Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Síberíumaður Pútíns

Mjög hef­ur bor­ið á Ser­gei Shoigu, varn­ar­mála­ráð­herra Rúss­lands, eft­ir að Vla­dimír Pútín sendi skrið­dreka hans af stað til að leggja und­ir sig Úkraínu. Shoigu er upp­runn­inn í Síberíu en Síberíu­bú­ar, bæði af rúss­nesk­um ætt­um og ætt­þjóð­um frum­byggja, hafa ver­ið mjög áber­andi í hern­um

Mjög hefur borið á varnarmálaráðherra Rússlands eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Það er hinn litríki en afar umdeildi Sergei Shoigu. Og hann á sér nokkuð óvenjulega fortíð af rússneskum valdhöfum að ræða. Svo vill nefnilega til að hann er fæddur og uppalinn í Túva og að hálfu af ættum innfæddra í héraðinu. Túva er sérstakt sjálfstjórnarlýðveldi, sem svo er kallað, innan Rússlands en héruðin í Síberíuhluta Rússlands teljast til nokkurra mismunandi stjórnsýslustiga.

Túva á sér nokkuð sérstæða sögu en frumbyggjar þar teljast vera af tyrknesku bergi brotnir en í Síberíu bjó lengst af (áður en Rússar fóru að setjast að á svæðinu) fólk af ættum Túngúsa, Tyrkja og Mongóla. Eitt sinn var uppi sú kenning að allir þjóðaflokkarnir þrír  eða altént tungumál þeirra  ættu sameiginlegan uppruna í Altai-fjöllum, sem eru á mótum nútímaríkjanna Kína, Mongólíu og Rússlands eða Síberíu.

Shoigu hefur gaman af að skreyta sig glæsilegum …
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Getið þið ímyndað ykkur ef varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og/eða yfirmaður hersins, gæti nokkurn tímann verið eistaklingur sem er af frumbyggjaættum? Eins og Sergei Shoigu, sem er kominn frá Túvan-fólkinu í Síberíu? Þetta segir ýmislegt um þessi tvö ríki, Bandaríkin og Rússland...
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár