Fréttir

Börn fanga, afskipt og einmana

Börn fanga glíma við margvíslega erfiðleika í uppvextinum sem getur haft mikil og langvarandi áhrif á líf þeirra og geðheilsu. Hvergi virðist vera gert ráð fyrir þessum börnum í kerfinu og engin úrræði standa þeim til boða. Þvert á móti eru þau jaðarsett, stimpluð og glíma við skilningsleysi. Í stað þess að veita ungum dreng stuðninginn sem hann þurfti þegar faðir hans fór í fangelsi var hann settur í hlutverk vandræðagemlings, þar til hann gekkst við því sjálfur og var sendur í skóla fyrir vandræðaunglinga.

Systursonur æskuvinkonu hennar var dæmdur í sextán ára fangelsi. Í kjölfarið horfði Svava Davíðsdóttir upp á fjölskylduna ganga í gegnum sorgarferli. „Áfallið var mikið en það var enginn sem greip þau. Þau sátu síðan eftir með afleiðingarnar. Mér fannst það svo óréttlátt.“

Svava segir að þetta hafi orðið kveikjan að því að rannsókn á veruleika barna fanga varð lokaverkefni hennar í meistaranámi í félagsráðgjöf. „Fólki fannst þetta svívirðilegur glæpur, en þetta er samt barnið þitt. Í dag er þessi kona fráskilin og flutt úr landi sem virðist vera týpísk afleiðing fyrir aðstandendur, það er að segja að lífið umturnast, og þetta vakti hjá mér þessa spurningu. Hvað með börn í þessum aðstæðum? Þau geta sér enga björg veitt og eru föst í aðstæðum þar sem þau eru dæmd fyrir það hverjir foreldrar þeirra eru.“

Börnin gleymast

Þegar Svava fór að skoða það kom í ljós að börn í þessum aðstæðum ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Blogg

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“

Fréttir

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um heilbrigðismál

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Rannsókn

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Afhjúpun

Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins

Pistill

Einum vísað af lista Sjálfstæðisflokksins