Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?

Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Frumbyggjar Taívans eru nú um 600 þúsund. Þeir eru skyldir Malajum og Pólýnesum Kyrrahafsins, ekki Kínverjum.

Heimsókn Nancy Pelosi til Taívans á dögunum olli gríðarlegri gremju Kínverja og hafa Taívanir ekki bitið úr nálinni með það. Kínverjar hóta öllu illu, enda hafi heimsóknin falið í sér ótilhlýðilega viðurkenningu Bandaríkjastjórnar á Taívan sem sjálfstæðu ríki — en sannleikurinn sé sá að Taívan sé og hafi alltaf verið hluti Kína.

Alveg burtséð frá pólitískum spurningum málsins:

Er það rétt?

Hér á eftir verða nokkrar staðreyndir í sögu Taívans raktar.

Yngri en elstu hlutar Íslands

Taívan er eyja, um það einn þriðji af Íslandi að stærð. Hún hlóðst upp í mikilli eldvirkni fyrir 4-5 milljónum ára þegar gríðarlegur núningur hófst milli  jarðskorpufleka Asíu (eða Evrasíu) annars vegar og Filippseyjaflekans hins vegar.

Jarðfræðilega er Taívan því töluvert yngri en elstu hlutar Íslands, Vestfirðirnir og Austfirðirnir, sem mælst hafa 12-18 milljón ára gamlir.

Enn er umtalsverð jarðskjálftavirkni á Taívan vegna fyrrnefnds núnings en eldvirki er fremur lítil um þessar mundir. Á eystri hluta eyjarinnar eru háar fjallakeðjur þar sem eru margir tindar vel yfir 3.000 metrar að hæð. Sá hæsti er nærri 4.000 metrar.

Á vestari hluta eyjarinnar er hins vegar láglendi, aflíðandi frá fjöllunum í austri og niður að vesturströndinni.

Stundum hefur mátt ganga á milli

Taívan hefur stundum tengst meginlandi Evrasíu. Það gerist þegar ísaldir binda mikinn sjó við heimskautin og sjávarborð lækkar umtalsvert. Þetta gerðist til dæmis á síðustu ísöld sem lauk fyrir um 10 þúsund árum.

Meðan sjávarborð var lágt höfðu menn notað tækifærið og gengið þurrum fótum yfir hið svonefnda Taívan-sund, sem nú heitir, og sest að í og við fjöllin háu. Þegar ísaldarjöklarnir bráðnuðu og sjórinn sneri aftur sat fólkið eftir á Taívan.

Nú eru 180 kílómetrar milli meginlands Evrasíu og Taívans. Það er örlítið styttri vegalengd en milli Bandaríkjanna og Kúbu, svo dæmi sé tekið, en umtalsvert lengra en milli Danmerkur og Noregs yfir Skagerak.

Og rétt tæplega helmingi styttri vegalengd en milli Íslands og Færeyja þar sem styst er.

Talið er að á Taívan hafi þá meðal annars búið manntegund sem við kunnum ennþá lítil skil á.

Ný menning á Taívan

Fyrir 5.000 til 6.000 árum var nýtt fólk komið til Taívans og virðist hafa á tiltölulega skömmum tíma rutt úr vegi menningu þeirra sem fyrir voru. Þetta fólk hefur sennilega komið á bátum yfir sundið frá meginlandi Evrasíu en var þó alls ekki á nokkurn hátt skylt því fólki sem seinna gat af sér Kínverja.

Frumdrög að Kínverjum var einmitt verið að leggja um þær mundir þar sem nú er norðurhluti Kína í um 1.500 kílómetra fjarlægð frá Asíuströnd Taívan-sunds.

Eftir að forfeður og -mæður Han-Kínverja lærðu að rækta hrísgrjón efldist það fólk mjög og fór svo að fikra sig í suðurátt og gleypti þá í leiðinni í sig marga ættflokka og þjóðir sem fyrir voru. 

Það snerti hina nýju íbúa Taívans þó ekki neitt.

Þeir undu á sinni eyju bæði í fjöllunum í austri en ekki síður við sjóinn.

Lagt á sjóinn

Það eru reyndar til kenningar um að þetta „nýja fólk“ sé einfaldlega komið af eldri íbúum og hafi þróað sína sérstöku menningu á Taívan.

Og sé því í rauninni sjálfsprottið þar.

Ástrónesíar er þessi þjóð kölluð — og best að ítreka:

Hún var ekkert skyld Kínverjum. Ekki neitt.

Nema hvað þetta fólk lærði að yrkja jörðina en lifði líka að verulegu leyti á sjávarfangi og varð raunar æ meira gefið fyrir siglingar. Í nokkrum áföngum lagði það á haf út og sigldi fyrst suður til Filippseyja, síðan til indónesísku eyjanna, síðan langar langar leiðir út á Kyrrahafið þvert og endilangt.

Það voru sem sé frumbyggjar frá Taívan sem þróuðu hina ótrúlegu siglingamenningu Pólýnesa.

Og afkomendur þessara Taívana búa síðan um allt Kyrrahafið frá Havaí-eyjum til Páskaeyju til Nýja Sjálands og meira að segja á Madagaskar við Afríkustrendur.

Kínverjar byggðu ekki Taívan

En aðrir urðu eftir á Taívan og mynduðu þar Yuanzhumin-þjóðina sem einnig er kölluð Gaoshan. Yuanzhumin-fólkið bjó aðallega í fjöllunum á Taívan en skyldir ættbálkar bjuggu á láglendinu.

Og þetta er það fólk sem nú er kallað „frumbyggjar Taívans“.

Frumbyggjar Taívans eru sem sé ekki Kínverjar, svo það sé enn sagt, heldur skyldir Malajum, Pólýnesum og Mikrónesíngum.

Nú leið og beið.

Töluvert fyrir upphaf tímatals okkar (Krists burð) má segja að Kína hafi verið orðið til á meginlandi Evrasíu enda Han-Kínverjar komnir æ lengra í suðurátt. Í Kína gekk á ýmsu, stundum sameinuðu öflugar valdaættir allt eða mestallt hið víðáttumikla svæði undir einni stjórn, en stundum var allt í hers höndum og grimmileg stríð háð milli kínverskra ríkja.

En einu mátti þó treysta, Kínverjar höfðu lítinn sem engan áhuga á eyjunni Taívan eða hvað þeir munu hafa kallað hana þá. Einhver verslun var milli Yuanzhumin-fólksins og Kínverja en hún var í mýflugumynd.

Höfðu engan áhuga á Taívan

Á ofanverðri 13. öld — það er að segja um svipað leyti og Íslendingar undirgangast stjórn Noregskonungs — þá fara kínverskir fiskimenn að heimsækja Taívan og koma sér þar upp einhverjum veiðistöðvum. Heimamenn virðast hafa látið þá í friði enda gerðu þeir sig ekki breiða í það sinn.

Taívan er út af ströndum Kína en er þó ekki hluti Kína, hvorki landfræðilega, menningarlega né sögulega — fyrr en síðustu 2-300 ár eða svo

Athyglisvert er til dæmis að í eina skiptið í sögu sinni sem Kínverjar gerðust mikið siglingaveldi — í upphafi 15. aldar — og gerðu þá út risastóra flota til að heimsækja aðrar þjóðir í Suðaustur-Asíu og við Indlandshaf og heimta undirgefni þeirra við keisara sinn, þá komu þessir flotar aldrei við á Taívan.

Stjórnendur Kína höfðu greinilega engan áhuga á Taívan þá.

Þar bjuggu frumbyggjarnir að því er virðist í friði og ró að mestu. Þeir mynduðu ekki öflug eða heildstæð ríki en virðast heldur ekki hafa barist neitt að ráði innbyrðis.

Árið 1349 kom kínverski ferðalangurinn Wang Dayuan til Taívans. Hann hitti fyrir allmarga kínverska fiskimenn á Penghu-eyjum sem eru út á Taívan-sundi, 50 kílómetra frá Taívan, en engir Kínverjar voru þá búsettir á Taívan-eyju sjálfri.

Portúgalir „finna“ Fagurey

Þegar kom fram á 16. öld voru Evrópumenn byrjaðir að sigla um öll heimsins höf og 1544 „fundu“ Portúgalir eyjuna og nefndu hana Formósu, eða Fagurey. 

Þeir töldu sig, þrátt fyrir fegurðina, hafa lítt til eyjarinnar að sækja, svo bækistöðvar þeirra urðu ekki umfangsmiklar í það sinn. Í upphafi 17. aldar færðist hins vegar fjör í leikinn þegar Spánverjar og Hollendingar fóru að keppa við Portúgali um yfirráð yfir siglingaleiðum á svæðinu. 

Ekki hirði ég um að rekja þá sögu í smáatriðum en mestallan fyrri hluta aldarinnar má segja að Hollendingar hafi ráðið suðurhluta Taívans en Spánverjar norðurhlutanum.

Yfirráð beggja voru þó fyrst og fremst bundin við lítil virki á ströndinni.

Kínverjum var þá svolítið farið að fjölga á suðvesturhorni eyjarinnar. Þegar Hollendingar mættu til leiks 1623 töldu þeir 1.500 Kínverja á eyjunni.

Flestir voru fiskimenn en einnig svolítið af kaupmönnum, auk þess sem nokkrir sjóræningjar höfðu komið sér upp stöðvum þar.

Uppreisnir gegn Evrópuveldum

Íbúar Taívans — það er að segja frumbyggjarnir — voru sáróánægðir með að vera orðnir leiksoppar Evrópuveldanna og gerðu nokkrum sinnum uppreisnir en biðu ævinlega lægri hlut. Hollendingar, sem nú voru búnir að ýta Spánverjum og Portúgölum burt, brugðust við af þeirri hörku og grimmd sem þeir voru þekktir fyrir sem nýlenduherrar.

Upp úr 1660 voru Hollendingar komnir vel á veg með að leggja undir sig stóran hluta Taívans, altént vesturhlutann, og skipuleggja þar nýlendu. Þeir höfðu hafist handa um að kristna íbúana og kenna þeim evrópska háttu, auk þess sem þeir borguðu innfæddum fyrir að allt að því útrýma miklum dádýrahjörðum sem leikið höfðu lausum hala á eyjunni.

Japanir borguðu hátt verð fyrir húðirnar sem þeir notuðu í brynjur samúræja en Kínverjar keyptu kjötið.

Jafnframt fóru Hollendingar að rækta sykurreyr á eyjunni og fluttu inn Kínverja til að vinna á plantekrum þeirra.

Kínverjar koma 1662

Árið 1662 breyttist allt. Mikið stríð hafði þá lengi geisað í Kína milli Ming-keisaraættarinnar annars vegar og innrásarmanna norðan frá Mansjúríu hins vegar. Þegar þarna var komið sögu voru norðanmenn óðum að ná yfirhöndinni en einn af síðustu herstjórum Ming-ættarinnar — hinn kínversk-japanski Koxinga — hrakti þá Hollendinga burt frá stöðvum sínum á Taívan og gerði þær að sínum helstu bækistöðvum.

Þaðan vonaðist Koxinga til þess að skipuleggja gagnsókn Ming-manna yfir sundið og endurheimta Kína.

Ekki varð af því. Koxinga dó aðeins skömmu eftir að hafa sigrast á Hollendingum og þótt sonur hans tæki við keflinu fékk sá strákur ekki reist rönd við framgangi Mansjúríumanna.

1683 tók Qing-ættin því við ríki Ming-manna á Taívan.

„Hlið helvítis“

Frá og með því ári má vissulega segja að Kínverjar hafi orðið herrar Taívans — eða réttara sagt hluta Taívans.

Sjálf keisaraættin Qing var þó í rauninni varla enn orðin kínversk, enda komin af hinum norðlægu Júrtjenum, er bjuggu lengst norður í Síberíu og Mansjúríu og voru túngúskrar ættar.

Enn sem komið var réðu Kínverjar aðeins suðvesturhluta Taívans en frumbyggjar fóru sínu fram á stærstum hluta hennar.

Qing-ættin spornaði í næstum heila öld gegn innflutningi Kínverja til Taívans, enda höfðu Kínverjar lítið álit á eyjunni og kölluðu hana „hlið helvítis“. Malaría lagði marga að velli og innfæddir tóku innrásarliði Kínverja illa og gerðu iðulega uppreisnir gegn þeim — en Kínverjar börðu slíkt niður af heift.

Heilli öld eftir hernám Kínverja eða um 1770 réðu Kínverjar enn aðeins vesturhluta eyjarinnar.

Þá tóku Kínverjar hins vegar þá ákvörðun að „kínavæða“ Taívan og lögðu af allar hömlur á innflutningi fólks frá Kína. Ástæðan var ekki síst sú að Kínverjar vildu treysta yfirráð sín yfir hafsvæðinu umhverfis eyjuna, en þá voru Frakkar og Bretar farnir að gera sig æ meira gildandi þar um slóðir.

Árið 1811 töldust Kínverjar vera tvær milljónir á Taívan, þá þegar miklum mun fleiri en heimamenn.

Innbyrðis barátta Kínverja

Á ýmsu gekk enn á eyjunni og þar geisuðu nú oft heiftúðugir bardagar milli mismunandi hópa Kínverja sem bitust um völd og áhrif. Frumbyggjar reyndu að halda sjálfstæði sínu og lengi enn réðu Kínverjar litlu sem engu á austurströndinni og í fjöllunum.

Árið 1884 gerðu Frakkar innrás á eyjuna frá Indókína og hugðust leggja hana undir heimsveldi sitt en var svarað af hörku af Kínverjum og þó ekki síður innfæddum, svo Frakkar hrökkluðust fljótlega burt. Er þetta eitt af fáum dæmum um þær mundir um misheppnaða innrás evrópsks nýlenduveldis á lendur í Afríku eða Asíu.

Bretar íhuguðu líka nokkrum sinnum að leggja undir sig eyjuna en töldu það ekki svara kostnaði.

Vaxandi stórveldi Japans tók hins vegar að ásælast Taívan þegar leið á 19. öldina. Þegar Japanir höfðu gersigrað Kínverja í stríði þjóðanna 1895 heimtuðu þeir yfirráð yfir Taívan og réðu eyjunni síðan í 50 ár.

Kína réði innan við helmingi eyjarinnar

Athyglisvert er að þegar Japanir tóku við eyjunni eftir friðarsamninga við Kínverja, þá viðurkenndi Qing-ættin að hún réði í raun og veru aðeins yfir 45 prósentum landsvæðis á Taívan.

Frumbyggjar réðu sem sé enn, fyrir aðeins 125 árum, meirihluta eyjarinnar.

Athugið það, þið sem nú japlið á tuggu Kínverja að Taívan hafi „alltaf verið kínversk“.

Kínverjar voru hins vegar meira tíu sinnum fleiri en frumbyggjar. Alls voru íbúar á eyjunni þá taldir 2,5 milljón en þar af voru Kínverjar 2,3 milljónir.

Þetta hvort tveggja kemur fram í bók eftir fræðimanninn Andrew Morris frá 2002.

Kínverskir íbúar á Taívan reyndu að stofna sjálfstætt lýðveldi á eyjunni fremur en fallast á yfirráð Japana en urðu fljótt að lyppast niður, enda fóru kínverskir herflokkar á vegum Qing-stjórnarinnar með ránum og rupli um eyjuna og íbúum fannst í bili illskárra að þola japanska stjórn.

Stjórn Japana

Japanir máttu búa við ýmsar uppreisnir þá áratugi sem þeir réðu Taívan, bæði af hendi kínverskra íbúa en ekki þó síður frumbyggja. Síðasta uppreisn frumbyggja var 1930 og var vitaskuld barin niður af þeirri hörku sem Japanir voru þá kunnir fyrir.

Á hinn bóginn munu Japanir hafa unnið ýmis þrekvirki við að útrýma landlægum hitabeltissjúkdómum, efla mjög landbúnað og byggja miklu betri innviði en Kínverjar höfðu gert. Töluverður fjöldi Japana settist á að Taívan.

Japan var í raun fyrsta erlenda veldið sem náði raunverulegum völdum á allri eyjunni.

Það hafði hvorki Evrópuveldunum né Kína tekist.

Þegar Japanir gáfust upp eftir síðari heimsstyrjöldina síðsumars 1945 var eyjan fengin í hendur Kínastjórn sem var undir forystu Sjang Kaí-sjeks og vaninn er að kenna flokk hans og manna hans við þjóðernissinna. Stjórn hans hafði lengi átt í blóðugri baráttu við kommúnista Mao Zedongs og fór nú smátt og smátt halloka.

Flóttinn til Taívan

Árið 1949 hröktust leifarnar af her Sjangs út til Taívans en Mao tók völdin í Kína og kom þar á einhverri mestu óhappastjórn allra tíma.

Sjang ímyndaði sér lengi að hann gæti unnið Kína aftur frá Taívan — rétt eins og Koxinga trúði á sínum tíma að hann gæti endurheimt Kína fyrir Ming-ættina — en fljótt kom í ljós að slíkar hugmyndir voru með öllu óraunhæfar, og þá fóru Sjang og menn hans að byggja upp prívatssamfélag á Taívan.

Lengi vel var stjórn Sjangs einræðisstjórn eins flokks en þegar leið að lokum 20. aldar var komin þar á laggirnar sannkölluð lýðræðisstjórn og þykir hún samkvæmt öllum mælikvörðum ein sú besta í allri Asíu — mannréttindi eru í heiðri höfð að mestu, lífskjör eru góð, heilsugæsla til fyrirmyndar.

Íbúar eru nú 24 milljónir.

95 prósent þeirra eru kínverskrar ættar.

Af Kínverjunum eru 85 prósent afkomendur þeirra sem fluttust til eyjarinnar á 17.-19. öld, en 15 prósent eru afkomendur þeirra sem flúðu til Taívan 1949.

Rúm tvö prósent íbúar eru frumbyggjar og álíka margir afkomendur innflytjenda frá Suðaustur-Asíu. 

Þannig er nú það.

 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Í dag eru 80 ár frá fundi í Kreml sem réði úrslitum í orrustunni um Stalíngrad
Flækjusagan

Í dag eru 80 ár frá fundi í Kreml sem réði úr­slit­um í orr­ust­unni um Stalíngrad

Í dag, 13. sept­em­ber, eru rétt 80 ár frá því fund­ur var hald­inn í Kreml þar sem segja má að ör­lög hafi ráð­ist í einni gríð­ar­leg­ustu orr­ustu seinni heims­styrj­ald­ar en sú var þá nýhaf­in við Stalíngrad í Suð­ur-Rússlandi. Þjóð­verj­ar og banda­menn þeirra höfðu að skip­an Ad­olfs Hitlers ráð­ist inn í Sov­ét­rík­in í júní 1941. Markmið þeirra var að ger­sigra hinn...
Páfa hent í sjóinn með akkeri um hálsinn
Flækjusagan

Páfa hent í sjó­inn með akk­eri um háls­inn

Páfinn sit­ur enn í Róm, 2
Bara slys? Stökkbreyting fundin sem skildi okkur frá Neanderdalsmönnum
Flækjusagan

Bara slys? Stökk­breyt­ing fund­in sem skildi okk­ur frá Ne­and­er­dals­mönn­um

Sú var tíð — og það eru ekki nema ör­fá­ar tug­þús­und­ir ára síð­an — að marg­ar mann­teg­und­ir vöpp­uðu um Jörð­ina. Flest­ar eða jafn­vel all­ar voru þær að lík­ind­um komn­ar af homo erect­us, „frum­stæðri“ mann­teg­und sem tók að þró­ast fyr­ir um tveim millj­ón­um ára en var end­an­lega út­dauð fyr­ir rúm­lega 100.000 ár­um. Þá hafði erect­us sem sé get­ið af sér ýms­ar teg­und­ir: Ne­and­er­dals­menn, Den­isova,...
Hverjir voru Karl 1. og Karl 2.?
Flækjusagan

Hverj­ir voru Karl 1. og Karl 2.?

Það kom nokk­uð á óvart ár­ið 1948 þeg­ar Elísa­bet krón­prins­essa Breta eign­að­ist sinn fyrsta son og ákveð­ið var að nefna hann Char­les eða Karl. Flest­ir höfðu sjálf­krafa bú­ist við að hann myndi fá nafn föð­ur Elísa­bet­ar, Georgs 6. sem þá var kóng­ur. Pilt­ur­inn nýi var að vísu skírð­ur Georg líka — hann heit­ir fullu nafni Char­les Phil­ip Arth­ur Geor­ge — en...
Bruðl ríku kallanna í Róm
Flækjusagan

Bruðl ríku kall­anna í Róm

Á tím­um Róm­verja voru það sér­vitr­ing­ar ein­ir sem töldu að nægju­semi og hóf­semd væru eft­ir­sókn­ar­verð­ir eig­in­leik­ar. Hér seg­ir af rík­asta at­hafna­manni Róma­veld­is og tveim­ur keis­ur­um sem gengu í fjár­hirsl­ur rík­is­ins eins og þær væru budd­an þeirra sjálfra.
Jörðin gæti borið þrjú tungl! En hvar eru hin tvö?
Flækjusagan

Jörð­in gæti bor­ið þrjú tungl! En hvar eru hin tvö?

Föru­naut­ur okk­ar Jarð­ar­búa á enda­lausri hring­ferð okk­ar um sól­kerf­ið, Mán­inn, er svo gam­al­kunn­ur og traust­ur fé­lagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitt­hvað öðru­vísi og hvað þá bara einn af mörg­um. Við vit­um að stóru gasris­arn­ir ut­ar í sól­kerf­inu hafa tugi tungla sér til fylgd­ar — 80 við Júpíter þeg­ar síð­ast frétt­ist, 83 við Sa­t­úrn­us — en tungl­ið...

Mest lesið

Sjómaður í leit að föður sínum
1
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Fann frelsi og hamingju við að ganga á fjöll
2
ViðtalHamingjan

Fann frelsi og ham­ingju við að ganga á fjöll

Hanna Gréta Páls­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um stað­ið á kross­göt­um í líf­inu og ekki ver­ið á þeim stað sem hún hefði vilj­að vera á. Hún breytti um lífs­stíl fyr­ir um ára­tug og fór að ganga á fjöll. Þá fór hún að upp­lifa ham­ingj­una en það er jú sagt að göng­ur séu góð­ar fyr­ir lík­ama og sál. „Eft­ir 17 tíma göngu var ég ósigrandi, full af sjálfs­trausti og ham­ingju­söm,“ seg­ir hún um eina göng­una.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
3
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
4
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
5
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
6
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
7
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.

Mest deilt

Aðalsteinn Kjartansson
1
Pistill„Skæruliðar“ Samherja

Aðalsteinn Kjartansson

Þeg­ar lög­regl­an geng­ur er­inda hinna valda­miklu

Blaða­mað­ur­inn Að­al­steinn Kjart­ans­son skrif­ar um rann­sókn lög­reglu á frétta­skrif­um af skæru­liða­deild Sam­herja og hvernig hún hef­ur bú­ið til svig­rúm fyr­ir valda­karla að sá efa­semda­fræj­um um heil­indi blaða­manna.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
2
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
3
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
„Með þessu missti kirkjan að minnsta kosti eina sál“
4
Fréttir

„Með þessu missti kirkj­an að minnsta kosti eina sál“

Skrúf­að var fyr­ir heitt vatn á tveim­ur bæj­um í Reyk­holts­dal í Borg­ar­firði í byrj­un júlí. Bæ­irn­ir hafa ver­ið heita­vatns­laus­ir síð­an. Ábú­end­ur á bæn­um Skáney segja óbil­girni og yf­ir­gang fyrr­ver­andi prests í Reyk­holti, Geirs Waage, rót­ina að mál­inu. Í gildi sé samn­ing­ur við kirkju­mála­sjóð til næstu 37 ára um kaup og sölu á vatn­inu.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
5
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni
6
Fréttir

Geir Waage er ekki skráð­ur eig­andi að hita­veit­unni

Séra Geir Waage held­ur því fram að hann eigi Hita­veitu Reyk­holts­stað­ar að fullu. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um og öðr­um op­in­ber­um gögn­um er það rangt og er Geir ekki skráð­ur sem eig­andi að nein­um hlut í hita­veit­unni. Lok­un Geirs á heitu vatni á bæi í Reyk­holts­dal er „í óþökk kirkj­unn­ar“.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
7
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið í vikunni

Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
1
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún seg­ir að hún hafi orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með meint­um ger­anda sín­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta mann­in­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
2
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.
Sjómaður í leit að föður sínum
3
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Saga Nínu: Í leit að samþykki en endaði í vændi
4
Fréttir

Saga Nínu: Í leit að sam­þykki en end­aði í vændi

Kon­ur í vændi eru út­skúf­að­ar úr sam­fé­lag­inu, rétt­indi þeirra eru brot­in og vernd er hvergi að finna, er nið­ur­staða nýrr­ar ís­lenskr­ar rann­sókn­ar. „Mað­ur er ekki mann­eskja.“
Segir afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi hafa orsakað fæðingarþunglyndi
5
Reynsla

Seg­ir af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi hafa or­sak­að fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Sérsveitin við störf í Mosfellsbæ
6
Fréttir

Sér­sveit­in við störf í Mos­fells­bæ

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra að­stoð­ar lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í að­gerð­um sem standa yf­ir í iðn­að­ar­hverfi í Mos­fells­bæ. Lög­regl­an stað­fest­ir að­gerð­ir en tjá­ir sig ekki um þær að öðru leyti. Fyrr í dag hand­tók sér­sveit­in mann í Kópa­vogi.
Fjórir handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi
7
Fréttir

Fjór­ir hand­tekn­ir vegna rann­sókn­ar á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi

Lög­regl­an seg­ir að hættu­ástandi hafi ver­ið af­stýrt þeg­ar sér­sveit­in hand­tók fjóra ein­stak­linga í um­fangs­mikl­um að­gerð­um í dag. Að­gerð­irn­ar voru lið­ur í rann­sókn rík­is­lög­reglu­stjóra á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og viða­mikl­um vopna­laga­brot­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sex gjaldþrot og jarðarför
1
Afhjúpun

Sex gjald­þrot og jarð­ar­för

Fjöldi fyr­ir­tækja sem öll tengj­ast litl­um hópi manna sem leigt hef­ur út er­lenda starfs­menn, hafa far­ið í þrot á síð­ustu ár­um og skil­ið eft­ir hundruð millj­óna króna skatta- og ið­gjalda­skuld­ir. Á inn­an við ári hafa fjög­ur fyr­ir­tæki þeirra far­ið í þrot án þess að nokk­uð feng­ist upp í hálfs millj­arðs króna kröf­ur í þau. Huldu­menn sem taka yf­ir fyr­ir­tæk­in stuttu fyr­ir gjald­þrot eru tald­ir vera svo­kall­að­ir út­far­ar­stjór­ar.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
2
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún seg­ir að hún hafi orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með meint­um ger­anda sín­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta mann­in­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Geir Waage er ekki skráður eigandi að hitaveitunni
3
Fréttir

Geir Waage er ekki skráð­ur eig­andi að hita­veit­unni

Séra Geir Waage held­ur því fram að hann eigi Hita­veitu Reyk­holts­stað­ar að fullu. Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um og öðr­um op­in­ber­um gögn­um er það rangt og er Geir ekki skráð­ur sem eig­andi að nein­um hlut í hita­veit­unni. Lok­un Geirs á heitu vatni á bæi í Reyk­holts­dal er „í óþökk kirkj­unn­ar“.
„Með þessu missti kirkjan að minnsta kosti eina sál“
4
Fréttir

„Með þessu missti kirkj­an að minnsta kosti eina sál“

Skrúf­að var fyr­ir heitt vatn á tveim­ur bæj­um í Reyk­holts­dal í Borg­ar­firði í byrj­un júlí. Bæ­irn­ir hafa ver­ið heita­vatns­laus­ir síð­an. Ábú­end­ur á bæn­um Skáney segja óbil­girni og yf­ir­gang fyrr­ver­andi prests í Reyk­holti, Geirs Waage, rót­ina að mál­inu. Í gildi sé samn­ing­ur við kirkju­mála­sjóð til næstu 37 ára um kaup og sölu á vatn­inu.
Martyna Ylfa - Fyrverandi kærasti beitti hana andlegu ofbeldi og lifði tvöföldu lífi
5
Eigin Konur#106

Martyna Ylfa - Fyr­ver­andi kær­asti beitti hana and­legu of­beldi og lifði tvö­földu lífi

Martyna Ylfa er frá Póllandi en hef­ur bú­ið á Ís­landi í tíu ár. Martyna var sam­bandi með ís­lensk­um manni sem beitti hana of­beldi í lang­an tíma. Ein þekkt­asta að­ferð­in til að ná stjórn í of­beld­is­sam­bandi er að brjóta nið­ur mak­ann, þannig að hann treyst­ir ekki sjálf­um sér leng­ur og telji sig ekki verð­ug­an ham­ingju og heil­brigð­ari fram­komi. „Mér leið eins og ég hafi hitt sálu­fé­lag­ann minn. Þetta byrj­aði mjög hratt og hon­um fannst allt sem ég gerði flott, föt­in mín, allt sem ég sagði og gerði var svo æð­is­legt,” seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að eft­ir smá tíma að þá breytt­ist það og hann fór að brjóta hana nið­ur. „Flót­lega hrundi sjálfs­traust­ið mitt og mér leið eins og ég mætti ekki segja neitt, ég mátti ekki spur­ja margra spurn­inga. Ég vissi al­veg þeg­ar hann var reið­ur og hann sýndi mér svona hvað hann gæti gert, að hann gæti meitt mig ef hann myndi vilja það”.
Hjallastefnan keypti framkvæmdastjórann út fyrir 55 milljónir
6
Fréttir

Hjalla­stefn­an keypti fram­kvæmda­stjór­ann út fyr­ir 55 millj­ón­ir

Einka­rekna skóla­fyr­ir­tæk­ið Hjalla­stefn­an þurfti að lækka hluta­fé sitt til að kaupa hluta­bréf fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins, Þór­dís­ar Jónu Sig­urð­ar­dótt­ur. Hluta­bréf­in voru keypt á 55 millj­ón­ir. Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir, stofn­andi Hjalla­stefn­unn­ar, seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki áð­ur gert kauprétt­ar­samn­inga, muni ekki gera það aft­ur og læri af reynsl­unni.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
7
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.

Nýtt á Stundinni

Gjaldskrárhækkun Strætó dugir ekki og tímabært að endurskoða rekstrarmódelið
Fréttir

Gjald­skrár­hækk­un Strætó dug­ir ekki og tíma­bært að end­ur­skoða rekstr­armód­el­ið

Hundruð millj­óna króna gat er í rekstri Strætó og hækk­un far­gjalda mun ekki fylla upp í það. Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, seg­ir við­ræð­ur við rík­ið um aukna að­komu standa fyr­ir dyr­um.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
Verðbólgan minni en enn gætu vextir hækkað
Fréttir

Verð­bólg­an minni en enn gætu vext­ir hækk­að

Verð­bólga dregst sam­an ann­an mán­uð­inn í röð og mæl­ist nú 9,3 pró­sent. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,09 pró­sent, sem er minnsta hækk­un á milli mán­aða í meira en eitt og hálft ár. Seðla­bank­inn gef­ur hins veg­ar til kynna að frek­ari vaxta­hækk­an­ir gætu enn ver­ið á döf­inni.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.
Viljum við vera Herúlar?
Flækjusagan#51

Vilj­um við vera Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að rekja sögu Herúla og þeirr­ar kenn­ing­ar að þessi dul­ar­fulla þjóð hafi end­að hér uppi á Ís­landi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Fann frelsi og hamingju við að ganga á fjöll
ViðtalHamingjan

Fann frelsi og ham­ingju við að ganga á fjöll

Hanna Gréta Páls­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um stað­ið á kross­göt­um í líf­inu og ekki ver­ið á þeim stað sem hún hefði vilj­að vera á. Hún breytti um lífs­stíl fyr­ir um ára­tug og fór að ganga á fjöll. Þá fór hún að upp­lifa ham­ingj­una en það er jú sagt að göng­ur séu góð­ar fyr­ir lík­ama og sál. „Eft­ir 17 tíma göngu var ég ósigrandi, full af sjálfs­trausti og ham­ingju­söm,“ seg­ir hún um eina göng­una.
Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.