Fréttir

Tíu þúsund manns skrifað undir áskorun til Útlendingastofnunar

Útlendingastofnun ákvað að veita farlama föður og ellefu ára dóttur hans ekki áheyrn og hefur vísað þeim til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Rúmlega 10 þúsund manns hafa skorað á Útlendingastofnun að veita afgönsku feðginunum áheyrn.

Í afmælisveislunni Feðginin voru að vonum mjög kát með afmælisveisluna sem lukkaðist vel.

Útlendingastofnun synjaði að taka hælisumsókn feðginanna Abrahims Maleki og ellefu ára gamallar dóttur hans, Hanyie, til efnismeðferðar. Feðginin eru afgönsk og þurftu að leggja í hættulega för til að komast hingað til lands. Þá glímir Abrahim við bæklun á fæti sem hefur það í för með sér að litla stúlkan hefur þurft að annast föður sinn og sjá um húsverk og annað heimilishald. Rúmlega 10 þúsund undirskriftir hafa safnast þar sem krafist er að feðginin fái áheyrn hjá stjórnvöldum

Abrahim Maleki og ellefu ára gömul dóttir hans, Hanyie, geta átt von á því að verða send úr landi hvenær sem er. Útlendingastofnun hafnaði því að veita feðginunum efnismeðferð og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Stundin fjallaði ítarlega um sögu og stöðu feðginanna.

Fyrir undirskriftasöfnuninni standa Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og hafa þegar fréttin er skrifuð 10,697 undirskriftir safnast. „Við biðlum til ykkar að aðstoða okkur með að skora á stjórnvöld að hætta að misnota Dyflinnarregluna, virða mannréttindi og veita Abrahim og Hanyie áheyrn í þeirra máli. Þau hafa mátt þola nóg,“ segir meðal annars í áskoruninni.

Vísað brott þrátt fyrir viðkvæma stöðu

Útlendingastofnun hafnaði því, sem fyrr segir, að taka umsókn Abrahims og Hanyie um alþjóðlega vernd á Íslandi til efnismeðferðar. Var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að Abrahim og Hanyie væru ekki talin í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þau skyldu yfirgefa Ísland og bæri að senda þau til Þýskalands.

Hins vegar komst kærunefnd útlendingamála að þeirri niðurstöðu að feðginin væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þrátt fyrir það var ekki fallist á að taka mál þeirra til efnismeðferðar. Þau geta því átt von á því að verða flutt á brott hvenær sem er á næstu dögum, en þeim var tilkynnt að þau yrðu látin yfirgefa landið í síðasta lagi þann 19. júlí, fyrir rúmum tveimur vikum síðan.

300 manns mættu í afmælisveislu Hanyie

Í ljósi þess að feðginunum bíða þau örlög að vera send úr landi var ákveðið að láta heitustu ósk Hanyie rætast, að fá að halda upp á afmælið sitt hér á landi. Veislan fór fram í síðustu viku en Hanyie á afmæli í október. Þetta gekk von­um fram­ar og var al­veg æðis­legt. Það var mik­ill stuðning­ur og kær­leik­ur,“ sagði Guðmund­ur Karl Karls­son, einn skipu­leggj­enda veislunnar við mbl.is.

Mikill fjöldi manns mætti í veislunna sem haldin var á Klambratúni. Ókunnugir og vinir færðu Hanyie góðar gjafir en hún fékk til dæmis Iphone-síma og um 600 þúsund krónur. Það mun­ar auðvitað því­líkt um það, sér­stak­lega þegar maður á ekki neitt,“ sagði Guðmund­ur við mbl.is. „Það er klárt mál að þetta er pen­ing­ur sem mun nýt­ast vel.“

Líklega send til Afganistan

Fyrir fjórum vikum var á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar ákveðið að senda feðginin til Þýskalands. Þar er nærfullvíst að þau verði send til Afganistan. Þar á Hanyie engin tengsl önnur en þjóðerni foreldra sinna og hefur aldrei búið þar. Hún var fædd í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 en móðir hennar yfirgaf hana ári síðar. Allt sitt líf hefur hún verið á flótta og hefur hann oft reynst háskalegur. Þá hefur Abrahim verið á flótta í nærfellt tvo áratugi. Þau óska þess einskis frekar en að fá að fá hæli hér á landi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum

Fréttir

„Gerði ráðherra enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við?“

Fréttir

Houssin ekki fylgdarlaust ungmenni við komuna til landsins

Fréttir

72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér

Pistill

Ferðasirkusinn við Austurvöll og siðanefndin sem hvarf

Aðsent

Öskuhaugar sögunnar og forysta Eflingar

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Íslenskir læknar styðja bann við umskurði barna - lýsa alvarlegum fylgikvillum

Viðtal

Fyrrverandi sambýlismaður minn er grunaður um að nauðga piltum