Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ungt fólk flýr klær GAMMA og heldur sig í hreiðrinu

Stór leigu­fé­lög kaupa sí­fellt fleiri eign­ir og hækka leig­una um tugi pró­senta. Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur hækk­að um rúm sex­tíu pró­sent á síð­ustu sex ár­um. Þá fjölg­ar íbúð­um í út­leigu til ferða­manna sem ýt­ir und­ir hátt leigu­verð. Ungt fólk er að gef­ast upp; flyt­ur úr borg­inni, inn á for­eldra sína eða út fyr­ir land­stein­ana.

Pétur Már Guðmundsson og fjölskylda höfðu búið í leiguíbúðum árum saman, en þurftu að lokum að flýja hækkandi leigu og íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu. Síðast leigði Pétur, ásamt sambýliskonu sinni og börnum, íbúð á Bragagötu í miðborg Reykjavíkur og borguðu þau 200 þúsund krónur í leigu á mánuði. Leigusamsteypur voru farnar að skoða eignina og aðrar í kring, leigusalinn ætlaði að hækka leiguna og þau sáu ekki fram á að hafa efni á því að leigja eða kaupa á höfuðborgarsvæðinu. „Það var náttúrlega eins há leiga og við gátum mögulega borgað. Svo stóð til að hækka það enn frekar, þá var það eiginlega ekki hægt,“ segir Pétur.

Fjölskyldan varð að flytja inn á tengdaforeldra Péturs þar sem hún borgaði niður skuldir og lagði fyrir. Loks fengu þau lán hjá foreldrum sínum til þess að kaupa sér íbúð. „Við keyptum okkur hús á Stokkseyri, 200 fermetra hús með 2.000 fermetra lóð á tæpar 24 milljónir. Þetta er allt annar veruleiki en í bænum. Þessi markaður í Reykjavík er martröð, og hann hefur bara versnað síðan.“ 

Unga fólkið situr eftir

Ungt fólk situr eftir í lengstu samfelldu uppsveiflu lýðveldissögunnar. Þrátt fyrir aukinn hagvöxt og kaupmátt hefur sjaldan verið erfiðara fyrir ungt fólk að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Húsnæðisskortur, fjölgun erlendra ferðamanna og uppkaup stórra leigufélaga á jafnvel heilu íbúðablokkunum hefur ýtt undir sífellt hækkandi húsnæðis- og leiguverð á undanförnum árum sem veldur því að fjöldi fólks kemst ekki úr foreldrahúsum, gefst jafnvel upp og flytur úr landi. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun en samkvæmt nýlegri spá greiningardeildar Arion banka gæti húsnæðisverð hækkað um allt að þrjátíu prósent á næstu þremur árum. 

Kynslóðin sem er að stíga sín fyrstu skref á bæði vinnumarkaði og húsnæðismarkaði verður einna verst úti. Há leiga á óöruggum leigumarkaði hefur einnig orðið til þess að fólk nær ekki að safna upp í útborgun á eigin íbúð. Það situr fast.

Á sama tíma hefur eldri kynslóðin sjaldan haft það jafn gott. Hækkandi fasteignaverð hefur orðið til þess að eignarhlutur þeirra í fasteignunum hefur farið sífellt hækkandi og tekjur þeirra hafa aukist. Stærsta aðgerð fyrri ríkisstjórnar í húsnæðismálum, Leiðréttingin, sneri einnig að eldri kynslóðinni, en skildi þá ungu út undan. Þar voru 72,2 milljarðar króna teknir úr ríkissjóði og millifærðir að stærstum hluta á þann helming þjóðarinnar sem fyrir átti mestar eignir á Íslandi – eignirnar sem þessi hópur getur nú annaðhvort leigt ungu kynslóðinni á sögulega háu verði eða ferðamönnum. Þá fjárfesta lífeyrissjóðirnir í auknum mæli í stórum leigufélögum sem kaupa upp heilu íbúðablokkirnar og stjórna orðið leiguverði á stórum svæðum. Lífeyrissjóðirnir taka þannig þátt í að breikka kynslóðabilið með því að ýta undir hátt leiguverð hjá ungu fólki svo að eldra fólk njóti góðs af.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.
Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi
ÚttektHúsnæðismál

Hvernig hús­næð­is­lán velja þing­menn?: Óverð­tryggð lán mest áber­andi

Þeir þing­menn sem út­skýra óverð­tryggð lán sín segj­ast hafa tek­ið þau vegna þess að þeir ráði vel við sveifl­ur í greiðslu­byrði vegna vaxta­hækk­ana. 34 af 47 þing­mönn­um sem Stund­in skoð­aði eru með ein­hver óverð­tryggð lán úti­stand­andi. Ein­ung­is 10 þing­menn af 63 svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um hús­næð­is­lán sín og þar af ein­ung­is einn úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Upp­lýs­ing­ar um hús­næð­is­lán annarra þing­manna eru sótt í veð­bóka­vott­orð fast­eigna sem þeir búa í.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu