Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?

Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Krabbaþokan svokallaða, leifar af súpernóvu. Japanskir og kínverskir stjörnufræðingar tóku eftir þeim atburði þegar stjarnan, sem hér sjást leifar af, sprakk. Það gerðist 1054. Frumbyggjar í Norður-Ameríku veittu líka athygli „nýrri stjörnu“. Svæðið sem leifar stjörnunnar ná nú yfir er sem svarar sex ljósárum að þvermáli.

Jarðvísindamenn á Íslandi eru löngu farnir að gjóa augunum undrandi upp hlíðar Mýrdalsjökuls þegar þeir eiga leið framhjá fjallinu og aðgæta svo tæki sín vandlega þegar í vinnuna kemur.

Hvenær ætlar Katla að gjósa?

Samkvæmt öllum sólarmerkjum á eldstöðin mikla undir Mýrdalsjökli að gjósa á um það bil 60 ára fresti en nú eru komin meira en 100 ár síðan síðast gaus í fjallinu.

Stjarnvísindamenn úti í hinum stóra heimi eru líka farnir að klóra sér í höfðinu og píra á tæki sín í von um að greina atburð sem þeim finnst að ætti fyrir löngu að hafa borið fyrir augu þeirra.

Þegar sólin sundrast ...

Nema það sem þeir eru farnir að bíða eftir er óneitanlega töluvert ógnarlegri viðburður en jafnvel stórt eldgos í Kötlu.

Væntanlega verður heilmikil sprenging þegar Katla gýs næst eins og hér á mynd frá 1918.En sprengingin verður þó lítilfjörleg á við súpernóvu á himninum.

Þeir eru að bíða eftir súpernóvu. 

Þeir er að bíða eftir að sólstjarna sundrist í þúsund milljónir logandi agnir einhvers staðar í Vetrarbrautinni okkar og blossinn verði svo mikill allra fyrst að sprengingin verði bjartari en allar hinar 400.000.000.000 sólirnar í stjörnuþokunni okkar til samans.

Verði súpernóvan stór og einhvers staðar ekki í of mikilli fjarlægð, þá má svo búast við að í einhverja daga gæti hún lýst eins og tunglið að nóttu og verið sýnileg á daginn og vikum og mánuðum saman verði hún miklum mun bjartari en Venus, skærasta „stjarnan“ á næturhimni okkar.

Súpernóva verður þegar sólstjörnur af vissri tegund og stærð ljúka lífi sínu — ef svo má segja. Eldsneytið innan í sólum er auðvitað alls ekki óþrjótandi og þar kemur að það þrýtur og stjörnurnar „deyja“.

Það getur orðið með ýmsum hætti eftir stærð, þyngd og efnasamsetningu sólstjarnanna. Alls ekki allar stjörnur enda með því að springa í loft upp — verða súpernóva, sem sagt — en tvær leiðir liggja til þess.

Hvítir dvergar og rauðir risar

Í fyrsta lagi ef svonefndur „hvítur dvergur“ er annar hluti tvístirnis og byrjar að soga að sér efni úr hinni stjörnunni. Hvítur dvergur kallast leifar sólstjörnu sem lýkur ævi sinni með því að þenjast fyrst út — og verða þá „rauður risi“ — en falla svo saman.

Leifarnar af sprengistjörnu (súpernóvu) Keplers eins og hún lítur út nú.

Sólin okkar mun að lokum enda sem hvítur dvergur en þar sem hún er ekki partur af tvístirni er engin hætta á að hún endi sem súpernóva.

Það er nefnilega þegar kjarnorkusprenging verður við samruna hvíta dvergsins og hinnar stjörnunnar sem svona súpernóva — kölluð „gerð 1“ — á sér stað.

Gerð 2 á sér stað þegar ein stjarna af tiltekinni stærð og þyngd tekur að hrynja saman. Það getur endað með ýmsum hætti, stundum sem hvítur dvergur, nevtrónustjarna, svarthol — eða súpernóva af gerð 2.

(Hérna má lesa aðgengilegan pistil um þetta allt saman.)

Árið 1604 urðu menn síðast vitni að súpernóvu á himninum þegar þýski stjarnfræðingurinn Johannes Kepler og margir fleiri lýstu „nýrri stjörnu“ sem skyndilega hefði birst á himninum og var afar björt í þó nokkurn tíma.

Súpernóva í nágrannaþoku

Vísindamenn hafa síðar reiknað út að þessi nýja stjarna var í rauninni súpernóva af gerð 1 og hún leifar hennar sjást enn á himninum, að vísu ekki með berum augum.

Leifarnar af 1987A í Stóra Magellanskýinu

Síðan 1604 hafa menn ekki orðið vitni að súpernóvum í Vetrarbrautinni okkar. Og það er skaði vegna þess að súpernóvum, sér í lagi af gerð 2, fylgir gríðarleg útgeislun svonefndra fiseinda og jafnvel svolítill öldugangur í tímarúminu. Hvorttveggja væri mikill fengur í að fá að skoða.

Menn hafa uppgötvað margar súpernóvur í öðrum stjörnuþokum á undanförnum árum og áratugum en þær eru of fjarri til að koma rannsakendum að fullum notum. 

Súpernóvan 1987A (af gerð 2) er sú nálægasta síðan Keplersstjarnan sprakk 1604 en hún varð í Stóra Magellanskýinu sem er lítil stjörnuþoka sem fylgir Vetrarbrautinni en jafnvel þótt hún hafi orðið í „aðeins“ 168.000 ljósára fjarlægð, þá var það heldur of langt í burtu.

1-3 súpernóvur á öld, ef rétt er reiknað

Svo vísindamenn eru farnir að bíða eftir nýrri súpernóvu, enda eiga þeir nú mun betri tæki en nokkru sinni fyrr til að rannsaka fyrirbærið — þegar stjarna springur.

Og þeir eru satt að segja orðnir nokkuð langeygir — rétt eins og þau sem bíða eftir Kötlugosi — því reiknað hefur verið út að í Vetrarbraut af okkar stærðargráðu ættum við að verða vitni að 1-3 þremur súpernóvum á hverri öld. En nú eru liðin 418 ár án þess að neitt hafi sést.

Vísindamenn gera því að vísu skóna að við gætum hafa misst af einhverjum sprengingum á þessum rúmu fjórum öldum af því þær hafi verið huldar rykskýjum eða einhverjum öðrum fyrirbærum, en við ættum samt að hafa séð flestar þeirra — ef þær hefðu orðið á þessum tíma.

Tala nú ekki um þessa síðustu öld sem við höfum líka beðið eftir Kötlugosi.

Flóð af fiseindum

Það sem gerir vísindamenn enn spenntari en ella er að súpernóva af gerð 2 er talin byrja af senda frá sér flóð af fiseindum skömmu áður en sprengingin sjálf verður. Fiseindaflóðið gæti byrjað nokkrum klukkustundum eða jafnvel dögum áður en súpernóvan brýst út.

Ef súpernóva verður nógu nærri til að unnt sé að greina fiseindirnar nægilega tímanlega, þá gætu vísindamenn því undirbúið sig, beint öllum sínum tólum að hinum væntanlega sprengistað og orðið vitni að allri dýrðinni frá upphafi til enda.

Og öðlast þar með mun betri skilning á — ja, allskonar!

Því nær okkur sem hin yfirvofandi súpernóva verður, þeim mun betra fyrir vísindamennina. 

Og þó er ekki gott að hún verði of nærri, því þá gæti hún baðað Jörðina okkar í svo miklu flóði af útfjólubláum geislum, gammageislum og Röntgengeislum að ysta lag ósonlagsins gæti tæst í sundur — með hörmulegum afleiðingum.

Fjöldaútrýming af völdum súpernóvu?

Vísindamenn hafa til dæmis sett fram þá kenningu að dularfull fjöldaútrýming lífvera á Jörðinni fyrir 360 milljónum ára kunni að hafa stafað af súpernóvu í nágrenninu.

Brynháfar á borð við þennan kunna að hafa dáið út af völdum súpernóvu

Sem betur hafa ekki fundist neinar stjörnur beinlínis hér í bakgarði okkar sem líklegar eru til að springa í fyrirsjáanlegri framtíð, svo ekki er ástæða til að óttast slíkt.

Og því bíða vísindamenn fyrst og fremst fullir af tilhlökkun eftir næstu súpernóvu.

Og athyglin hefur þá ekki síst beinst að Betelgeuse, rauðum risa sem er í „aðeins“ 500-600 ljósára fjarlægð. Betelgeuse er svo tröllsleg stjarna að umfangi að hún mundi ná út fyrir loftsteinabeltið milli Mars og Júpíters ef hún væri í miðju sólkerfis okkar en er þó aðeins 10-20 sinnum þyngri en sólin okkar.

Þetta tröll er tíunda bjartasta stjarnan á næturhimni okkar, séð með berum augum. Það tilheyrir stjörnumerkinu Óríón, nokkuð fyrir ofan það belti Óríóns sem við Íslendingar köllum Fjósakonurnar.

Betelgeuse mun springa

Fyrir nokkrum árum fór birtustig Betelgeuse að flökta undarlega og vísindamenn töldu um hríð að stjarnan væri að búa sig undir að springa. Og þeir hlökkuðu sannarlega til enda verður sjón að sjá þegar Betelgeuse tætist í sundur sem súpernóva.

Nýjustu rannsóknir virðast þó gefa til kynna að flöktið eigi sér aðrar ástæður. Svo vísindamenn eru í bili hættir að einbeita sér að Betelgeuse og búast fremur við súpernóvu einhvers staðar á óvæntum stað næturhiminsins.

Og bíða spenntir.

En þó er ljóst að Betelgeuse mun springa.

Einhvern tíma eftir svona 100 þúsund ár.

Þá mun næturhiminninn lýsast allur upp.

En spurning hverjir sjónarvottarnir verða.

Sólin okkar (neðst til vinstri) er ekki stór miðað við tröllið Betelgeuse
Betelgeuse (lengst til vinstri) er þó langt í frá stærsta stjarnan sem við höfum fundið.Lengst til hægri er VY Canis Majoris.
Ég gat svo ekki stillt mig um að birta að lokum mynd af rokkhljómsveitinni Supernova með söngvarann Lucas Rossi í broddi fylkingar.Ekki hefur spurst til þessarar hljómsveitar síðan 2007.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
10
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu