Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fréttaritari í jólabókaflóðinu

Bóka­blað­ið fékk Kamillu Ein­ars­dótt­ur, rit­höf­und og bóka­vörð á Þjóð­ar­bók­hlöð­unni, til að ger­ast sér­leg­ur frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu og fara á stúf­ana. Hún skrif­ar um hinar og þess­ar bæk­ur sem verða á vegi henn­ar og slúðr­ar um bókapartí og höf­unda.

Fréttaritari í jólabókaflóðinu
Þegar Kamilla hitti rithöfundinn heimsfræga, hann David Walliams, sem gerði einnig garðinn frægan í Little Britain.

Það er greinilega mjög geðhreinsandi að spá í morð, blóðsúthellingar og annað ógeð. Mér fannst það alveg augljóst á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í síðustu viku. Öll sem ég hitti þar voru svo hlý og notaleg. Það er langt síðan ég hef verið knúsuð jafn mikið og þessa daga sem hátíðin var í gangi.

Bernadine Evaristo

Þetta er reyndar orðið miklu stærri hátíð en bara glæpasagnahátíð. Bernadine Evaristo, sem skrifaði Stúlka, kona, annað, mætti til dæmis í ár. Líka breski barnabókahöfundurinn David Walliams og hann fyllti Smáralind og fleiri staði af bókaþyrstum börnum sem biðu sum í meira en tvær klukkustundir til að fá hjá honum áritun. Það finnst mér fallegt.

Ég mætti upp í höfuðstöðvar Arion banka til að hlusta á hann. Ég hef aldrei áður farið á bókmenntaviðburð í banka. Þau ætti að halda fleiri svona. Það voru svo þægileg sæti hjá þeim og fínar veitingarnar. Minna brask …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu