Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði

Kornungur var Jón Ólafsson á fullum launum sem lobbíisti á vegum Bandaríkjastjórnar. Verkefnið? Að flytja alla Íslendinga til hins óbyggða Alaska. Saga Jóns er einstök og ævintýraleg.

Alaska Land öfga, eins og Ísland. Hér sést Mendenhall-jökullinn, skammt frá Junaeu, höfuðborg Alaska í suðausturhluta ríkisins. Mynd: Shutterstock

„Vaknaðu, Jón, vaknaðu. Þín bíður skip niðri við höfn. Það leggur af stað til Skotlands eftir tvær klukkustundir.“

Einhvern veginn svona gætu Páli Ólafssyni skáldi hafa farizt orð við litla bróður sinn, Jón, um miðja nótt í Reykjavík seint í júlí 1873.

Jón Ólafsson hafði verið dæmdur í 200 ríkisdala sekt og til fangelsisvistar að auki fyrir að skrifa óhróður um landshöfðingjann, æðsta embættismann Dana hér á landi, í „landshöfðingjahneykslinu“ svokallaða. Hann gat búizt við því á hverri stundu að verða handtekinn og stungið í steininn.

Jón ÓlafssonUngur maður dæmdur til sektar fyrir að skrifa „óhróður“.

Það þótti Páli ekki geðfelld tilhugsun, svo að hann hafði laumazt til að kaupa far handa Jóni með póstskipinu Díönu, sem sigldi til Skotlands og Danmerkur. Frá Skotlandi átti leið Jóns að liggja til Ameríku.

Það voru 23 ár á milli þeirra bræðra, en Páll hafði verið með annan fótinn í Reykjavík ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Fréttir

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Pistill

Enn meiri spilling af völdum Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Berjast fyrir betra LÍN