Nabakowski-bræður tjá sig um manndrápið: Vilja byggja upp mannorð sitt

Þeir hafa gengið í gegnum margt og hafa dóma á bakinu, en segja það hafa verið versta dag lífs síns þegar Arnar Jónsson Aspar var myrtur í Mosfellsdal. Rafal og Marcin Nabakowski lýsa því sem gerðist þegar þeir voru bendlaðir við manndrápið í Mosfellsdal fyrr í mánuðinum.

Nabakowski-bræður búa í Kötlufellinu í Breiðholti hjá móður sinni, sem mikið hefur mætt á.

Bræðurnir urðu altalaðir eftir að þeir voru handteknir og dæmdir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á manndrápi í Mosfellsdal í byrjun mánaðarins. 

„Þetta var hræðileg upplifun,“ segir Rafal Nabakowski. 

Þeir segjast komnir með nóg af fyrri lífsstíl sínum og vilja byggja upp mannorð sitt og sjálfa sig. „Mig langar að laga mannorðið mitt í sambandi við þetta. Út af því að ég er ekkert svo slæmur gæi, sko. Ég er enginn morðingi.“ 

 

Fluttu barnungir til Íslands

Nabakowski-bræður fluttu til Íslands þegar Marcin var 10 ára og Rafal 11 ára. Þeir bjuggu upphaflega á Hvammstanga, en eftir eitt ár lá leiðin til Grundarfjarðar, þar sem þeir bjuggu í um fjögur ár, áður en þeir fluttu í höfuðborgina.

„Mamma vildi geta átt meira af peningum og betra líf með börnunum,“ segir Rafal.

Eftir flutninginn til Íslands segist Rafal hins vegar hafa verið lagður í einelti.

„Ég var lagður svolítið mikið í einelti sem krakki,“ segir hann. „Þeir voru að kalla mig „pólski hommi“. Það var búið að búa til lag um mig. Ég vann bara sjálfur úr því. Fyrst talaði ég við kennarana og svona. En svo bara virkaði það ekki. Ég bara lamdi þá. Þá hættu þeir að leggja mig í einelti.“ 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu