Dagbók frá Kaupmannahöfn

Af hverju eru svona fáir með hjálma? Dagbók frá Kaupmannahöfn VI.

Illugi Jökulsson hjólar um Kaupmannahöfn og furðar sig á því hve fáir eru með hjálma.

Ungur íslenskur piltur skoðar hjólamenningu Dana. Af hverju eru þær ekki með hjálm?

Það er einstaklega gaman að hjóla um Kaupmannahöfn. Það er eitthvað verulega siðmenntað við hvað Danir treysta mikið á hjólin sín.

Ein ábending til Íslendinga sem fara að hjóla hér um götur: Passið ykkur á hjólastígunum að hjóla á jöfnum hraða og halda sem beinastri stefnu.

Ekki góna of mikið í kringum sig, því þá fer maður ósjálfrátt að sveigja svolítið til og frá á hjólabrautinni.

Það er allt í lagi í Reykjavík þar sem fáir eru úti að hjóla.

En í Kaupmannahöfn er alltaf einhver rétt á eftir manni á hjólabrautinni eða um það bil að smjúga fram úr.

Með því að sveigja jafnvel bara svolítið til á brautinni, þá veldur maður hættu.

Það hafa nokkrir hreytt í mig ónotum nú þegar þar sem ég er á ferð á appelsínugula hjólinu, en ég er að læra!

En einu furða ég mig á.

Hér hjóla tugþúsundir um á hverjum degi og ég efast um að meira en svona 3-5 prósent séu með hjálma.

Maður skyldi ætla að í háþróuðu hjólasamfélagi væru allir löngu komnir með hjálma ef þeir væru jafn gagnlegir og okkur er sagt.

Er kannski ekkert gagn í þeim? Af hverju nota svo fáir Dana hjálm?

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Úttekt

Kerfið gerir ekki ráð fyrir fötluðum foreldrum

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Klám­mynda­leikari fenginn til að ræða við fram­halds­skóla­nema um kyn­heil­brigði

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið