Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirgaf nauðgara sínum en svarar hér fyrrverandi hæstaréttardómara og lögmanni Roberts Downey sem fullyrti í viðtali við Eyjuna að þolendum Roberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu kynferðisbrotin sem hann framdi gegn þeim, og sagði að fólk ætti að skammast sín fyrir framgöngu gagnvart lögmanninum eftir að hann fékk æru sína uppreista af yfirvöldum.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirgaf nauðgara sínum en svarar hér fyrrverandi hæstaréttardómara og lögmanni Roberts Downey sem fullyrti í viðtali við Eyjuna að þolendum Roberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu kynferðisbrotin sem hann framdi gegn þeim, og sagði að fólk ætti að skammast sín fyrir framgöngu gagnvart lögmanninum eftir að hann fékk æru sína uppreista af yfirvöldum.

Opið bréf til Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Sæll Jón Steinar,

Við áttum síðast í orðaskiptum árið 2010, á síðum Morgunblaðsins. Þá varstu hæstaréttardómari og ég gerði athugasemd við ummæli þín um mat sérfræðinga á áfallastreituröskun í kynferðisbrotamálum, sem þú tókst lítið mark á. Nánar tiltekið sagðirðu:

„Menn verða að sætta sig við að afbrot sem engin vitni eru að verða yfirleitt ekki sönnuð með því að láta kunnáttumenn fara inn í heilabú fórnarlambs eða sakbornings og kanna sannleiksgildi frásagna þeirra.“

Nú get ég ekki annað en rifjað upp samskipti okkar vegna ummæla þinna um mál Roberts Downey, skjólstæðings þíns, sem var sakfelldur fyrir að misnota fimm unglingsstúlkur kynferðislega og hlaut nýverið uppreist æru, ásamt endurheimtingu málflutningsréttinda. Ef við notum rök þín um að ekki sé hægt að byggja neinar fullyrðingar á því að „fara inn í heilabú“ þolenda ertu kominn í mótsögn við sjálfan þig þegar þú telur þig, eins og þú gerðir í nýlegu viðtali við Eyjuna, geta farið inn í heilabú þolenda Roberts Downey og fullyrt að þeim myndi líða betur við það að fyrirgefa honum. 

Í þessum efnum tel ég mig sérfræðing vegna þess að ég hef fyrirgefið manni sem nauðgaði mér. Ég hef raunar skrifað heila bók um reynslu mína, sem kom út í vor. Einmitt þess vegna myndi ég aldrei nokkurn tíma láta mér detta í hug að beina þeim tilmælum til þolenda að fyrirgefa. Barasta aldrei.  

„Af hverju heldurðu ekki bara áfram með lífið?“

Ástæðan fyrir því að ég myndi aldrei beina slíkum tilmælum til þolenda er sú að þótt ofbeldismenn beri einir ábyrgð á kynferðisofbeldi, er okkur konum sagt frá unga aldri hvernig við eigum að klæða/haga okkur til að koma í veg fyrir að karlar beiti okkur kynferðislegu ofbeldi. Spurningar á borð við: Af hverju varstu svona klædd, af hverju fékkstu þér í glas, af hverju öskraðirðu ekki (hærra), af hverju barðistu ekki (harkalegar) á móti, af hverju fórstu ekki rakleiðis til lögreglunnar, af hverju fyrirgefurðu honum ekki og heldur áfram með lífið? – svona spurningar ala á þeirri ranghugmynd að til séu „rétt“ viðbrögð við ofbeldi, sem varpar ábyrgðinni á þolendur og ýtir undir sjálfsásökun þeirra. Það dregur úr líkum þess að þeir rjúfi þögnina og auðveldar þar með ofbeldismönnum að komast upp með brot sín. 

„Reiði er nefnilega ekki einungis eðlilegt viðbragð við óréttlæti og yfirgangi, hún getur verið bæði afkastamikið afl og uppspretta styrks.“ 

Því er til mikils að vinna að halda þeirri staðreynd á lofti að það eru ekki til nein „rétt“ viðbrögð við því þegar tilverunni er umturnað af ofbeldismanni, með tilheyrandi skemmdum á getu brotaþolans til að treysta öðrum og setja mörk í mannlegum samskiptum. Að sama skapi er ekki til nein „röng“ aðferð til að halda áfram með lífið í kjölfar slíks áfalls. Meðan á ofbeldinu stendur eru brotaþolar rændir stjórn. Langur tími getur liðið uns þeir endurheimta til fulls stjórn á eigin lífi. Það minnsta sem við getum gert til að auðvelda þeim það ferli er að virða vald þeirra yfir eigin bata og líðan. 

En nei, það vilt þú ekki. Þú staðhæfir að það sé rangt af þolendum Roberts Downey að halda í reiði sína, sem þú þykist vita betur en þær sjálfar að sé „hatur“ fremur en reiði. En það er ekki þitt að dæma það, Jón Steinar. Þetta skrifar kona sem hefur fyrirgefið nauðgara sínum. 

Styrkurinn í reiðinni

Gerandi minn, Tom Stranger, var skiptinemi frá Ástralíu sem ég kynntist í Kvennaskólanum þegar ég var sextán og hann átján ára. Við höfðum verið að stinga saman nefjum í mánuð þegar hann nauðgaði mér. Vegna fáfræði, sjálfsásökunar og skammar bar ég harm minn í hljóði þar til tæpum áratug síðar þegar ég bar sakirnar á Tom í tölvupósti og skilaði skömminni til hans. Hann játaði samstundis, sýndi einlæga iðrun og baðst fyrirgefningar, þótt honum fyndist hann raunar ekki verðskulda hana. Þetta ól af sér áralangar bréfaskriftir. Þegar við ræddum fangelsisvist sem viðeigandi refsingu fyrir brotið sem hann framdi reyndist fyrningarfresturinn liðinn. Þrátt fyrir eftirsjá hans tók það mig átta ár, hundruð tölvupósta og vikulangt samtal við Tom að segja skilið við reiði mína og ná þokkalegum sáttum. 

Handan fyrirgefningarTom nauðgaði Þórdísi Elvu. Það tók áralangar bréfaskriftir, vikulangt samtal og einlæga iðrun hans til að hún gæti sleppt tökunum á reiðinni vegna þess.

Reiði er nefnilega ekki einungis eðlilegt viðbragð við óréttlæti og yfirgangi, hún getur verið bæði afkastamikið afl og uppspretta styrks. Árið 2007, rúmum áratug eftir að ég var beitt kynferðisofbeldi, sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur sakborninginn í hinu svokallaða Hótel Sögu-máli. Meðal annars var því haldið fram að stúlkan hefði ekki barist nógu harkalega gegn sakborningnum þegar hann nauðgaði henni. Þar sem ég þekkti hlutskipti stúlkunnar af eigin raun blossaði reiði mín upp, atti mér út á ritvöllinn og ól af sér fyrstu bókina mína, sem breytti starfsferli mínum og lífi til hins betra. Ég skil því vel hvað stjúpmóðir eins af brotaþolum Roberts Downey á við, þegar hún segir að fjölskyldan sé hundrað sinnum sterkari en hún var þegar málið kom upp því nú hafi þau styrkinn og reiðina. 

Farið inn í heilabú sakborninga

Það er nefnilega munur á því sem þú vilt kalla „hatur“ og uppbyggilegri reiði, sem elur af sér þrána til að fyrirbyggja að aðrir gangi sömu þrautagöngu og maður sjálfur. Hið síðarnefnda getur raunverulega bætt heiminn, nokkuð sem þér virðist vera umhugað um þegar þú hvetur fólk til að fyrirgefa Roberti „en taka svo auðvitað fast á ef það koma brot aftur,“ eins og þú orðar það. 

Þetta er merkilegt orðalag af þinni hálfu, að tala um að brotin „komi“ eins og þruma úr heiðskíru lofti, af sjálfu sér. Talar þú líka um að það „komi“ morð og skattsvik, eða eru það fyrst og fremst kynferðisbrot sem eru svona laus við gerendur og ábyrgð? Úr því að minnst er á ábyrgð, þá heldurðu því blákalt fram að Robert hafi tekið ábyrgð á gjörðum sínum með því að hafa verið „dæmdur til fangelsisvistar og afplánað refsinguna“.

Það er auðvitað fráleitt, Jón Steinar. Jafn fráleitt og að halda því fram að maður, sem tekinn er dauðadrukkinn undir stýri og þrætir staðfastlega fyrir það, axli ábyrgð við það eitt að vera tímabundið sviptur ökuleyfi. 

Þegar blaðamaður Eyjunnar nefnir að Robert Downey hafi aldrei iðrast gjörða sinna fullyrðir þú að „maður sem hefur þurft að taka ábyrgð fyrir gjörðir sínar, auðvitað iðrast hann þeirra“. 

Hér þykir mér þú fara ansi djúpt inn í heilabú sakborninga. Með þessum rökum eignarðu ölvaða ökumanninum úr fyrra dæmi mínu ekki einungis ábyrgð á hegðun sinni fyrir það eitt að vera tímabundið sviptur ökuleyfi – þú gerir honum einnig upp iðrun. Af þessu má skilja að menn sem neita að hafa framið glæpi, en eru engu að síður fundnir sekir, öðlist sjálfkrafa við það bæði ábyrgðarkennd og næma samvisku. 

Hvernig útskýrirðu þá síbrotamenn, Jón Steinar?

Að bæta heiminn með „hatri“

Þá segirðu: „Við erum ekki að leggja neinn dóm á brotið, þetta eru bara einstaklingar sem hafa gengið út af veginum.“ 

Jú, okkur ber nefnilega skylda til að leggja dóm á brotið. Bæði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlög skylda okkur til að stofna börnum ekki í hættu. Einmitt þess vegna eru ýmsir varnaglar slegnir í ráðningarferli þeirra sem starfa með börnum. Að veita manni, sem sýnt hefur ítrekaðan og einbeittan brotavilja gegn börnum, réttindi til að flytja mál þeirra felur í sér áhættu. Rökstuðningur ríkissaksóknara gegn því að Robert fengi málflutningsréttindi sín á ný fól meðal annars í sér að þá gæti hann tekið að sér starf verjanda og/eða réttargæslumanns í kynferðisbrotamálum. Í ljósi þess að hann tældi til sín stúlku sem hann vissi að hefði verið beitt kynferðisofbeldi, og stóð höllum fæti af þeim sökum, eru rök ríkissaksóknara vel skiljanleg. 

Það er heljarinnar útúrsnúningur af þinni hálfu að halda því fram að við, sem höfum gagnrýnt uppreist æru skjólstæðings þíns, séum á móti því að hann haldi áfram með lífið eða viljum að honum verði útskúfað úr samfélaginu. Það er til mýgrútur af störfum sem lögfræðimenntaður maður getur sinnt, án þess að þau veiti honum beina aðkomu að kynferðisbrotamálum eða börnum, og mér þætti ekkert athugavert við að hann legði fyrir sig. 

„Einn brotaþolanna kveikti í sér, Jón Steinar.“

Þú lýsir því yfir að „við eigum ekki að haga okkur svona“, viðbrögð almennings hafi „ekkert að gera með brotið sem hann drýgði“ heldur sé þetta „bara hatur gegn manninum“. Því næst spyrðu: „Hvenær hefur mannfólkið bætt heiminn með hatri?“ 

Ef það er hatur að vilja breyta ógagnsæju ferli sem sjálfur forsetinn kveðst miður sín yfir, ferli sem dregur enn fremur úr laskaðri trú almennings á getu yfirvalda til að taka á kynferðisbrotamálum með viðunandi hætti, þá tel ég ljóst að slíkt „hatur“ geti bætt heiminn til muna. Og jú, við ættum að haga okkur svona mun oftar. Reiði fólks í garð yfirvalda sem bregðast þeim hefur verið hvatinn að helstu framförum í mannréttindamálum í heiminum. 

Uppreist æra eða dauði

En víkjum aftur að fyrirgefningunni. Þú heldur því fram að þeir sem geti þróað með sér fyrirgefningu eftir kynferðisbrot líði „miklu betur“ heldur en þeim sem ætla að „ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim einstaklingi sem hefur brotið af sér en afplánað refsinguna samkvæmt lögum landsins“. 

Þú lætur eins og þetta sé annaðhvort eða, svart eða hvítt. Hatur eða fyrirgefning. Málflutningsréttindi eða útskúfun. Uppreist æra eða volæði og eymd. Auk þess sem þú pólaríserar umræðuna sneiðirðu fullkomlega hjá þeirri málefnalegu gagnrýni sem málið vakti og spurningunum sem enn er ósvarað vegna þess. Til að mynda hvers vegna Robert Downey hlaut uppreist æru umfram þá rúmlega þrjátíu einstaklinga sem neitað hefur verið um slíkt á undanförnum árum. 

Iðraðist aldrei Robert Downey hefur aldrei sýnt iðrun eða viðurkennt misgjörðir sínar gagnvart stúlkunum sem hann braut á. Þvert á móti voru aðferðir hans úthugsaðar og þaulskipulagðar.

Þegar blaðamaður Eyjunnar spyr þig hvort Robert eigi ekki að þurfa að biðjast fyrirgefningar til þess að öðlast hana, segirðu að hann hafi „auðvitað aldrei verið í aðstöðu til að tala opinberlega um þessi brot því það hallar alltaf á hann“. Áttu þá við að sú staðreynd að hann hafi beitt kynferðisofbeldi geri honum ókleift að gangast við sekt sinni og biðjast afsökunar?  Án þess að hampa Tom sérstaklega (enda er það ekki tilgangur þessara skrifa) er þó vert að nefna að hann hefur rætt ábyrgð sína í stærstu fjölmiðlum heims undanfarna mánuði, í von um að saga okkar veki unga karlmenn til vitundar um að virða kynfrelsi annarra. Því fer fjarri lagi að gerendur geti „auðvitað ekki talað opinberlega um þessi brot“, eins og þú heldur fram. 

Lægstu hvatirnar sem vart verður við í samfélaginu

„Fólk á bara að láta manninn í friði,“ segirðu brúnaþungur við blaðamann Eyjunnar.

Einn brotaþolanna kveikti í sér, Jón Steinar.

K v e i k t i    í    s é r.

Geturðu ímyndað þér hversu mikil örvænting og sársauki liggur að baki þegar barn grípur til slíks örþrifaráðs? 

Þessari ungu konu tókst að standa uppi sem sigurvegari, þrátt fyrir iðrunarlausa neitun Roberts Downey. Brotaþolar hans gerðu það sem svo mörgum konum er ókleift, þær kærðu geranda sinn og fengu hann sakfelldan. Í ljósi þess að tvö af hverjum þremur kynferðisbrotamálum eru felld niður eru líkurnar ekki þolendum í hag. Líkurnar minnka enn frekar þegar réttarkerfið er skipað fólki sem neitar að taka mark á álitsgerðum um andlega áverka. Þegar brotaþolum tekst, þrátt fyrir allt, að fá réttlætinu framgengt, geta brotamenn, sem aldrei hafa játað né beðist fyrirgefningar, fengið óflekkað mannorð og snúið aftur til fyrri starfa. Jafnvel þegar fyrri störf lúta sérstökum lögum til að vernda almenning og trúverðugleika starfsstéttarinnar. Og í kjölfarið koma virtir áhrifamenn sem núa salti í sár brotaþolanna með því að skipa þeim að hætta að „haga sér svona“ og fyrirgefa manninum, því það sé þeim sjálfum fyrir bestu. 

Undir lok títtnefnds viðtals vísar þú til viðbragða almennings vegna málsins sem „lægstu hvata sem vart verður við í samfélaginu“. Þarna liggur stærsti skoðanaágreiningur okkar, Jón Steinar.

Fyrir mér eru ítrekuð kynferðisbrot án iðrunar gegn börnum lægstu hvatirnar sem „vart verður við í samfélaginu“ – ekki reiðin sem slík brot vekja.

Eða eins og faðir eins af brotaþolum Roberts Downey komst að orði: „Við viljum bara sannleika og réttlæti. Við erum ekki refsiglatt fólk, langt í frá, en við þekkjum í brjósti okkar hvað réttlæti er og erum að leita eftir því.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
4

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·