Dagbók frá Kaupmannahöfn

Öskubílarnir í Kristjaníu. Dagbók frá Kaupmannahöfn XXII.

Illugi Jökulsson hafði áhyggjur af hreinsunardeild fríríkisins Kristjaníu. En það reyndist algjör óþarfi.

Ég kleif upp á svolítið hæðardrag fyrir ofan miðbæinn í fríríkinu Kristjaníu hér í Kaupmannahöfn.

Þar var satt að segja frekar subbulegt um að litast.

Rusl og drasl og plast og beygluð ílát.

Svo ég sagði við piltana sem með mér voru:

„Það vantar líklega alveg hreinsunardeild í infrastrúktúrinn hér í fríríkinu.“

En þar skjátlaðist mér hrapalega.

Þegar við komust niður á jafnsléttu aftur, þá rákumst við einmitt á hreinsunardeild Kristjaníu að störfum á þeim litríkasta öskubíl sem ég hef séð á byggðu bóli.

Og úti við hlið beið annar bak við hús. 

Hreinsunardeildin hefur bara átt eftir að koma sér þarna upp á hæðina og hirða ruslið þar.

Kristjanía er skemmtilega litríkur staður og fjölbreytni mannlífsins er aðdáunarverð.

Ég tók nokkrar myndir þar sem mér sýndist það í lagi, sums staðar var beinlínis boðið upp á myndatökur en auðvitað tók maður engar myndir þar sem hasssölumennirnir eru með bása sína.

Hér að ofan var annar öskubíllinn, hér að neðan kemur hinn og svo ýmislegt húsnæði í Kristjaníu.

Fjórir íslenskir piltarhalda á brott úr skoðunarferð um Kristjaníu.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Blogg

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“

Fréttir

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um heilbrigðismál

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Rannsókn

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Afhjúpun

Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins

Pistill

Einum vísað af lista Sjálfstæðisflokksins