Fréttir

Húsfélag braut lög þegar eftirlitsmyndavélum var fjölgað

„Eins og ég segi eru myndavélar nú við garð og alla innganga“.

Húsfélag í fjölbýlishúsi braut persónuverndarlög í fyrra þegar eftirlitsmyndavélum í sameign hússins var fjölgað án viðhlítandi kynningar og samráðs við íbúa. Þetta er niðurstaða Persónuverndar samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í sumar og birtist á vef stofnunarinnar í dag. 

Forsaga málsins er sú að íbúi kvartaði undan því að eftirlitsmyndavélum hefði verið fjölgað úr fjórum í níu. „Nú þegar eru komnar 9 eftirlitsmyndavélar um alla sameign. Hinar myndavélarnar voru settar upp í bílageymslu og [áttu] að koma í veg fyrir innbrot þar,“ segir í kvörtun íbúans sem telur að húsið hafi áður verið vel varið fyrir innbrotum, enda þyrfti þjófur að brjóta niður að minnsta kosti þrjár hurðir til að komast inn. „Eins og ég segi eru myndavélar nú við garð og alla innganga. Eftirlitsmyndavélar þessar eru settar upp án þess að það hafi verið tekið fyrir á aðalfundi eða á sérstökum fundi. Ekki var leitað [samþykkis] íbúa.“ 

Persónuvernd byggir niðurstöðu sína meðal annars á því að samkvæmt reglum stofnunarinnar um rafræna vöktun verði að gæta þess að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til og jafnframt gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra.

„Engin gögn hafa verið lögð fram í málinu sem sýna fram á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavélanna hafi verið tekin innan húsfélagsins fyrir uppsetningu nýju vélanna á árinu 2016,“ segir í úrskurði Persónuverndar. „Með vísan til þess telur Persónuvernd ljóst að sú vöktun, sem átti sér stað vegna fjölgunar eftirlitsmyndavéla í sameign [...], hafi ekki getað stuðst við fyrrgreindan 7. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 á þeim tíma.“

Bent er sérstaklega á að tillögu um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi ekki verið getið í fundarboði aðalfundar húsfélagsins 2017 og því sé ekki hægt að byggja á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi verið tekin á vettvangi húsfélagsins. Þá telur Persónuvernd ekki fullnægjandi að húsfélagið hafi kynnt endurnýjun myndavélakerfisins á Facebook og með merkingum við innganga og hurðir.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið