Viðtal

Margir hlæja að krabbameininu

Fannar Örn Ómarsson greindist í fyrra með krabbamein í eista og voru komin meinvörp í eitla og lungu. Við tók ströng lyfjameðferð sem hafði áhrif á líkama og sál. Fannar Örn segir að margir fari að hlæja þegar hann segist hafa verið með krabbamein í eista.

Hvetur menn til að athuga Fannar Örn Ómarsson ráðleggur strákum og körlum að skoða sig einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði í vel heitri sturtu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fannar Örn Ómarsson fór að finna fyrir verkjum í nára í fyrravor auk þess sem honum fannst annað eistað vera skrýtið. „Ég fór um tveimur vikum síðar á heilsugæsluna þar sem læknir sagði að þetta væri ekki neitt og lét mig hafa sýklalyf. Sýkingin í náranum hvarf en eistað versnaði.

Ég var kominn með ógleðitilfinningu nokkrum vikum síðar og líkaminn var kominn í eitthvert sjokk. Ég fór um þremur vikum síðar á sjúkrahús og hitti þar lækni sem kveikti strax á perunni og pantaði fyrir mig tíma í myndatöku og ég hitti einnig þvagfæraskurðlækni.“

Fannar Örn fór í myndatöku í byrjun maí og kom ekkert út úr henni. Verkurinn í eistanu versnaði. „Það var orðið jafnstórt og tennisbolti.“

Hann fór síðan í aðra myndatöku í júní og kom þá í ljós æxli í eistanu. Bólgan vegna sýkingarinnar í náranum hafði komið í veg fyrir að það sæist í fyrri myndatökunni ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Blogg

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“

Fréttir

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um heilbrigðismál

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Rannsókn

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Afhjúpun

Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins

Pistill

Einum vísað af lista Sjálfstæðisflokksins