Pistill

Hin geðveikislegu laun Neymars

Illugi Jökulsson fór að reikna

Neymar gekk til liðs við PSG fyrir þrem dögum. Á þeim tíma hefur hann haft um 30 milljónir króna í laun. Mynd: Mike Ehrmann

Fótboltamaðurinn Neymar gekk á dögunum til liðs við Paris St. Germain, eins og frægt er orðið.

Hann mun fá um 70,1 milljón íslenskra króna í vikulaun.

Það þýðir - ef reikningslistin bregst mér ekki þeim mun verr - að íslenskur láglaunamaður, með 250 þúsund krónur á mánuði, er 23 ár að vinna sér þeirri upphæð sem Neymar fær á einni viku.

En þessi föstu laun Neymars hjá PSG verða þó einungis hluti launa hans.

Ætla má að hann fái annað eins í auglýsingatekjur og þess háttar.

Því er ekki ólíklegt að íslenski láglaunamaðurinn muni á allri sinni starfsævi ekki ná að vinna sér nema því sem Neymar fær á svona 10-12 dögum.

Hve fallegt er það?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein