Viðtal

Margir hlæja að krabbameininu

Fannar Örn Ómarsson greindist í fyrra með krabbamein í eista og voru komin meinvörp í eitla og lungu. Við tók ströng lyfjameðferð sem hafði áhrif á líkama og sál. Fannar Örn segir að margir fari að hlæja þegar hann segist hafa verið með krabbamein í eista.

Hvetur menn til að athuga Fannar Örn Ómarsson ráðleggur strákum og körlum að skoða sig einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði í vel heitri sturtu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fannar Örn Ómarsson fór að finna fyrir verkjum í nára í fyrravor auk þess sem honum fannst annað eistað vera skrýtið. „Ég fór um tveimur vikum síðar á heilsugæsluna þar sem læknir sagði að þetta væri ekki neitt og lét mig hafa sýklalyf. Sýkingin í náranum hvarf en eistað versnaði.

Ég var kominn með ógleðitilfinningu nokkrum vikum síðar og líkaminn var kominn í eitthvert sjokk. Ég fór um þremur vikum síðar á sjúkrahús og hitti þar lækni sem kveikti strax á perunni og pantaði fyrir mig tíma í myndatöku og ég hitti einnig þvagfæraskurðlækni.“

Fannar Örn fór í myndatöku í byrjun maí og kom ekkert út úr henni. Verkurinn í eistanu versnaði. „Það var orðið jafnstórt og tennisbolti.“

Hann fór síðan í aðra myndatöku í júní og kom þá í ljós æxli í eistanu. Bólgan vegna sýkingarinnar í náranum hafði komið í veg fyrir að það sæist í fyrri myndatökunni ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Fréttir

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri