Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?

Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?
Karl 1., Karl 2, og Karl 3. — Karl 1. var hálshöggvinn, Karl 2. var kallaður „káti kóngurinn“. En hver verður grafskrift Karls 3.?


Það kom nokkuð á óvart árið 1948 þegar Elísabet krónprinsessa Breta eignaðist sinn fyrsta son og ákveðið var að nefna hann Charles eða Karl. Flestir höfðu sjálfkrafa búist við að hann myndi fá nafn föður Elísabetar, Georgs 6. sem þá var kóngur. Pilturinn nýi var að vísu skírður Georg líka — hann heitir fullu nafni Charles Philip Arthur George — en með því að skipa Karls-nafninu fremst sýndi Elísabet að hún ætlaði að kalla son sinn Karl og hann yrði því í fyllingu tímans Karl 3.

Og það hefur nú loksins gerst, nærri 74 árum síðar.

Ástæðan fyrir því að þetta kom á óvart var ekki bara sú að Elísabet skyldi ekki skíra afdráttarlaust í höfuðið á heittelskuðum pabba sínum, heldur líka að Karlarnir tveir sem hingað til hafa setið á valdastóli í Bretlandi voru hreint ekki óumdeildir, og er þá vægt að orði komist.

Kóngar sóttir til Skotlands

Þeir voru feðgar. Sá eldri fæddist árið 1600 í Dumferline-höllinni í Skotlandi en faðir hans var Jakob 6. Skotakóngur. Þá var Elísabet 1. Englandsdrottning komin vel á sjötugsaldur og þar sem hún átti ekki börn höfðu Englendingar rannsakað frændgarð hennar í leit að erfingja og staðnæmst við Jakob Skotakóng.

Þau voru náskyld. Jakob var sonur Maríu Stúart Skotadrottningar. Amma Maríu var föðursystir Elísabetar. María Stúart hafði að vísu verið fangelsuð og hálshöggvin af Elísabetu frænku sinni en slíkt og þvíumlíkt var ekki látið standa í vegi ríkiserfða og því var Jakobi í Skotlandi boðin Englandskrúna þegar Elísabet 1. hyrfi inn á hinar eilífu veiðilendur.

Það gerðist 1603, þá fór Jakob suður til Englands og settist í hásætið þar og nefndist eftirleiðis Jakob 1. Og eftir 22 ár á valdastóli þar syðra andaðist Jakob 1625 og 24 ára gamall sonur hans tók við konungstigninni sem Karl 1.

Móðir Karls var Anna prinsessa frá Danmörku, dóttir Friðriks 2. Danakóngs og þýskrar hertogadóttur.

Broguð dómgreind guðs?

Ekki leið á löngu uns miklar deilur upphófust milli Karls konungs og helstu aðalsmanna á Englandi um valdsvið og valdsmörk. Flest hin öflugri konungsríki í Evrópu voru þá orðin eða í þann veginn að verða konungseinveldi, þar sem konungur réði öllu með hjálp hirðar og embættismanna.

Þessu var Karl 1. mjög hlynntur enda taldi hann að konungar væru á sérstökum samningi við guð og þeim bæri því guðlegur réttur til ríkisstjórnar.

Hafi svo verið, þá var altént eitthvað brogað við dómgreind guðs um þær mundir því Karl 1. hafði — hvað sem öðru leið — litla hæfileika til ríkisstjórnar og litla hæfileika yfirleitt. Enda voru aðalsmenn á Englandi síst á því að gefa Karli eftir völd sín, en enska þingið hafði þá töluverð völd og vildi meira.

Aðalsmenn kröfðust þess að Karl féllist á að verða þingbundinn konungur svo allar helstu ákvarðanir hans þyrfti að bera undir þingið til samþykktar, en þegar kóngur hafnaði því kom til borgarastríðs milli stuðningsmanna þing og konungs.

Karl 1. hálshöggvinn

Auk deilna um valdsvið kraumuðu líka undir niðri illskeyttar trúarbragðadeilur en fjölskylda Karls þótti helstil veik fyrir pápísku og bætti ekki úr skák þegar hann gekk að eiga hina rammkaþólsku Henríettu Maríu konungsdóttur frá Frakklandi.

Stríði Karls og þingsins lauk í janúar 1649 þegar kóngur var handsamaður og dreginn fyrir dóm þingmanna, sakaður um landráð. Hann var að lokum dæmdur til dauða og hálshöggvinn. Þótt Karl hafi ekki þótt sérlegur bógur fram að því — nema þá helst fyrir þrjósku sakir — þá þótti hann bregðast hraustlega við dauðanum.

Það var sem sé Karl 1. sem bað um að fá tvær skyrtur til að fara í sína hinstu för á höggstokkinn því þá var kalt í veðri og hann vildi ekki fara að skjálfa úr kulda.

Því enginn mátti ímynda sér að konungurinn skylfi af ótta.

Konungdæmi endurreist

Eftir að konungur var úr sögunni réði Oliver Cromwell herforingi uppreisnarmanna í áratug en þegar hann lést var að lokum ákveðið að endurreisa konungdæmið.

Karl elsti sonur Karls 1. settist því í hásætið 1660. 

Karl 2. hefur nokkuð mótsagnakennda stöðu í breskri sögu. Í aðra röndina var hann aðsópsmikill karl og þótti skemmtilegur, og það fylgdu honum fjör og gleði. Hann var óstöðvandi kvennamaður, eins og það hét í þá daga, og eignaðist að minnsta kosti 12 börn í lausaleik, kannski mun fleiri.

Hins vegar eignaðist drottning hans, Braganza konungsdóttir frá Portúgal, engin börn. Karl 2. var þá hvattur til að skilja við hana og kvænast upp á nýtt svo hann gæti eignast skilgetna ríkiserfingja en hann ákvað að halda tryggð við Bragönzu — ef „tryggð“ er þá rétta orðið í þessu tilfelli um eiginmann sem var eins og landafjandi upp um öll pils.

Kvikasilfurseitrun

Karl 2. var áhugasamur um vísindi, landkönnun og tækni og átti sinn þátt í að koma Bretum í fremstu röð á þeim sviðum. Um leið safnaði hann miklum skuldum með gegndarlausu bruðli við hirðina. Karl hélt að mestu friðinn bæði í deilum við þing og aðal, sem og í trúmálum, en það tókst honum frekar með því að ýta vandamálunum á undan sér en leysa þau.

Karl 2. náði því síðustu æviárin að senda þingið heim og ríkja sem einvaldur en hætt er við að ef hann hefði lifað hefði á endanum allt farið í hund og kött — eins og gerðist raunar fljótlega eftir að hann dó aðeins 54 ára 1685.

Dánarorsök hans var líklega nýrnaveiki en hún hefur hugsanlega stafað af kvikasilfurseitrun, en kóngur hafði verið að skemmta sér við tilraunir með kvikasilfur nokkru áður.

Jakob bróðir Karls tók við konungdæmi hans en Jakobi var svo hrint frá völdum eftir aðeins þrjú ár á valdastóli og „dýrðlega byltingin“ tók við þegar aðalsmenn (og síðar borgarar) tóku að draga mjög úr völdum konunga og drottninga.

Síðan 1685 hefur sem sé ekki setið Karl á valdastóli í Bretlandi.

Fyrr en nú.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Smá leiðrétting: María Stuart var ekki systurdóttir Hinriks 8. Faðir hennar var hinsvegar systursonur Hinriks 8. Móðir Maríu Stuart var Marie Guise af frönskum ættum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu