Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Húsfélag braut lög þegar eftirlitsmyndavélum var fjölgað

„Eins og ég segi eru myndavélar nú við garð og alla innganga“.

Húsfélag í fjölbýlishúsi braut persónuverndarlög í fyrra þegar eftirlitsmyndavélum í sameign hússins var fjölgað án viðhlítandi kynningar og samráðs við íbúa. Þetta er niðurstaða Persónuverndar samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í sumar og birtist á vef stofnunarinnar í dag. 

Forsaga málsins er sú að íbúi kvartaði undan því að eftirlitsmyndavélum hefði verið fjölgað úr fjórum í níu. „Nú þegar eru komnar 9 eftirlitsmyndavélar um alla sameign. Hinar myndavélarnar voru settar upp í bílageymslu og [áttu] að koma í veg fyrir innbrot þar,“ segir í kvörtun íbúans sem telur að húsið hafi áður verið vel varið fyrir innbrotum, enda þyrfti þjófur að brjóta niður að minnsta kosti þrjár hurðir til að komast inn. „Eins og ég segi eru myndavélar nú við garð og alla innganga. Eftirlitsmyndavélar þessar eru settar upp án þess að það hafi verið tekið fyrir á aðalfundi eða á sérstökum fundi. Ekki var leitað [samþykkis] íbúa.“ 

Persónuvernd byggir niðurstöðu sína meðal annars á því að samkvæmt reglum stofnunarinnar um rafræna vöktun verði að gæta þess að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til og jafnframt gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra.

„Engin gögn hafa verið lögð fram í málinu sem sýna fram á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavélanna hafi verið tekin innan húsfélagsins fyrir uppsetningu nýju vélanna á árinu 2016,“ segir í úrskurði Persónuverndar. „Með vísan til þess telur Persónuvernd ljóst að sú vöktun, sem átti sér stað vegna fjölgunar eftirlitsmyndavéla í sameign [...], hafi ekki getað stuðst við fyrrgreindan 7. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 á þeim tíma.“

Bent er sérstaklega á að tillögu um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi ekki verið getið í fundarboði aðalfundar húsfélagsins 2017 og því sé ekki hægt að byggja á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi verið tekin á vettvangi húsfélagsins. Þá telur Persónuvernd ekki fullnægjandi að húsfélagið hafi kynnt endurnýjun myndavélakerfisins á Facebook og með merkingum við innganga og hurðir.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Sveinbjörg um þéttingu byggðar: „Höfum misst bæði hundinn okkar og köttinn okkar“

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Fréttir

Margt helsta áhrifafólk landsins fagnaði með Davíð

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina