Pistill

Þegar ég hitti Red Hot Chilli Peppers

Jákvæðar fréttir frá Íslandi hafa margoft ratað í heimsfréttir og skapað ímynd lands og þjóðar.

 

Ég hitti strákana úr Red Hot Chili Peppers um daginn og við tókum upp spjall um daginn og veginn. Aðallega þó um Ísland og þeirra upplifun af Íslandi. Þeir sögðu mér að þeir hefðu fyrst heyrt af Íslandi þegar þeir kynntust laginu Immigrant Song með Led Zeppelin og sögu þess. Þá hafði dreymt um að koma hingað frá því að þeir voru unglingar þar sem þetta lag og dulúðin í kringum það heillaði þá. Einn þeirra hafði farið að kynna sér meira um landið og áttað sig á því hvernig hér leit út. Eins talaði hann um að þá hefði hann komist að því að Neil Armstrong og félagar höfðu æft sig hér fyrir ferðina til tunglsins. Á þann stað varð hann að komast. 

Svo minntist Flea á það þegar hann heyrði frétt um þetta land sem hafði kosið konu sem forseta. Vigdís Finnbogadóttir. Það þótti honum cool og ákvað að hann yrði að mæta og kynnast þessu þjóðfélagi. Nú var landið ekki bara landslagið eitt heldur var fólkið líka orðið áhugavert. Svo mættu Sykurmolarnir á sviðið með Björk í fararbroddi. Þá endanlega varð hann viss um að þessari þjóð yrði hann að kynnast og fór að leggja drög að ferð til Íslands. 

 

Ekkert varð þó úr ferðinni því ný hljómsveit sem hann var í sló svo rækilega í gegn að öll ferðalög tengdust því hvert Red Hot Chilli Peppers fór að spila og aldrei var það til Íslands.

Enn hélt Ísland áfram að vekja heimsathygli og nú var það Jóhanna Sigurðardóttir, opinberlega samkynhneigð kona, sem varð forsætisráðherra í kjölfar þess að Ísland tók á bankakrísunni með því að láta bankana fara á hausinn og kæra stjórana. Nú var ekki annað hægt en að skoða þetta frjálsa og réttláta þjóðfélag. Náttúran var nú komin í annað sæti og fólkið í fyrsta sæti yfir það sem þurfti að skoða á Íslandi.

Svo voru þeir minntir enn einu sinni á Ísland þegar Eyjafjallajökull lokaði flugferðum um Evrópu með sínu sjónarspili í fréttunum.

Í fyrra sá hann svo heimildarmynd sem Michael Moore gerði um galla Bandaríkjanna og hvernig aðrar þjóðir hafa þróað sitt samfélag. Þar var stór kafli um Ísland og nú var síminn tekinn upp. Það var til umboðsskrifstofunnar. Nú verður þú að bóka okkur á Íslandi. Ég nenni ekki að fara um allan heim en dreyma alltaf um að fara til Íslands. Ég hef ekki tíma til að fara neitt nema með bandinu næstu tvö árin.

Svo stuttu eftir að íslenska landsliðið í fótbolta komst í heimsfréttirnar og stuðningslið landsliðsins gerði víkingaklappið að einum stærsta smelli ásins 2016 þá kom símtalið. Þið eigið að spila á Íslandi á næsta ári.“ Þá rann tár niður kinnar Chad Smith.

Að vísu hitti ég þá aldrei en ef ég hefði hitt þá hefði samtal okkar hugsanlega verið eitthvað á þessa leið. Það er nefnilega svo margt sem mótar ímynd okkar en allt snýst þetta um fólk og menningu. Við erum heppin að svo margt gott fólk tengt Íslandi hefur verið áberandi og mótað okkar ímynd. Það eru margar þjóðir sem lenda í því að ímynd þeirra mótast af fávitum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein