Pistill

Breytingar

Heimur versnandi fer er orðatiltæki notað til þess að lýsa skoðun, en ekki veruleika.

Ég veit að hlutir geta breyst. Sem meira er: Þeir munu óyggjandi breytast. Fór í háskóla bara til þess að læra um breytingar. Og ég veit líka að hlutir geta breyst annars vegar til hins betra, hins vegar til hins verra. Það þriðja sem ég veit (eða þykist vita) er að oftar en ekki fer það eftir sjónarhorni hvort breytingar teljast til góðs eða ills. Jafnvel breytingar sem okkur sjálfum kann að þykja fullkomlega afgerandi á annan veginn.

Við þekkjum þetta vel. Fólk sýtir dauða Hitlers, fall Sovétríkjanna, afnám þrælahalds og aðskilnaðarstefnu, kosningarétt kvenna, lýðræðisvæðingu Spánar, valdamissi Búrbóna, stofnun Ísraelsríkis, sjálfstæði Írlands, Versalasamningana, afhelgun Japanskeisara, uppfinnslu sprengihreyfilsins, sundurlimun Austurríkis-Ungverjalands, þróunarkenninguna og grænu byltinguna. Og ótal margt fleira, ömurlegt og stórkostlegt.

Allt fer það eftir sjónarhorni. Nú er ég ekki að segja að öll sjónarhorn séu jafn rétthá. Slíkur afstæðissinni er ég ekki. Slíkur níhilisti er ég ekki. En þessi er raunin. Við erum mismunandi. Misheimsk. Misvond. Og bara ólíkrar skoðunar.

Við erum mismunandi. Misheimsk. Misvond. Og bara ólíkrar skoðunar.

Fæst er afgerandi gott eða illt, flest er einhvers staðar þar á milli. Beggja blands. Því miður. Veröldin er flókin. Og hvorum megin miðju tilteknir hlutir lenda fer langoftast eftir skoðunum okkar, eftir uppeldi og manngerð. Þess vegna kýtum við eða rífumst meira en við sláumst og berjumst.

Stundum þarf að drepa – sem er miður – en oftast dugir að deila – sem er vel. Alveg hreint margblessað. Og þótt það sýnist stundum ótrúlegt virðumst við vera að læra betur að þræta án þess að rjúka upp og reyna að drepa hvert annað. Ég get svo svarið það. Það segir tölfræðin alltént.

Heimur versnandi fer er eitthvað sem við segjum til að lýsa skoðun. Ekki hlutlægum veruleika. Sjálfur hef ég þau orð kannski um einkavæðingartilburði ríkisstjórnarinnar. Mér finnst þeir ógeð. Breytingar til hins verra. Ömurlegar breytingar. Og mér finnst þessi ríkisstjórn sem slík vera glötuð.

Hún er stjórn hinna ríku, vel settu, hinna sem meira mega sín. Hún er bara alveg drullufokkingskítt. En ég kem ekki til með að slást við neinn vegna þess. Það er ekki tímabært.

En allt breytist náttúrlega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

„Einkar lágt lagst, Jón Steinar“

Pistill

Hvar eru íslensku níðingahringarnir?

Flækjusagan

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Aðsent

En það kom ekki fyrir mig!

Fréttir

Sjö vikna gamalt stúlkubarn í einangrun vegna kíghósta

Fréttir

Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi

Fréttir

Margvísleg brot á starfsleyfi í matreiðslu ISS fyrir skólabörn

Úttekt

Formaðurinn skuldar yfir 20 milljónir í opinber gjöld

Fréttir

Lögðu hald á margvísleg gögn

Pistill

„Einkar lágt lagst, Jón Steinar“

Viðtal

Vonar að lögregla eigi enn gögn úr tölvum Roberts Downey