Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.

Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Kynntur til leiks Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður meðal ræðumanna á Sænsku bóka- og fjölmiðlamessunni 20. ágúst.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er auglýstur sem ræðumaður á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af sænskum þjóðernisöfgamönnum. Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum eða samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu. Sumir ræðumanna hafa afneitað því opinberlega að Helförin hafi átt sér stað, lofað Adolf Hitler eða jafnvel starfað innan nýnasistahreyfinga.

Þetta hefur rannsókn Stundarinnar í sam­starfi við sænska fjöl­mið­il­inn Expo leitt í ljós.

Ráðstefnan ber nafnið Svenska Bok- & Mediemässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan, og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst næstkomandi. Er hún opinberlega kynnt sem ráðstefna um tjáningarfrelsi, en er í raun skipulögð af samtökum sem hafa það að markmiði að tengja saman aðila með ólíkar áherslur innan þjóðernisöfgahreyfingar Svíþjóðar og efla hana.

Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

„Sigmundur er einn af ræðumönnum á stærstu messu ársins um tjáningarfrelsið,“ segir í færslu skipuleggjenda á samfélagsmiðlum til að auglýsa komu hans.

„Sigmundur er einn af ræðumönnum á stærstu messu ársins um tjáningarfrelsið“

Sigmundur Davíð, sem var forsætisráðherra frá 2013 til 2016 þegar hann sagði af sér vegna umfjöllunar um leynifélag hans Wintris sem kom fram í Panamaskjölunum, hefur undanfarin ár beitt þjóðernissinnaðri orðræðu. Hann hefur sagt uppljóstrun um nafn sitt í skjölunum hafa verið samsæri sem George Soros auðjöfur og alþjóðlegir fjölmiðlar stóðu fyrir. Flokkur hans, Miðflokkurinn, hefur hvatt til harðari stefnu í innflytjendamálum og þá sagði hann Black Lives Matter hreyfinguna „endurvekja rasisma“ og tortíma kjarnafjölskyldunni. Árið 2019 hitti hann Douglas Murray, breskan afturhaldsmann sem var fluttur til Íslands af þjóðernishyggjusamtökum.

Ræðumaður hætti við

Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa fjallað um tengsl bæði skipuleggjenda ráðstefnunnar og ræðumanna við hægri-öfgahópa. Einn ræðumanna, Jan Emanuel Johansson, fyrrverandi þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, hætti við að koma fram á ráðstefnunni eftir að dagblaðið Expressen hafði samband við hann vegna málsins. Sagði hann að honum hefði verið boðið að koma á ráðstefnuna til að ræða tjáningarfrelsi.

„Þegar ég skoða málið nánar sé ég að bæði skipuleggjandinn og margir þátttakendur eru hægri öfgamenn“
Jan Emanuel Johansson
um ráðstefnuna

„Þegar ég skoða málið nánar sé ég að bæði skipuleggjandinn og margir þátttakendur eru hægri öfgamenn,“ sagði Johansson við Expressen. „Það eru engir sem ég vil láta tengja mig við. Ég hefði átt að skoða bakgrunn þeirra betur áður en ég samþykkti.“

Skipulögð af neti kynþáttahatara

Tor PaulssonForsprakki Nätverket er nú þekktur sem Tor Änglasjö, en einnig sem Tobbe Larsson.

Ráðstefnan er ein af mörgum viðburðum og félögum sem notuð eru sem yfirvarp fyrir samtökin Nätverket. Forsprakki Nätverket er Tor Paulsson, sem kallar sig Tor Änglasjö og Tobbe Larsson í dag. Hann starfaði um tíma innan þjóðernisflokksins Svíþjóðademókrata, en færði sig yfir í róttækara klofningsframboð, Þjóðlega lýðræðissinna (ND). Hann hætti þátttöku í flokknum eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína ofbeldi. Þegar hann losnaði hóf hann að skipuleggja Nätverket, tengdi sig við netmiðla sem breiða út kynþáttahatur og síðar stjórnmálaflokkinn Alternativ för Sverige.

Margir af ræðumönnum ráðstefnunnar eru tengdir við Alternativ för Sverige, sem þykir svo utarlega á hægri væng sænskra stjórnmála að Svíþjóðademókratar hafa fordæmt flokkinn. Flokkurinn hefur það númer eitt á stefnuskrá sinni að senda eina milljón innflytjenda úr landi. Talsmaður ráðstefnunnar er Lennart Matikainen, sem hefur boðið sig fram fyrir flokkinn, en flokkurinn varð til þegar leiðtogar hans voru reknir úr Svíþjóðardemókrötum fyrir meint tengsl við hægri-öfgahópa og gengu tveir þingmenn Svíþjóðardemókrata, Olle Felten og Jeff Ahl, í kjölfarið í Alternativ för Sverige. Eru þeir báðir á meðal ræðumanna á ráðstefnunni ásamt Sigmundi Davíð. Flokkurinn hefur ekki náð árangri í þingkosningum, en á þrjú sæti á sænska kirkjuþinginu.

Annar ræðumaður er þingmaðurinn Roger Richthoff, sem þurfti nýverið að yfirgefa Svíþjóðademókrata fyrir að hafa dreift myndbandi á samfélagsmiðlum þar sem Rússum er þakkað fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu. Í myndbandinu er því haldið fram að George Soros noti úkraínskar tilraunastofur í slagtogi við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að útrýma kristnu fólki.

Nýnasistar á meðal viðstaddra

Sænska bóka- og fjölmiðlamessan er þannig ein af mörgum leiðum sem Nätverket notar sem yfirvarp til að koma boðskap sínum fram í dagsljósið. Á síðustu ráðstefnu, sem fram fór í október í fyrra, voru nokkrir þjóðþekktir Svíar ræðumenn í bland við mikinn meirihluta lítt þekktra þjóðernissinna. Í einum af básunum seldi liðsmaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar áróðursrit. Skemmst er þess að minnast að Norræna mótstöðuhreyfingin birtist á Íslandi í september 2019 og dreifðu meðlimir hennar áróðri á Lækjartorgi.

Einn af ræðumönnunum í ár, Jonas Nilsson, starfaði áður með sænska armi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar og sótti ráðstefnuna í fyrra til að sýna heimildarmynd sína um hættuna sem hann telur stafa af gyðingum. Þá gekk einn skipuleggjenda ráðstefnunnar, Theodor Stiebel sem nú gengur undir nafninu Alexander Johansson, í göngu mótstöðuhreyfingarinnar árið 2016. Aðrir ræðumenn hafa stutt nasíska hugmyndafræði í orði, meðal annars lofað Adolf Hitler eða afneitað því að nasistar hafi framið fjöldamorð á gyðingum í Seinni heimsstyrjöldinni.

Sameina öfgamenn undir hatti tjáningarfrelsis

Önnur leið sem Nätverket hefur notað til að breiða út boðskap sinn er í gegnum fyrir fyrirlestrafélag sitt Education4Future. Hefur félagið selt bækur og hampað rithöfundum og fyrirlesurum sem tala opinskátt um kynþáttahatur sitt og kalla gyðinga sinn helsta óvin. Á öðrum væng Nätverket er félagið Marketing4Future, sem sonur Tor stýrir ásamt Arne Weinz, en hann hefur opinberlega kallað eftir þjóðarmorði á múslimum og segir fjölgun þeirra í Svíþjóð vera afleiðing af samsæri gyðinga. „Annað hvort munu múslimar útrýma okkur eða við útrýma þeim. Ég kýs það síðara,“ hefur verið haft eftir Weinz.

Margir af ræðumönnum á ráðstefnunni hafa einnig dreift samsæriskenningum um Covid-19 faraldurinn og hefur Nätverket tengt sig vel inn í slíka hópa. Þannig hafa samtökin notað ýmis tækifæri til að tengja ólíka þræði hægri-öfgastefnu, allt frá popúlisma yfir í nýnasisma, og markaðssett þannig dreifingu á kynþáttahatri sem baráttu fyrir tjáningarfrelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Allir meiga hafa sínar skoðanir í friði fyrir mér það talar hvort sem er enginn við mig sem telur sig með fullu viti hvorki um eitt eða neitt og fegin er ég og því er best að halda sínu fyrir sig eina
    0
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    "stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu"

    Hverjir ætli það séu? Svo er það nú þannig að ný-nasistar eru líklegri til að styðja Úkraínumenn í stríðinu við Rússa, enda bókstaflega ný-nasista hersveitir eins og Azov að berjast fyrir Úkraínska herinn. Og svo var það þannig í seinni heimtyrjöldinni að nasistar litu á Rússa ("Slava") sem sinn erkióvin (ásamt Gyðingum), og úkraínskir þjóðernissinnar ("collaborators") börðust með nasistum gegn Rússum (Sovétmönnum). Þess vegna eru nasistar nú á dögum líklegri til að styðja Úkraínu, og þú finnur ekki marga nasista sem eru hliðhollir Rússum. Enda væri Hitler að veltast um í gröfinni ef það væru nasistar að styðja Rússa.
    -6
    • Tjörvi Schiöth skrifaði
      Það er meðal annars fjallað um þetta hér:
      https://www.washingtonpost.com/outlook/2022/03/14/neo-nazi-ukraine-war/
      0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Hann leinir sinu insta eðli með heimsókn sinna braeðra í svíðjóð Annsi vafa samr alþingismaður og vonandi að Miðflokkurin þurkist út svo loasna meigi við þessa svo haetulega óvaeru .

    Þeta mannskripi er bara ótindur rasisti og fasisti sem heimurin þarf að losana við sem fyrst svo ríki friður meðal manna .
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu