Fréttir

Nichole segir unnið að því að setja stjórn yfir Landspítalann

Formaður velferðarnefndar gantast með áform um að koma stjórn yfir Landspítalann. Áður hefur hún gert athugasemdir við að forstjóri spítalans stundi „pólitíska baráttu“ og „betli pening” af Alþingi.

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, vill ekki tjá sig um áform þess efnis að setja stjórn yfir Landspítalann og segir velferðarnefnd ekki koma að málinu. 

Í síðustu viku birti Nichole færslu á Facebook þar sem hún sagði að á Alþingi væri unnið að því hörðum höndum að hrinda í framkvæmd hugmynd sinni um að setja stjórn yfir LSH. Birti hún mynd af sér ásamt þingverði sem hélt á plástri og gantaðist með að stjórnin yrði „plástur-stjórn”. 

Stundin sendi Nichole fyrirspurn um málið og fékk þau svör að velferðarnefnd væri ekki að vinna að því að setja stjórn yfir Landspítalann. Aðspurð hvort hún eða þingflokkur Bjartrar framtíðar væru með slíkt þingmál í undirbúningi sagðist hún ekki vilja tjá sig um það. 

Nichole greindi frá því á Alþingi þann 24. maí síðastliðinn að hún hefði beitt sér fyrir því að sett yrði stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að  stunda „pólitíska baráttu“ og „betla pening” af Alþingi.

„Ég ætla að vera alveg hreinskilin. Það er ég sem er búin að vera að hlaupa hérna um þinghús og leggja fram hugmyndir um að setja stjórn yfir spítalann,“ sagði Nichole.

Stjórnendur Landspítalans höfðu þá skömmu áður gagnrýnt stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og leiðrétt rangar fullyrðingar stjórnarliða um heilbrigðismál. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Úttekt

Kerfið gerir ekki ráð fyrir fötluðum foreldrum

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Klám­mynda­leikari fenginn til að ræða við fram­halds­skóla­nema um kyn­heil­brigði

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið