Fréttir

Ráðherrar svara of seint

Ráðherrar eiga enn eftir að svara 55 fyrirspurnum frá síðasta þingári en þeim ber skylda samkvæmt þingskaparlögum til að svara innan fimmtán daga.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga enn eftir að svara fyrirspurnum þingmanna frá síðasta þingári. Mynd: Pressphotos

Enn eiga ráðherrar eftir að svara miklum fjölda fyrirspurna þingmanna sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Þá hafa ráðherrar varið um 32 dögum að meðaltali í því að svara fyrirspurnum þegar þeim ber skylda samkvæmt þingskaparlögum að svara eigi síðar en fimmtán dögum eftir að fyrirspurn barst.

Á síðasta þingi lögðu þingmenn fram 299 fyrirspurnir og á enn eftir að svara 55 þeirra þrátt fyrir að síðustu fyrirspurnirnar hafi borist fyrir rúmum þremur mánuðum. Flestum fyrirspurnum úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eftir að svara, eða 15 fyrirspurnum. Meðal þeirra eru til dæmis fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um skipan dómara í Landsrétt og fyrirspurn Iðunnar Garðarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, um rannsóknir á vændiskaupum.

Þá eiga Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, báðir eftir að svara níu fyrirspurnum. Á meðal þeirra sem Benedikt á eftir að svara er fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um húsnæði ríkisstofnana, en fyrirspurnin var lögð fram þann 21. febrúar, eða fyrir rúmu hálfu ári og er sú elsta sem á eftir að svara. 

Engum ráðherra ríkisstjórnarinnar hefur tekist að fylgja eftir ákvæði þingskaparlaga um að svör skuli berast innan fimmtán daga og eru útistandandi fyrirspurnir hjá öllum ráðherrum. Best standa Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en þau eiga bæði eftir að svara einni fyrirspurn hvort.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“