Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði

Kornungur var Jón Ólafsson á fullum launum sem lobbíisti á vegum Bandaríkjastjórnar. Verkefnið? Að flytja alla Íslendinga til hins óbyggða Alaska. Saga Jóns er einstök og ævintýraleg.

Alaska Land öfga, eins og Ísland. Hér sést Mendenhall-jökullinn, skammt frá Junaeu, höfuðborg Alaska í suðausturhluta ríkisins. Mynd: Shutterstock

„Vaknaðu, Jón, vaknaðu. Þín bíður skip niðri við höfn. Það leggur af stað til Skotlands eftir tvær klukkustundir.“

Einhvern veginn svona gætu Páli Ólafssyni skáldi hafa farizt orð við litla bróður sinn, Jón, um miðja nótt í Reykjavík seint í júlí 1873.

Jón Ólafsson hafði verið dæmdur í 200 ríkisdala sekt og til fangelsisvistar að auki fyrir að skrifa óhróður um landshöfðingjann, æðsta embættismann Dana hér á landi, í „landshöfðingjahneykslinu“ svokallaða. Hann gat búizt við því á hverri stundu að verða handtekinn og stungið í steininn.

Jón ÓlafssonUngur maður dæmdur til sektar fyrir að skrifa „óhróður“.

Það þótti Páli ekki geðfelld tilhugsun, svo að hann hafði laumazt til að kaupa far handa Jóni með póstskipinu Díönu, sem sigldi til Skotlands og Danmerkur. Frá Skotlandi átti leið Jóns að liggja til Ameríku.

Það voru 23 ár á milli þeirra bræðra, en Páll hafði verið með annan fótinn í Reykjavík ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu