Pistill

Einhver verður að axla ábyrgð

Illugi Jökulsson spyr hvort enginn þurfi að bera ábyrgð af hneykslinu vegna myndbirtingar lögreglunnar

Lítill drengur í sundlaugarferð verður fyrir skelfilegri reynslu. Um það er engum blöðum að fletta og samúð mín er öll með honum og aðstandendum hans.

Og það var rétt hjá lögreglunni að leggja mikla áherslu á að finna þann sem hafði áreitt drenginn.

En þegar lögreglan er komin með myndir af grunuðum einstaklingi úr eftirlitsmyndavél, þá hefðu allar viðvörunarbjöllur átt að hringja.

Hinn grunaði einstaklingur var augljóslega mjög ungur, alveg örugglega á táningsaldri og sennilega sjálfur barn.

Algjörlega borðliggjandi var fyrir lögregluna að spyrjast fyrir í hverfinu svo lítið bæri á hvort fólk kannast við þennan unga pilt, og jafn borðliggjandi var að tala við kennara og skólastjóra og gangaverði í skólunum í nágrenninu.

Einhver hlyti fljótlega að kannast við hann.

Þetta var ekki gert. Ekki kannast skólastjórar við það, alla vega.

Í staðinn auglýsti lögreglan myndirnar, sendi þær út í loftið og óskaði eftir upplýsingum um piltinn frá almenningi.

Og sagði hátt og skilmerkilega frá því að leitað væri að honum vegna áreitisins í sundlauginni.

Almenningur fékk sem sagt að vita að þessi piltur væri bendlaður við mjög alvarlegt mál rétt í upphafi rannsóknar. 

Auðvitað fannst hann strax. 

Og reyndist vera 15 ára.

Sem sagt barn.

Hann þarf auðvitað að standa skil á sínum gerðum í sundlauginni, hafi hann verið þar að verki.

Og hann þarf náttúrlega líka að fá hjálp eigi hann sjálfur við erfiðleika að stríða.

En sá einstaklingur innan lögreglunnar sem tók þá ákvörðun að senda mynd af 15 ára barni út á ljósvakann vegna þessa máls, sá einstaklingur verður að axla ábyrgð á gjörðum sínum.

Sá kúltúr ábyrgðarleysis yfirmanna sem hér tíðkast gengur ekki í þessu tilviki.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Blogg

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“

Fréttir

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um heilbrigðismál

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Rannsókn

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Afhjúpun

Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins

Pistill

Einum vísað af lista Sjálfstæðisflokksins