Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður Viðreisnar spyr hvers vegna fólki þyki nærvera vopnaðrar lögreglu óþægileg

„Er það vegna þess að fólk treyst­ir ekki ís­lensku sér­sveit­inni?“ spyr Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar og með­lim­ur í Þjóðarör­ygg­is­ráði, um and­stöðu við nær­veru vopn­aðra sér­sveit­ar­manna á fjöl­skyldu- og úti­há­tíð­um. Lög­regl­an hef­ur kvart­að und­an skorti á fjár­mögn­un í fjár­mála­áætl­un und­ir for­ystu Við­reisn­ar og var­að við áhrif­um þess á ör­yggi borg­ar­anna.

Þingmaður Viðreisnar spyr hvers vegna fólki þyki nærvera vopnaðrar lögreglu óþægileg
Jóna Sólveig Elínardóttir Telur upp hryðjuverkaárásir í Evrópu. Mynd: Pressphotos

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í nýstofnuðu Þjóðaröryggisráði, telur upp hryðjuverkaárásir í Evrópu á Facebook-síðu sinni og spyr sig í kjölfarið hvers vegna fólki þyki óþægilegt að vopnaðir lögreglumenn séu í mannfjöldanum á fjöldasamkomum á Íslandi.

Jóna Sólveig segist vilja stofna til opinnar umræðu um sýnilega viðveru vopnaðra lögreglumanna, sem nú hefur verið ákveðin og innleidd af ríkislögreglustjóra, sem segir að hún sé „engin stefnubreyting og engin nýlunda“.

„Í ljósi þessara upplýsinga, og í anda þess að kallað er eftir opinni umræðu um sýnilega viðveru sérsveitarmanna, sem eru vel að merkja einu lögreglumennirnir sem mega bera vopn utan á sér, langar mig að spyrja: Finnst fólki eðlilegt eða óeðlilegt að löggæsluyfirvöld á Íslandi auki viðbúnað á fjöldasamkomum á Íslandi?“

„Er það vegna þess að þeir minna fólk á þessar árásir sem taldar voru upp?“

Eftir að hafa talið upp allar hryðjuverkaárásir í Vestur-Evrópu síðustu tvö og hálft ár spyr Jóna Sólveig hvers vegna fólki, sem kvartað hefur undan fyrirætlunum um nærveru sérsveitarmanna með vélbyssur, mislíki viðbúnaðurinn. „Finnst fólki óþægilegt að hafa sjálfa sérsveitarmennina nálægt sér vegna þess að þeir eru vopnaðir, eða er það vegna þess að þeir minna fólk á þessar árásir sem taldar voru upp hér að ofan? Ef hið fyrra, er það vegna þess að fólk treystir ekki íslensku sérsveitinni? Ef hið síðara, er það þá nóg til að við eigum að láta hjá líða að auka viðbúnað á fjöldasamkomum?“

Í umræðum undir spurningum Jónu Sólveigar er hún minnt á að í mörgum tilfellum falli fleiri borgarar fyrir hendi lögreglu en vegna hryðjuverka og að sýnileg, vopnuð lögregla geti kallað á aukinn vígbúnað í samfélaginu öllu. 

„Engin stefnubreyting“ - en greinileg breyting

Ríkislögreglustjóri hefur boðað að vopnuð sérsveit verði á ferli á þjóðhátíðardeginum 17. júní og útihátíðinni Secret Solstice. Hann sagði í gær að ekki væri um stefnubreytingu að ræða. „Það er engin nýlunda, það er engin stefnubreyting hvað það varðar. En almenningur á von á að sjá vopnaða sérsveitarmenn á þessum stóru útihátíðum.“

Þá sagði Haraldur í samtali við Stundina í gær að aukning á álagi á sérsveitina tengdist fjölgun útlendinga. „Verkefnin eru orðin erfiðari. Það er til dæmis töluvert um hnífamál sem lögregla þarf að takast á við. Við erum með samfélag sem er samsett af miklum fjölda erlendra borgara, bæði þeirra sem starfa hér og dvelja hér, ferðamenn, hælisleitendur og svo framvegis. Þannig að samsetningin hér á hverjum tíma af því fólki sem er í landinu hefur breyst mjög verulega undanfarin tíu, fimmtán ár.“

Vopnavæðing lögreglu var ekki á stefnunni

Aukin vopnavæðing lögreglunnar var hvorki á stefnuskrá Viðreisnar, Bjartrar framtíðar né Sjálfstæðisflokksins, og var ekki minnst á hana í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Í stefnu Viðreisnar fyrir kosningar var kveðið á um að ríkið ætti að tryggja öryggi borgaranna, en ekki kveðið á um hvernig. „Lögreglan gegnir mikilvægu hlutverki og verður að geta starfað í samræmi við nútímakröfur. Fjárveitingar, menntun og þjálfun lögreglunnar taki mið af því. Lögreglan þarf að vera í stakk búin til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir,“ sagði í kaflanum um lögreglumál.

Forsvarsmenn stéttarfélags lögreglumanna hafa hins vegar varað sérstaklega við lítilli áherslu á löggæslumál í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem sett var fram af Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra og formanni Viðreisnar.

Funduðu á nýjum staðAf ótta við hryðjuverkaárás ákvað Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að flytja fund Þjóðaröryggisráðsins á Keflavíkurflugvöll.

Lögreglan furðaði sig á ráðherra og fjármálaáætlun

Í yfirlýsingu sem send var út í byrjun síðasta mánaðar varaði Landssamband lögreglumanna við áhrifum aðhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar í löggæslumálum á öryggi borgaranna:

„Formannaráðstefna Landssambands lögreglumanna (LL) lýsir yfir megnri óánægju sinni með þróun löggæslumála. Öryggismál lögreglumanna eru í ólestri, lögregluna skortir búnað, mannaflaþörf er ekki uppfyllt auk þess sem mikið vantar upp á að fjárheimildir séu í takt við þær kröfur sem gerðar eru til lögreglu eins og lögreglustjórar landsins hafa ítrekað bent á. Lögreglumenn furða sig á viðhorfi dómsmálaráðherra vegna gagnrýni sem lögreglustjórar hafa látið í ljós á fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar.  Það er engum til gagns að loka augunum fyrir slæmri stöðu lögreglunnar. Ef stjórnvöld ætla lögreglu að gæta að öryggi borgaranna þurfa að fara saman fram orð og efndir. Lögreglumenn töldu árið 2012 að botninum hlyti að vera náð þegar þeir lýstu því yfir að hægt væri að leggja niður lögregluna í þáverandi mynd, síðan hefur ástandið lítið breyst.  Nú er unnið að því að skrapa saman notuðum fötum fyrir afleysingamenn lögreglu, ekki hefur tekist að endurnýja lögreglubifreiðar samkvæmt áætlun auk þess sem lögreglumenn eru einir að störfum, langt frá allri aðstoð. Þetta er að mati lögreglumanna ekki boðlegt í íslensku samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Nýtt þjóðaröryggisráð - sýnilegur vopnaburður

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa vísað til þess að ríkislögreglustjóri eigi sjálfur að ákveða og meta hvenær sérsveitin sé send á vettvang. Hins vegar var fyrst farið að senda sérsveitarmenn á mannfögnuði eftir að nýtt Þjóðaröryggisráð undir stjórn Bjarna Benediktssonar hóf störf, en það er samráðsvettvangur lögreglunnar og ríkisstjórnarinnar.

Jóna Sólveig Elínardóttir er einn af meðlimum Þjóðaröryggisráðsins sem fullrúi meirihlutans á Alþingi, en þar sitja einnig Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi minnihlutans á Alþingi, auk þess sem forsætisráðherra getur lögum samkvæmt kallað hvern þann Íslending á fund ráðsins sem honum þurfa þykir. Bjarni Benediktsson ákvað fyrr í vikunni að Þjóðaröryggisráðið skyldi funda í vel vörðu húsnæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, sem var að sögn aðstoðarmanns Bjarna ákveðið vegna þess að öruggan stað vantaði vegna eðlis dagskrárinnar. Samkvæmt lögum ber forsætisráðuneytinu að útvega húsnæði vegna funda Þjóðaröryggisráðsins, líkt og gildir um ríkisstjórnarfundi. Í lögunum er tekið fram að fundað skuli í Stjórnarráðinu eða Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, þótt heimild sé til annars fundarstaðar. Vanalega fundar ríkisstjórn í Stjórnarráðinu, sem ekki var metinn nægilega öruggur fundarstaður að þessu sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vopnaburður lögreglu

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu