Pistill

Hin geðveikislegu laun Neymars

Illugi Jökulsson fór að reikna

Neymar gekk til liðs við PSG fyrir þrem dögum. Á þeim tíma hefur hann haft um 30 milljónir króna í laun. Mynd: Mike Ehrmann

Fótboltamaðurinn Neymar gekk á dögunum til liðs við Paris St. Germain, eins og frægt er orðið.

Hann mun fá um 70,1 milljón íslenskra króna í vikulaun.

Það þýðir - ef reikningslistin bregst mér ekki þeim mun verr - að íslenskur láglaunamaður, með 250 þúsund krónur á mánuði, er 23 ár að vinna sér þeirri upphæð sem Neymar fær á einni viku.

En þessi föstu laun Neymars hjá PSG verða þó einungis hluti launa hans.

Ætla má að hann fái annað eins í auglýsingatekjur og þess háttar.

Því er ekki ólíklegt að íslenski láglaunamaðurinn muni á allri sinni starfsævi ekki ná að vinna sér nema því sem Neymar fær á svona 10-12 dögum.

Hve fallegt er það?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi

Uppskrift

Féll fyrir manninum með satay-kjúklinginn

Reynsla

Leitin að landinu týnda: Íslendingur í Kasakstan

Viðtal

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Fréttir

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði