Dagbók frá Kaupmannahöfn

„Framandlegur tími Óla Gíslasonar útí lífsins táradal.“ Dagbók frá Kaupmannahöfn VI.

Illugi Jökulsson fór að skoða handrit í Kaupmannahöfn.

Upphaf sjálfsævisögunnar. Það var merkileg stund að vera með þetta í höndunum.

Mér leiðist yfirleitt rifrildisgjarnt fólk, jafnt í bókum sem í lífinu sjálfu. En eitthvað var það sem fyllti mig áhuga á séra Ólafi Gíslasyni presti í Saurbæjarþingum og víðar á 18du öld þegar ég rakst á hann fyrir aldarfjórðungi í prestasögum Oscars Clausens.

Þar úði allt og grúði af róstusömum prestum og voru afskaplega misjafnlega áhugaverðir, en ég féll alveg fyrir Ólafi. Ég veit ekki alveg hvers vegna; kannski tekst mér einhvern tíma að koma því til skila.

En á einhvern hátt snýst það um mann sem neitar að láta í minni pokann þótt lífið sé þrúgandi og dauðinn vís.

En hann fór semsagt alla leið til Kaupmannahafnar til að halda áfram einu rifrildi sínu, og þar skrifaði hann upphaf á sjálfsævisögu sinni, 64 þéttskrifuð blöð á dönsku.

Aðeins lítill hluti þessa texta hefur verið þýddur á íslensku, og nú er ég kominn hingað til Kaupmannahafnar að skoða plaggið allt og reyna að stauta mig fram úr því. 

Mappan með handritinu.Hún virkar svo þunn að ég hélt fyrst hún væri tóm. Það var ekki alveg nógu góð tilfinning.

Gá hvað það segir mér um séra Ólaf og kannski ekki síður þá tíma sem hann lifði.

Ólafur fór á endanum í hundana, eins og sagt, hann tapaði öllum sínum rifrildum og á áttræðisaldri var hann orðinn bláfátækur förumaður.

Þar sem ég stóð í dag á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og fór nokkuð óstyrkum höndum um þau blöð sem Ólafur karlinn hafði skrifað eigin hendi fyrir 230 árum eða þar um bil, þá hugleiddi ég að líklega hefði það nú glatt hann á banasænginni - hvar sem sú banasæng var, kannski úti milli bæja, farlama öldungur, sundurlaminn af lífinu - já, líklega hefði það glatt hann hefði vitað að þessum meira en 200 árum seinna færi maður frá Íslandi til Kaupmannahafnar til þess eins að lesa og þýða ævisögubrotið sem hann skrifaði einhvern tíma í einu rifrildinu:

„Frá vöggu til grafar,“ byrjaði hann, „ég rétt eins og þú; framandlegur tími Óla Gíslasonar útí lífsins táradal. Óli (á íslensku Ólafur) fæddist til þessa heims ljóss þann 17. febrúar árið 1727 klukkan sex síðdegis á bæ sem heitir Steinnes úti í Húnavatnssýslu norður á Íslandi ...“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Fréttir

Kjartan ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Reynsla

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Fréttir

„Fáheyrt og stórundarlegt“ að skýrslubeiðni sé stöðvuð

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“