Portrett af stjórnmálamanni sem valdböðli

Karl Th. Birg­is­son skrif­ar um Dav­íð Odds­son, áhrifa­mesta stjórn­mála­mann á Ís­landi síð­ustu hálfa öld, og rit­stjóra yf­ir stærstu rit­stjórn lands­ins.

Karl Th. Birg­is­son skrif­ar um Dav­íð Odds­son, áhrifa­mesta stjórn­mála­mann á Ís­landi síð­ustu hálfa öld, og rit­stjóra yf­ir stærstu rit­stjórn lands­ins.

Þegar Davíð Oddsson varð fimmtugur í janúar 1998 skrifaði Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags, í blað sitt:

„Hvorki heimsmannslegur né höfðinglegur – oft alþýðlegur og skemmtilegur. Hrokinn ekki jafn áberandi og oft fyrr og reiðiköstin dempaðri. Alltaf valdsmannslegur. Nákvæmlega. Hann hræðist ekki það vald sem hann hefur, hann beitir því. Valdið er aðferð Davíðs.“

Þetta er býsna glúrin greining. Valdið var aðferð Davíðs.

Án valdanna – raunverulegra og ímyndaðra – verður myndin af Davíð Oddssyni afskaplega ógreinileg í huga okkar. Hann var þrátt fyrir allt í rúmlega aldarfjórðung holdgervingur valdsins í ríki og borg, og hann beitti valdi sínu ótæpilega.

Og ótæpilega er reyndar úrdráttur, því að valdið komst í hendur manns sem birtist okkur reglulega sem hefnigjarn, langrækinn, ósvífinn, refsiglaður og furðusmár í hugsun.

Sumir hafa kallað hann kontrólfrík. Aðrir bara valdasjúkan. Við skulum sleppa því, en rekja bara nokkur dæmi um mann sem fékk völd og beitti þeim þannig að betur væri sleppt í lýðræðisríki með sæmilega siðferðisvitund.

Og við skulum líka alveg leiða hjá okkur kaldhæðnina sem felst í því, að meintur frjálshyggjumaður – sem Davíð Oddsson hefur raunar aldrei verið – hafi beitt opinberu valdi af svo miklum ofstopa og óbilgirni.

Allt hitt

Svo er hér annar fyrirvari: Þessi grein er ekki um hrunið eða hlut Davíðs Oddssonar í því. Um það hafa verið skrifaðar langar rannsóknarskýrslur. Hannes Hólmsteinn er að skrifa aðra styttri og eflaust nákvæmari í boði Bjarna Benediktssonar á kostnað skattgreiðenda.

Hún er heldur ekki nema að litlu leyti um einkavæðingu viðskiptabankanna, átökin um mannréttindi öryrkja eða óréttlæti kvótakerfisins fyrir dómstólum um aldamótin.

Þá þóttu Davíð Oddssyni niðurstöður Hæstaréttar svo augljóslega og ævintýralega vitlausar að hann vildi færa vald dómstóla til að dæma út frá almennum ákvæðum stjórnarskrár inn í sitt eigið forsætisráðuneyti. Þar ætti að dæma með réttu.

Annars gætum við lokað sjoppunni og flutt til Kanarí, eins og hann orðaði það.

Hann kallaði hæstaréttardómara í leiðinni spákellingar og félagsfræðinga, af því að þeir dæmdu ekki eins og hann vildi. Hann væri jú lögfræðingur.

Þessi grein er heldur ekki um Íraksstríðið, þar sem Davíð ákvað upp á sitt einsdæmi – þó með þvinguðu atfylgi Halldórs Ásgrímssonar – að veita stuðning Íslands við hernaðinn. Skömmu síðar tilkynnti hann okkur að friður væri kominn á í Írak, nema í nokkrum sýslum, eins og hann orðaði það líka í þingræðu.

Þær fréttir hafa enn ekki borizt til Íraks.

Hún er heldur ekki um skyndilegt brotthvarf bandaríska hersins héðan, sem Davíð taldi fráleitt að gæti gerzt, af því að þeir George Bush Bandaríkjaforseti væru svo góðir vinir.

Né heldur um allt hitt, sem við munum þótt við vildum náttúrlega helzt gleyma því sem fyrst.

Þessi grein er um einstakling, sem þreifst og virðist í sumu enn þrífast á því að beita valdi, og njóta þess að beita refsingum, ekki í þágu hugmynda heldur til að tryggja hagsmuni og áframhaldandi eigin völd.

Þar voru engin vettlingatök notuð.

Og sjaldnast einu sinni almennir mannasiðir.

Byrjum á fyrstu stóru einkavæðingunni.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Tígrisdýr í New York greinist með COVID-19: Mælt með varúð í umgengni við dýr
Fréttir

Tígr­is­dýr í New York grein­ist með COVID-19: Mælt með var­úð í um­gengni við dýr

Grein­ing á tígr­is­dýri í New York vek­ur upp spurn­ing­ar um smit kór­ónu­veirunn­ar úr mönn­um í dýr.
Foxtrot commentary
Bíó Tvíó#170

Foxtrot comm­ent­ary

Andrea og Stein­dór horfa aft­ur á klass­íska Bíó Tvíó mynd, Foxtrot frá 1988, og ræða hana í raun­tíma.
Straujar peningaseðlana til að drepa veiruna
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Strauj­ar pen­inga­seðl­ana til að drepa veiruna

Mik­il óvissa rík­ir hjá íbú­um Ung­verja­lands um það hvað stór­auk­in völd stjórn­valda í kjöl­far laga­breyt­ing­ar hafi í för með sér. Einn þeirra er Her­ald Magy­ar, rit­höf­und­ur, þýð­andi, leik­ari og lista­mað­ur frá Ung­verjalandi, sem býr ásamt eig­in­konu sinni í litlu húsi í út­jaðri smá­bæj­ar í norð­ur­hluta Ung­verja­lands. Líf þeirra hef­ur koll­varp­ast á skömm­um tíma. Her­ald er einn sex jarð­ar­búa sem deila dag­bók­um sín­um úr út­göngu­banni með les­end­um Stund­ar­inn­ar.
Óttast hungrið meira en veiruna
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Ótt­ast hungr­ið meira en veiruna

Stjórn­völd í Arg­entínu hafa stært sig af því að hafa brugð­ist hratt við ógn­inni sem staf­ar af COVID-19. Frá því 19. mars hef­ur út­göngu­bann ver­ið í gildi þar. Lucia Maina Wa­ism­an er blaða­mað­ur, sam­fé­lags­miðl­ari, kenn­ari og bar­áttu­kona fyr­ir mann­rétt­ind­um, sem er bú­sett í borg­inni Kor­dóba í Arg­entínu. Hún deil­ir dag­bókar­færsl­um sín­um með les­end­um Stund­ar­inn­ar.
„Það er svo mikil þögn þarna úti“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

„Það er svo mik­il þögn þarna úti“

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um fóru hægt af stað með að­gerð­ir til að hefta COVID-19 far­ald­ur­inn og lands­menn virð­ast nú súpa nú seyð­ið af því, þeg­ar út­breiðsla hans virð­ist stjórn­laus. New York-ríki hef­ur hing­að til far­ið verst út úr far­aldr­in­um en til­fell­un­um fjölg­ar hins veg­ar hratt í fleiri ríkj­um, með­al ann­ars í Los Ang­eles þar sem Si­obh­an Murp­hy, rit­höf­und­ur og fram­leið­andi, býr.
Býst ekki við að börnin snúi aftur í skólann á þessu ári
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Býst ekki við að börn­in snúi aft­ur í skól­ann á þessu ári

Í Katalón­íu hef­ur ver­ið strangt úti­vist­ar­bann í gildi frá því um miðj­an mars. Þar, eins og víð­ar í land­inu, eru íbú­ar ugg­andi enda stand­ast heil­brigð­is­stofn­an­ir álag­ið vegna kór­óna­veirunn­ar illa. Í Barcelona býr Judit Porta, blaða­mað­ur og menn­ing­ar­miðl­ari, með eig­in­manni og tveim­ur börn­um. Þau búa í lít­illi íbúð í Gracia-hverf­inu og hafa ekki stig­ið út fyr­ir húss­ins dyr svo vik­um skipt­ir. Hún deil­ir hér dag­bók sinni með les­end­um Stund­ar­inn­ar.
Dagbækur úr útgöngubanni: „Ekkert verður aftur eins og það var“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

Dag­bæk­ur úr út­göngu­banni: „Ekk­ert verð­ur aft­ur eins og það var“

Rót­tæk­ar breyt­ing­ar á dag­legu lífi eru nú veru­leiki fólks um heim all­an. Sökn­uð­ur eft­ir hvers­dags­lífi, vin­um og fjöl­skyldu, ótti við hið ókunna, at­vinnuóör­yggi og tor­tryggni í garð yf­ir­valda er með­al þess sem lesa má úr dag­bókar­færsl­um sex jarð­ar­búa, skrif­að­ar á sjö dög­um. All­ir búa þeir við út­göngu­bann á sín­um bletti jarð­ar­kúl­unn­ar. En þrátt fyr­ir að all­ir lifi þeir nú tíma sem eiga sér enga hlið­stæðu í sög­unni njóta þeir í aukn­um mæli feg­urð­ar þess ein­falda, finna til djúp­stæðs ná­ungakær­leika og vilja síð­ur snúa aft­ur til þess mynst­urs sem ein­kenndi líf þeirra áð­ur en veir­an tók það yf­ir.
„Getum við farið?“
VettvangurDagbók í útgöngubanni

„Get­um við far­ið?“

Í Marra­kesh í Marrokkó búa hjón­in Birta og Ot­hm­an með dæt­ur sín­ar fjór­ar. Þar­lend yf­ir­völd brugð­ust hrað­ar við COVID-vánni en mörg ná­granna­rík­in, settu með­al ann­ars á strangt út­göngu­bann og aðr­ar höml­ur á dag­legt líf. Þrátt fyr­ir að­gerð­irn­ar hef­ur til­fell­um kór­óna­veirunn­ar fjölg­að þar hratt á und­an­förn­um dög­um. Birta Ár­dal Nóra Berg­steins­dótt­ir deil­ir dag­bók sinni með les­end­um Stund­ar­inn­ar. Í henni má með­al ann­ars lesa að fjöl­skyld­an hafði hug á að koma til Ís­lands á með­an á heims­far­aldr­in­um stend­ur, sem hef­ur reynst erfitt hing­að til.
Fór í frí og kemst ekki heim til sín
FréttirCovid-19

Fór í frí og kemst ekki heim til sín

Guð­mund­ur Ingi Jóns­son al­þjóða­við­skipta­fræð­ing­ur býr í borg­inni Hai­men í Jin­angsu-hér­aði á aust­ur­strönd Kína. Hann fór það­an til Fil­ipps­eyja um miðj­an janú­ar, í það sem átti að vera stutt frí, en vegna ým­issa ferða­tak­mark­ana vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hef­ur hann ekki kom­ist til síns heima og dvel­ur nú í Taílandi. Þar í landi tók út­göngu­bann gildi í gær.
Flýjum ismana!
Stefán Snævarr
Blogg

Stefán Snævarr

Flýj­um ism­ana!

Sá mikli skelm­ir spek­inn­ar, Friedrich Nietzsche,  boð­aði ragnarök skurð­goð­anna, þ.e.a.s. heim­speki- og hug­mynda­fræði­kerf­anna. Hann vildi nota ham­ar til að kanna hvort hol­ur hljóm­ur væri í skurð­goð­un­um og leyfa þeim að lafa sem væru laus­ar við hol­an  hljóm (Nietszche án ár­tals: loc. 91-108 (Vorwort).   Ég hyggst gera slíkt hið sama við hug­mynda­fræði­kerf­in, at­huga hvort í þeim sé hol­ur hljóm­ur. Spurt...
COVID-veiran gæti geymst vel í frysti
FréttirCovid-19

COVID-veir­an gæti geymst vel í frysti

Kór­óna­veir­ur á borð við SARS-CoV-2, sem veld­ur COVID-19, þola fryst­ingu al­mennt vel. Tug­þús­unda ára göm­ul risa­veira, sem fannst í sífrera í Síberíu, bjó enn yf­ir sýk­inga­mætti og dæmi eru um að veir­ur geti leg­ið í dvala í mjög lang­an tíma.
Allir verða að leggjast á eitt til að uppræta faraldurinn
António Guterres
AðsentCovid-19

António Guterres

All­ir verða að leggj­ast á eitt til að upp­ræta far­ald­ur­inn

Að­al­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna skrif­ar um skref­in þrjú í við­brögð­um mann­kyns við heims­far­aldri kór­óna­veiru.