Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Endalaust kveðjupartí í Kænugarði

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið rúma tvo mán­uði í Úkraínu er þetta í fyrsta sinn sem ég sé fólk hér smeykt.

Endalaust kveðjupartí í Kænugarði

Þrátt fyrir að hafa verið rúma tvo mánuði í Úkraínu er þetta í fyrsta sinn sem ég sé fólk hér smeykt. Sumir segja að best sé að læsa sig inni á klósetti til að forðast að fá í sig rúðubrot ef gluggarnir springa, aðrir að betra sé að vera frammi á gangi til að eiga auðveldara með að komast út ef byggingin fer að hrynja. Tungumálakennari minn segir að öruggast sé að mæta ekki í skólann þennan daginn þar sem hann sé í grennd við höfuðstöðvar leyniþjónustunnar SBU sem gæti orðið skotmark. Sjálf ætlar hún að heimsækja foreldra sína í öðrum landshluta. 

Sá dagur sem veldur fólki áhyggjum er annars iðulega fagnað hér í borg. Þann 24. ágúst er þjóðhátíðardagur og er því fagnað að 31 ár eru liðin frá því Úkraína lýsti yfir sjálfstæði, í sömu viku og Eystrasaltslöndin gerðu slíkt hið sama með aðstoð Íslendinga. Það tókst hjá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár