Fréttir

Nichole segir unnið að því að setja stjórn yfir Landspítalann

Formaður velferðarnefndar gantast með áform um að koma stjórn yfir Landspítalann. Áður hefur hún gert athugasemdir við að forstjóri spítalans stundi „pólitíska baráttu“ og „betli pening” af Alþingi.

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, vill ekki tjá sig um áform þess efnis að setja stjórn yfir Landspítalann og segir velferðarnefnd ekki koma að málinu. 

Í síðustu viku birti Nichole færslu á Facebook þar sem hún sagði að á Alþingi væri unnið að því hörðum höndum að hrinda í framkvæmd hugmynd sinni um að setja stjórn yfir LSH. Birti hún mynd af sér ásamt þingverði sem hélt á plástri og gantaðist með að stjórnin yrði „plástur-stjórn”. 

Stundin sendi Nichole fyrirspurn um málið og fékk þau svör að velferðarnefnd væri ekki að vinna að því að setja stjórn yfir Landspítalann. Aðspurð hvort hún eða þingflokkur Bjartrar framtíðar væru með slíkt þingmál í undirbúningi sagðist hún ekki vilja tjá sig um það. 

Nichole greindi frá því á Alþingi þann 24. maí síðastliðinn að hún hefði beitt sér fyrir því að sett yrði stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að  stunda „pólitíska baráttu“ og „betla pening” af Alþingi.

„Ég ætla að vera alveg hreinskilin. Það er ég sem er búin að vera að hlaupa hérna um þinghús og leggja fram hugmyndir um að setja stjórn yfir spítalann,“ sagði Nichole.

Stjórnendur Landspítalans höfðu þá skömmu áður gagnrýnt stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og leiðrétt rangar fullyrðingar stjórnarliða um heilbrigðismál. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Reynsla

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Fréttir

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“