé að fara til andskotans – venjulega út af einhverju sem hægri menn hafa gert.

Öll alhæfum við. Það er til dæmis mjög vinsælt að notast við alhæfingar þegar maður er að rífast við einhvern. Þá notast maður gjarnan við systurnar „Alltaf“ og „Aldrei“ og bróður þeirra sem heitir „Enginn“.

Þessi tilhneiging – að alhæfa – þarf kannski ekki endilega að vera merki um að maður sé vitlaus. Það er stundum auðveldara að ná utan um hluti og sjá skóginn fyrir trjánum með því að notast við alhæfingar. En þær mega helst ekki verða að lífssýn – því þá getur farið illa, eins og í dæminu um þennan vin minn þarna á Facebook.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·
Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

·