Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Thorsil og United Silicon deila um hver mengi meira: Miklu stærri verksmiðja í pípunum

Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lykt­ar­meng­un“ í mats­skýrslu verk­smiðju Thorsil en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem þar koma fram verð­ur hún tölu­vert stærri og hærri en verk­smiðja United Silicon. Fjöl­marg­ir eig­end­ur Thorsil tengj­ast Sjálf­stæð­is­flokkn­um beint eða óbeint.

Thorsil og United Silicon deila um hver mengi meira: Miklu stærri verksmiðja í pípunum
Stór og mikil verksmiðja Þessa mynd má sjá í matsskýrslu Thorsil og gefur hún hugmynd um stærð og umfang verksmiðjunnar en þess ber að geta að inn á myndina vantar verksmiðja United Silicon.

Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lyktarmengun“ í matsskýrslu Thorsil sem nú liggur inni hjá Umhverfisstofnun en samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram verður verksmiðjan töluvert stærri og hærri en verksmiðja United Silicon, sem fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar hafa kvartað undan eftir gangsetningu hennar á dögunum. Margir eigendur Thorsil tengjast Sjálfstæðisflokknum beint eða óbeint.

Einkenni sjónrænna áhrifa frá nýrri kísilverksmiðju Thorsil sem áætlað er að reisa í Helguvík eru allt frá „nokkuð neikvæðum“ yfir í „verulega neikvæð“ samkvæmt upplýsingum sem fram koma í matsskýrslu sem nú liggur inni hjá Umhverfisstofnun. Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lyktarmengun“ en líkt og Stundin hefur greint frá var sama uppi á teningnum í matsskýrslu United Silicon.

„Stofnunin telur mikilvægt að draga úr losun slíkra efna.“

Mikinn reyk og stæka brunalykt hefur lagt frá verksmiðju United Silicon og hefur það meðal annars valdið óþægindum í öndunarfærum einhverra íbúa sem hafa kvartað undan því á samfélagsmiðlum þar sem mál kísilverksmiðjunnar hafa verið rædd undanfarna daga. Brunalyktin er eitthvað sem eftirlitsaðilar gerðu ekki ráð fyrir en efni og efnasambönd sem hafa myndast í verksmiðjunni undanfarna daga og hafa borist út og yfir byggð í Reykjanesbæ gætu innihaldið PAH efni og B(a)P, sem myndast við ófullkominn bruna á lífrænum efnum. Nánari lýsingu á umræddum efnum má finna hér neðar.

Gagnrýni Umhverfisstofnunar
Gagnrýni Umhverfisstofnunar Svo virðist sem að forsvarsmenn Thorsil viti ekki nákvæmlega hversu mikið af hættulegum og krabbameinsvaldandi efnum verksmiðjan kemur til með að losa líkt og sést hér í gagnrýni Umhverfisstofnunar og svari Thorsil. Til vinstri er gagnrýni Umhverfisstofnunar og til hægri er svar Thorsil við gagnrýninni.

Engar upplýsingar um losun krabbameinsvaldandi efna

Ekki er gert ráð fyrir þessu í matsskýrslu Thorsil sem nú reynir að fá starfsleyfi fyrir verksmiðjuna í Helguvík. Í skýrslunni er þó talað um PAH-efni og B(a)P en þar gagnrýnir Umhverfisstofnun Thorsil fyrir að taka ekki saman hversu mikið magn af þessum efnum sé áætlað að verksmiðjan losi og spyr einnig hvort gerðar verði einhverjar ráðstafanir til þess að varna því að PAH berist út í umhverfið en PAH-efni geta „valdið krabbameini og ýmsum öðrum neikvæðum áhrifum berist þau í lífverur,“ eins og

Umhverfisstofnun segir í mati sínu og ítrekar: „Stofnunin telur mikilvægt að draga úr losun slíkra efna.“ Það vekur athygli að forsvarsmenn Thorsil viðurkenna að þeir hafi ekki upplýsingar um magn eða hlutfall B(a)P af PAH sem mun koma frá verksmiðjunni. Svo virðist sem að stuðst sé við ágiskanir því í matsskýrslunni er aðeins talað um að losun efnanna „...gæti verið“ svona eða hinsegin mikil.

„Þá kemur verksmiðja Thorsil til með að vera í heildina mun stærri en verksmiðja United Silicon“

Þá vekur stærð verksmiðju Thorsil einnig athygli en sumir íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað undan því að verksmiðja United Silicon hafi eyðilagt ásýnd Bergsins í Reykjanesbæ. Bergið hefur hingað til leikið stórt hlutverk í stærstu fjölskylduhátíð bæjarfélagsins, Ljósanótt, en á hápunkti hátíðarinnar eru ljós tendruð sem staðsett eru eftir öllu Berginu. Kísilver United Silicon er hinsvegar lítið ef það er borið saman við kísilver Thorsil. Þannig er kísilver United Silicon 38 metra hátt en samkvæmt teikningum Thorsil verður sjálf kísilverið 45 metrar á meðan skorsteinar verksmiðjunnar koma til með að vera í 53 metra hæð. Þá kemur verksmiðja Thorsil til með að vera í heildina mun stærri en verksmiðja United Silicon, eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum. Myndirnar eru hluti af matsskýrslu Thorsil og eiga að sýna stærð þess frá nokkrum sjónarhornum, meðal annars frá Garðsskagavegi. Þar sést í Kölku, endurvinnslustöðina í Helguvík, sem virðist lítil þar sem hún stendur fyrir framan verksmiðjuna.

Samanburðarmynd
Samanburðarmynd Þessa samanburðarmynd má finna í matsskýrslu Thorsil.

Samanburðarmyndir hafa ekki staðist

Þegar litið er á þessar myndir er þó tvennt sem hafa ber í huga. Í fyrsta lagi vantar verksmiðju United Silicon inn á þessar samanburðarmyndir og í öðru lagi birtust svipaðar samanburðarmyndir í matsskýrslu United Silicon, en líkt og Stundin hefur bent á þá var mikið ósamræmi í þeim upplýsingum sem birtust í matsskýrslunni annars vegar og raunveruleikans hins vegar. Stærð verksmiðjunnar var eitt af því sem ekki stóðst. Hún reyndist miklu stærri en gert var ráð fyrir.

Annað athyglisvert sem fram kemur í matsskýrslunni er gagnrýni frá United Silicon sem skilaði inn umsögn um umhverfismatsskýrslu Thorsil og sagði meðal annars að útblástur Thorsil myndi dreifast víðar en þeir vildu viðurkenna. Í umsögn United Silicon segir að niðurstöður loftdreifiútreikninga í frummatsskýrslu Thorsil fyrir áætlaðan útblástur mengunarefnanna brennisteinsoxíðs og köfnunarefnisoxíðs frá skorsteinum fyrirugaðrar verksmiðju geti „tæplega staðist.“ Þá segist United Silicon hafa látið kanna niðurstöðurnar, bæði frá hefðbundinni loftfræði og borið saman við þeirra eigið loftlíkan, sem enginn kannast reyndar við að hafa búið til.

„Hluti eigenda kísilverksmiðjunnar er nátengdur Sjálfstæðisflokknum.“

Nálægt íbúðarbyggð
Nálægt íbúðarbyggð Áhyggjur íbúa snúa meðal annars að því hversu nálægt verksmiðjurnar eru íbúabyggð.

„Niðurstaða þessa samanburðar sýnir augljóslega að loftdreifingarútreikningar í frummatsskýrslu Thorsils eru ekki framkvæmdir á viðurkenndan hátt og niðurstöður þeirra því rangar. Rannsakanir þessar sýna beint, að mengunarefni frá fyrirhuguðum útblæstri Thorsils mun dreifast víðar en skilgreint er í frummatsskýrslu Thorsil, ef notaðir eru jafn háir skorsteinar og fyrirhugað er að gera samkvæmt frummatsskýrslu Thorsils. Niðurstöður dreifingarútreikninga á fyrirhuguðum útblæstri Thorsil bera vitni um að mengunarefni dreifast um 1.800 metrum lengra en sýnt er í frummatsskýrslu Thorsil og munu hafa bein áhrif á íbúðahverfi í norðurhluta Reykjanesbæjar, verði af byggingu hennar,“ segir í umsögn United Silicon um væntanlega verksmiðju Thorsil.

Thorsil gagnrýnir loftdreifilíkan United Silicon

Þessu hafna talsmenn Thorsil og segja í raun hið andstæða; loftdreifilíkan sem United Silicon studdist við væri einfalt og í raun of einfalt miðað við flókið og óstöðugt veðurfar á þessu svæði. Thorsil sé að nota viðbótarlíkön og fyrirtækið hafi fengið „reyndustu aðila á Íslandi, Verkfræðistofuna Vatnaskil, til þess að vinna loftdreifireikninga fyrir verkefnið í Helguvík.“

En á meðan talsmenn þessara tveggja verksmiðja deila um það hvor mengi meira og frá hvorri verksmiðjunni mengunin dreifist lengra og yfir íbúabyggð þá bíða íbúar Reykjanesbæjar áhyggjufullir eftir einhvers konar staðfestingu á því að heilsa þeirra hljóti ekki skaða af stóriðjunni í Helguvík.

„Alls er um að ræða 770 milljóna króna ívilnanir á sköttum og opinberum gjöldum á þrettán ára tilmabili.“

Blaðamaður Stundarinnar hafði samband við upplýsingafulltrúa bæjarfélagsins til þess að fá staðfest hvort athugasemdir eða spurningar hefðu borist frá bæjarfélaginu og þá hverjar þær voru vegna gerðar matsskýrslunnar. Svör við því höfðu ekki borist áður en fréttin var birt. Íbúar hafa að undanförnu verið hvattir til þess að senda inn athugasemdir vegna þess leyfis inni á vef Umhverfisstofnunar. Inni í hóp íbúa Reykjanesbæjar á Facebook eru þeir hvattir til þess að skila inn athugasemdum en sú sem setti inn færsluna hvetur fólk sérstaklega „...vegna þess hvernig þetta er orðið í dag en það er ógeðsleg lykt hér daglega vegna United Silicon.“

Í fyrra skrifuðu rúmlega 25 prósent íbúa undir undirskriftasöfnun þar sem krafist var íbúakosninga vegna breytinga á deiliskipulagi í Helguvík. Hópur íbúa sem barðist gegn frekari stóriðju efndi til söfnunarinnar en fjöldi undirskrifta náði 25 prósenta lágmarki sem Reykjanesbær gerir kröfu um vegna íbúakosninga. Ráðamenn í Reykjanesbæ, meðal annars Gunnar Þórarinsson sem nú situr í meirihluta fyrir hönd Frjáls afls en var áður m.a. forseti bæjarstjórnar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, gaf það út að niðurstaða íbúakosninganna yrði ekki bindandi og myndi því ekki hafa nein áhrif. Þær yfirlýsingar eru taldar hafa haft úrslitaáhrif hvað áhuga íbúa á þátttöku í kosningunni varðaði. Aðeins fleiri en 900 íbúar tóku þátt en af þeim var tæplega helmingur á móti frekari stóriðju í Helguvík. En eins og áður segir hafði íbúakosningin engin áhrif.

Mengunin mikil
Mengunin mikil Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur átt í erfiðleikum með að hita upp fyrsta ofninn af fjórum sem ráðgert er að gangsetja. Afleiðingarnar hafa valdið íbúum áhyggjum en mikinn reyk og stæka brunalykt hefur lagt frá verksmiðjunni frá því hún var opnuð.

Stórfelldar ólöglegar skattaívilnanir

Stundin hefur áður fjallað um málefni Thorsil og þá sérstaklega hverjir standa að baki félaginu og þeim framkvæmdum sem nú valda íbúum í Reykjanesbæ miklum áhyggjum. 

Stundin hefur áður fjallað um málefni Thorsil og þá sérstaklega hverjir standa að baki félaginu og þeim framkvæmdum sem nú valda íbúum í Reykjanesbæ miklum áhyggjum. Hluti eigenda kísilverksmiðjunnar er nátengdur Sjálfstæðisflokknum. Fyrirtækið fékk stórfelldar skattaívilnanir vegna verkefnisins, líkt og fjallað hefur verið um. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, stefndi íslenska ríkinu síðasta haust vegna þess sem stofnunin taldi ólögmæta ríkisaðstoð. Um var að ræða ívilnunarsamninga sem íslenska ríkið gerði við fjögur fyrirtæki fyrir utan Thorsil en þau voru Becromal, Verne, Íslenska kísilfélagið og GMR endurvinnsluna. Ríkisaðstoðin var sögð fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð sem gangi gegn EES-samningnum. Íslenska ríkinu var gert að endurheimta umrædda ólögmætu ríkisaðstoð en það hefur ríkið enn ekki gert og því hefur ESA stefnt íslenska ríkinu. Málið hefur ekki verið til lykta leitt.

Alls er um að ræða 770 milljóna króna ívilnanir á sköttum og opinberum gjöldum á þrettán ára tilmabili. Heildarfjárfestingin í kísilverksmiðjunni nemur um 28 milljörðum króna. Í fjölmiðlum hefur komið fram að Thorsil hafi gert samninga um sölu á kísilmálmi til tíu ára fyrir samtals um 150 milljarða króna. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun Stundarinner er því um að ræða verksmiðju þar sem verulegir fjárhagslegir hagsmunir eru undir.

Úr umfjöllun Stundarinnar um eigendur Thorsil frá 11. júní 2015:

Sterk tengsl Thorsil við Sjálfstæðisflokkinn

Meðal eigenda verksmiðju Thorsil sem tengjast Sjálfstæðisflokknum beint eða óbeint eru: Einar Sveinsson, föðurbróðir og fyrrverandi viðskiptafélagi Bjarna Benediktssonar, Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, Hákon Björnsson, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og Guðmundur Ásgeirsson, viðskiptafélagi Einars og Bjarna í gegnum olíufélagið N1 og tengd félög. 

Þá má nefna einnig Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og félag í eigu Ágústs Valfells og fjölskyldu.

Klárað fyrir þinglok
Klárað fyrir þinglok Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur um fjárfestingarsamning við Thorsil, fyrirtæki sem að hluta til er í eigu Eyþórs Arnalds, var samþykkt á Alþingi. Þau sjást hér saman á landsfundi Sjálfstæðisflokksins ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanni flokksins og núverandi þingmanni Viðreisnar.

Tengslin við N1

Mest hefur verið rætt um eignarhald félagsins P 126 ehf. í Thorsil. en það á Einar Sveinsson í gegnum eignarhaldsfélag í Lúxemborg. Guðmundur Ásgeirsson, sem yfirleitt er kenndur við skipafélagið Nesskip, á félagið Hlér ehf. sem á hlut í verksmiðju Thorsil í gegnum annað félag.

Guðmundur kom meðal annars að viðskiptafléttunni sem gerði Einari Sveinssyni og fjölskyldu kleift að kaupa rútufyrirtækin Kynnisferðir og Reykjavík Excursions út úr olíufélaginu N1 áður en kröfuhafar félagsins tóku það félag yfir. Einar og Benedikt Sveinssynir voru ráðandi hluthafar í N1. Guðmundur Ásgeirsson og Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri N1, komu að þeirri fléttu en Jón Gunnsteinn er varamaður í stjórn Hlér og einn helsti stjórnandi Kynnisferða og Reykjavík Excursions.

Meðal hluthafa Kynnisferða og Reykjavík Excursions eru Einar Sveinsson, þrjú börn hans, og eins Jón Benediktsson, bróðir Bjarna Benediktssonar. Ef Bjarni væri ekki formaður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og ráðherra væri hann líklega sjálfur hluthafi í félaginu líkt og bróðir hans og frændur. Með þessu er átt við að önnur börn þeirra Einars og Benedikts eru hluthafar í rútufyrirtækjunum í ljósi uppruna síns og væri Bjarni það líklega einnig ef hann væri ekki þingmaður og ráðherra. 

Eignarhald hluta verksmiðjunnar á huldu

Hluthafar kísilverksmiðjunnar eru eignarhaldsfélögin Northsil ehf. með 68.4 prósenta hlut og eignarhaldsfélagið Strokkur Silicon ehf. sem er í eigu Strokks Energy sem á 31,6 prósenta hlut. 

Eigendur Northsil ehf. liggja fyrir en þar er John Fenger langstærstur með tæplega 74 prósenta hlut samkvæmt ársreikningi ársins 2013. Hákon Björnsson framkvæmdastjóri er næst stærsti hluthafinn í Northsil en þar á eftir koma eignarhaldsfélög Þorsteins Más Baldvinssonar og Einars Sveinssonar. 

Eigendur 33 prósenta hlutafjár í Strokki Silicon eru hins vegar ókunnir. Þetta þýðir að ekki liggur fyrir hver á meira en 10 prósent af hlutafénu í Thorsil. Stærsti eigandi Strokks Energy er fyrirtæki sem heitir Masada ehf. en það á 58 prósent í fyrirtækinu. Eigandi þess er Hörður Jónsson. Þá á fyrir tækið PMG Venture Holdings LP sem skráð er á lágskattasvæðinu Delaware í Bandaríkjunum. Ekki er hægt að sjá hver á þetta fyrirtæki.

Eignarhaldsfélag Eyþórs Arnalds á svo 9 prósenta hlut í Strokk Energy en hann er jafnframkvæmt framkvæmdastjóri félagsins.  Eyþór sinnti fjárfestingarverkefnum í gegnum ýmis félög, meðal annars Strokk Energy, á meðan hann var oddviti sjálfstæðismanna í Árborg um átta ára skeiða á árunum 2006 til 2014.

Strokkur var eigandi 40 prósenta hlutfjár í aflþynnuverksmiðju Becromal í Eyjafirði en seldi þann hlut árið 2013. Félagið hagnaðist um nærri 570 milljónir króna á því ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár