Úttekt

Kerfið ýtir undir lyfjanotkun barna

„Barnið var stútfullt af lyfjum sem virtust ekki hafa nein áhrif,“ segir Ingigerður Stella Logadóttir. Íslendingar eru heimsmeistarar í notkun ADHD-lyfja og er lyfjagjöf til ADHD-sjúklinga á Íslandi mjög frábrugðin því sem þekkist meðal hinna Norðurlandanna. Á sama tíma og ávísunum ofvirknislyfja fjölgar eykst svefnlyfjanotkun barna, en svefntruflanir eru á meðal fylgikvilla ADHD-lyfja. Sérfræðingar segja skólakerfið oft á tíðum hvetja til greininga sem í kjölfarið hvetji til lyfjanotkunar, en skortur sé hins vegar á öðrum úrræðum.

Ómar Logi var enn á leikskólaaldri þegar fór að bera á hegðunarbrestum sem einkenndust af mikilli reiði, öskurköstum og erfiðleikum með svefn. Á fjórða aldursári var hann sendur í greiningu og var niðurstaðan sú að líklega væri hann með ofvirkni og athyglisbrest, ADHD. Móður Ómars Loga, Ingigerði Stellu Logadóttur, var tjáð að sonur hennar ætti mjög líklega eftir að eiga erfitt uppdráttar í skóla, bæði félagslega og námslega, en sökum ungs aldurs var ekki talið ráðlegt að fara í sérstök meðferðarúrræði. 

Við upphaf skólagöngu átti Ómar Logi áfram erfitt uppdráttar og einkenndist hegðun hans af mikilli spennu, leiða og reiði. Skólasálfræðingur var fljótlega fenginn til að meta stöðuna og hófst greiningarferli þá að nýju. Niðurstaða greiningarinnar gaf til kynna sterk einkenni um ADHD, en jafnframt bentu niðurstöður til þess að til staðar væru einkenni um mótþróaþrjóskuröskun, ODD. Lagt var til að skýrsla um niðurstöður skólasálfræðingsins yrði lögð fyrir barnalækni þar ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Vigdís Hauksdóttir lætur víkinga bera sig í kosningamyndbandi

Aðsent

400 manns senda Katrínu Jakobsdóttur opið bréf vegna „vanrækslu stjórnvalda“ í máli Hauks

Aðsent

Typpi, hvalir og Kristján Loftsson

Fréttir

Segir ummæli Brynjars ófagleg og afvegaleiða umræðu

Úttekt

Kerfið gerir ekki ráð fyrir fötluðum foreldrum

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson ógjaldfær

Fréttir

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Viðtal

Finnur mun meira fyrir fötluninni á Íslandi

Fréttir

Forstjóri Isavia segir miklar launakröfur áhyggjuefni: Hækkaði sjálfur í launum um 400 þúsund milli ára

Fréttir

Klám­mynda­leikari fenginn til að ræða við fram­halds­skóla­nema um kyn­heil­brigði

Fréttir

Starfsfólk Árnastofnunar reitt við Ríkisútvarpið