Fréttir

Börn fanga, afskipt og einmana

Börn fanga glíma við margvíslega erfiðleika í uppvextinum sem getur haft mikil og langvarandi áhrif á líf þeirra og geðheilsu. Hvergi virðist vera gert ráð fyrir þessum börnum í kerfinu og engin úrræði standa þeim til boða. Þvert á móti eru þau jaðarsett, stimpluð og glíma við skilningsleysi. Í stað þess að veita ungum dreng stuðninginn sem hann þurfti þegar faðir hans fór í fangelsi var hann settur í hlutverk vandræðagemlings, þar til hann gekkst við því sjálfur og var sendur í skóla fyrir vandræðaunglinga.

Systursonur æskuvinkonu hennar var dæmdur í sextán ára fangelsi. Í kjölfarið horfði Svava Davíðsdóttir upp á fjölskylduna ganga í gegnum sorgarferli. „Áfallið var mikið en það var enginn sem greip þau. Þau sátu síðan eftir með afleiðingarnar. Mér fannst það svo óréttlátt.“

Svava segir að þetta hafi orðið kveikjan að því að rannsókn á veruleika barna fanga varð lokaverkefni hennar í meistaranámi í félagsráðgjöf. „Fólki fannst þetta svívirðilegur glæpur, en þetta er samt barnið þitt. Í dag er þessi kona fráskilin og flutt úr landi sem virðist vera týpísk afleiðing fyrir aðstandendur, það er að segja að lífið umturnast, og þetta vakti hjá mér þessa spurningu. Hvað með börn í þessum aðstæðum? Þau geta sér enga björg veitt og eru föst í aðstæðum þar sem þau eru dæmd fyrir það hverjir foreldrar þeirra eru.“

Börnin gleymast

Þegar Svava fór að skoða það kom í ljós að börn í þessum aðstæðum ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi

Uppskrift

Féll fyrir manninum með satay-kjúklinginn

Reynsla

Leitin að landinu týnda: Íslendingur í Kasakstan

Viðtal

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Fréttir

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði