Dagbók frá Kaupmannahöfn

Öskubílarnir í Kristjaníu. Dagbók frá Kaupmannahöfn XXII.

Illugi Jökulsson hafði áhyggjur af hreinsunardeild fríríkisins Kristjaníu. En það reyndist algjör óþarfi.

Ég kleif upp á svolítið hæðardrag fyrir ofan miðbæinn í fríríkinu Kristjaníu hér í Kaupmannahöfn.

Þar var satt að segja frekar subbulegt um að litast.

Rusl og drasl og plast og beygluð ílát.

Svo ég sagði við piltana sem með mér voru:

„Það vantar líklega alveg hreinsunardeild í infrastrúktúrinn hér í fríríkinu.“

En þar skjátlaðist mér hrapalega.

Þegar við komust niður á jafnsléttu aftur, þá rákumst við einmitt á hreinsunardeild Kristjaníu að störfum á þeim litríkasta öskubíl sem ég hef séð á byggðu bóli.

Og úti við hlið beið annar bak við hús. 

Hreinsunardeildin hefur bara átt eftir að koma sér þarna upp á hæðina og hirða ruslið þar.

Kristjanía er skemmtilega litríkur staður og fjölbreytni mannlífsins er aðdáunarverð.

Ég tók nokkrar myndir þar sem mér sýndist það í lagi, sums staðar var beinlínis boðið upp á myndatökur en auðvitað tók maður engar myndir þar sem hasssölumennirnir eru með bása sína.

Hér að ofan var annar öskubíllinn, hér að neðan kemur hinn og svo ýmislegt húsnæði í Kristjaníu.

Fjórir íslenskir piltarhalda á brott úr skoðunarferð um Kristjaníu.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Launþegahreyfingin ekki með fulltrúa í nefndum um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfis

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Blogg

Víkingarnir

Blogg

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Mest lesið í vikunni

Pistill

Hjúkrunarfræðingur: „Landspítalinn er í frjálsu falli“

Fréttir

Arður greiddur úr einkareknu meðferðarheimili barna sem vinnur fyrir sveitarfélögin

Fréttir

Sparkað úr hestamannahópi vegna gagnrýni á félagsleg undirboð

Fréttir

Umboðsmaður spyr hvort ráðuneytið ætli að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“

Fréttir

Bankastjóri Landsbankans þiggur boðsferð á heimsmeistaramótið í Rússlandi

Pistill

Krakkafréttir - hin raunverulega ógn mannkyns?