Íslenska ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum, ráðherra og hóps embættismanna um árabil. Samtals nema ofgreiðslurnar 105 milljónum króna. Hópurinn þarf að endurgreiða ofrukkunina á næstu tólf mánuðum. Stærstur hluti þessa fólks er enn að störfum og verður dregið af launum þeirra en þeir 45 sem hættir eru störfum fá kröfu skráða í heimabanka.
260 einstaklingar eru í þessum hópi sem samanstendur af forseta, þingmönnum, ráðherrum, dómurum á öllum dómstigum, saksóknurum, lögreglustjórum, ráðuneytisstjórum, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra auk ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram á vef Fjársýslu ríkisins sem sér um að greiða þessu fólki laun.
„Algengt er að endurgreiðslufjárhæð svari til um þriðjungs einna mánaðarlauna hjá þeim sem þáðu laun yfir allt tímabilið. Endurgreiðslan fer fram í áföngum á 12 mánaða tímabili,“ segir á vef stofnunarinnar.
Mistökin uppgötvuðust við undirbúning launabreytinga fyrir árið 2022. Eftir að kjararáð var aflagt og ný lög tóku gildi árið 2019 um laun þessara einstaklinga áttu launin að …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir