Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fólkið á vígvellinum

Í bæn­um Avdii­vka í ná­grenni Do­netsk í Úkraínu býr fólk sem gat ekki flú­ið þeg­ar stríð­ið braust út. Fólk sem er veikt eða í slæmri fé­lags­legri stöðu. Þar hef­ur Iv­an sem er 24 ára gam­all Úkraínu­mað­ur bar­ist í fjór­tán mán­uði, fyrst við að­skiln­að­ar­sinna og nú her­sveit­ir Rússa. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur stýr­ir Iv­an þús­und manna her­deild.

Aðeins 6 kílómetrum frá borgarmörkum Donetsk situr framlínubærinn Avdiivka, eyðibær sem hefur verið í fremstu víglínu síðan 2014 en eftir innrás Rússa í landið fyrr á þessu ári fór hann að verða fyrir stöðugum árásum stórskotaliðs, sem gerði tilveruna fyrir bæjarbúa ólifandi. Fyrir 2014 voru íbúar bæjarins um 32 þúsund, nú átta árum seinna eru um það bil 200 eftir. Oftar en ekki eru það einstaklingar sem hafa ekki tækifæri á að flytjast vegna veikinda, slæmrar félagslegrar stöðu og en þar eru líka nokkrir sem eru þar enn því þeir eru hliðhollir Rússum og bíða eftir að hersveitir Rússa nái yfir bæinn.

Bæjarbúar hafa lifað án rafmagns, rennandi vatns og hita síðan árásir hófust á ný í febrúar 2022. Mikið til, þá sérstaklega í byrjun stríðsins, þurfa íbúar að halda til í dimmum kjöllurum án matar og vatns – fólk sem rétt hætti sér út til að ná í vistir …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu