Fréttir

Harmleikir í spænsku höllinni

Spænska konungdæmið hefur verið umdeilt. Jóhann Karl Spánarkonungur leiddi Spán til lýðræðis, en hjákonur, fílaveiðar og ógagnsæ fjármál skyggja á ferilinn og vekja spurningar um framhald konungdæmisins. Filippus, sonur hans, hefur hins vegar reynst farsæll fyrstu árin.

Filippus Tók við löskuðu konungdæmi. Hér ásamt Letiziu, eiginkonu sinni, fyrrverandi fréttakonu. Mynd:

Jóhann Karl Spánarkonungur var lengst af farsæll. En þegar hann afsalaði sér völdum, fyrir þremur árum, var konungsfjölskyldan vart svipur hjá sjón. Umfram allt voru það stórfelldir fjárglæpir tengdasonarins sem laskaði konungsliðið en hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í síðasta mánuði. Dóttirin, Kristín, fyrrverandi hertogaynja af Palma, slapp hins vegar við fangelsisvist eftir flókin málaferli sem kostuðu hana konungstignina. En framhjáhald gamla konungsins sjálfs, í eitt sinn með alltof áberandi ástkonu, og forkastanlegar fílaveiðar hans í Botswana voru heldur ekki til að bæta ástandið. Þar á ofan eru efnahagsmál fjölskyldunnar undir huliðshjálmi svo ógjörlegt er fyrir almenning að vita um eyðslu hennar og auðæfi þótt látið sé að því liggja að hún búi við sama gagnsæi og aðrir. Þrátt fyrir þetta hefur nýja konunginum, Filippusi sjötta, tekist að stíga ölduna.

Kóngur fær hinn fullkomna tengdason

Iñaki Urdangarín var einn af frægari handboltahetjum þjóðarinnar. Hann var með ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

„Einkar lágt lagst, Jón Steinar“

Pistill

Hvar eru íslensku níðingahringarnir?

Flækjusagan

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Aðsent

En það kom ekki fyrir mig!

Fréttir

Sjö vikna gamalt stúlkubarn í einangrun vegna kíghósta

Fréttir

Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi

Fréttir

Margvísleg brot á starfsleyfi í matreiðslu ISS fyrir skólabörn

Úttekt

Formaðurinn skuldar yfir 20 milljónir í opinber gjöld

Fréttir

Lögðu hald á margvísleg gögn

Pistill

„Einkar lágt lagst, Jón Steinar“

Viðtal

Vonar að lögregla eigi enn gögn úr tölvum Roberts Downey